Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 98
Fræði og bækur almenns efnis
frá 1985. Bókin er listi-
lega úr garði gerð, í full-
um litum og prentuð á
gæðapappír. Sannkallað-
ur kostagripur.
351 bls.
Iðunn
ISBN 9979-1-0455-4
Leiðb.verð: 8.990 kr.
LITLA GJAFABÓKIN ájl
Eiginmenn
Litla gjafabókin
EIGINMENN
Samant.: Helen Exley
Þýð.: Orðabankinn
Eiginmenn! Sitthvað sem
konur hafa sagt um ást og
elskusemi, þvermóðsku,
ástríðuhita og indælan
félagsskap eiginmanna
sinna. Skemmtileg gjöf.
96 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 9979-9471-9-5
Leiðb.verð: 880 kr.
EINKAVEGIR
Þröstur Helgason
Óvænt ferðalag um einka-
vegi höfundarins. Leiðin
liggur meðal annars um
borgir, búðir og kvik-
myndahús, knattspyrnu-
völl, flugvöll og sturtu-
klefa. Þetta er ögrandi
lýsing á ríkjandi ástandi;
neyslunni, frjálslyndinu,
hraðanum, þversögnun-
um og upplausninni.
Einkavegir eru viðbragð
við þessu ástandi, tilraun
til að búa til sína eigin
slóð í hrjóstrugu lands-
lagi samtímans.
144 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-33-9
Leiðb.verð: 1.480 kr.
Kilja
EVRÓPUSAMRUNINN
OG ÍSLAND
Eiríkur Bergmann
Einarsson
Hér er reynt að greina
hismið frá kjarnanum í
Evrópuumræðunni og
veita lesendum heild-
stætt yfirlit £ aðgengileg-
um texta yfir þetta mikil-
væga hagsmunamál ís-
lensku þjóðarinnar.
Höfuðmarkmið bókar-
innar er að veita almennt
yfirlit yfir samrunaþróun
Evrópu og greina stöðu
íslands í evrópsku sam-
starfi. í bókinni leiðir höf-
undur lesendur í gegnum
samstarf Evrópuríkja í
sameiginlegum stofnun-
um frá lokum síðari
heimsstyrjaldar og skýrir
um leið tengsl Islands við
evrópskt samstarf á sama
tímabili. Jafnframt er
greint frá helstu mögu-
leikum Islands í Evrópu-
samstarfi til framtíðar.
Fjallað er um sögu, upp-
byggingu og framtíðar-
þróun Evrópusambands-
ins, því næst um stöðu
íslands í Evrópusamstarfi
í gegnum, Fríverslunar-
samtök Evrópu (EFTA),
Evrópska efnahagssvæðið
(EES) og Schengen-landa-
mærasamstarfið, auk þess
sem reynt verður að
greina Evrópuumræðuna
eins og hún birtist á
íslandi. Loks er svo fjall-
að um þær breytingar
sem Evrópusambandsað-
ild hefði í för með sér á
Islandi; fjallað er um full-
veldismál, efnahagsmál
og sjávarútvegs- og land-
búnaðarmál.
203 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-557-7
Leiðb.verð: 3.490 kr.
FÁTÆKT Á ÍSLANDI
við upphaf nýrrar
aldar. Hin dulda
félagsgerð borgar-
samfélagsins
Harpa Njáls
I bókinni er fjallað um ein-
kenni og aðstæður fátækra
í íslensku nútímaþjóðfé-
lagi. Höfundur nálgast
viðfangsefnið frá mörgum
sjónarhornum, með lýs-
ingum á opinberum talna-
gögnum, lögum, kenning-
um um velferð og fátækt
og með viðtölum við fólk
sem býr í fátækt. Þá útfær-
ir höfundur mat á lág-
marks framfærslukostnaði
sem sýnir hvað þarf til að
komast af í íslensku borg-
arumhverfi. Niðurstaða
þess mats er borin saman
við þær lágmarksupphæð-
ir sem almannatryggingar
og félagsþjónusta sveitar-
félaga veita og láglauna-
fólk á vinnumarkaði aflar
og er sýnt að talsvert vant-
ar uppá til að fólk geti lif-
að því lífi sem stjórnvöld
þó telja æskilegt lágmark.
Fólk í sumum þjóðfélags-
hópum er oft dæmt til að
lifa við fátækt án auð-
veldra útgönguleiða. Þessi
greining gefur athyglis-
verða sýn inn í fátæktarað-
stæður á Islandi og hvem-
ig velferðaríkið bregst
fólki í einstökum þjóðfé-
lagshópum.
400 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-520-8
Leiðb.verð: 3.900 kr.
FERÐ UM FORNAR
SÖGUR
- Noregsferð í fótspor
Snorra Sturlusonar
Þorgrímur Gestsson
Sumarið 2001 ferðaðist
höfundurinn um slóðir
konungasagna Snorra
Sturlusonar og nokkurra
Islendinga sagna í Noregi-
Hlustendur Rásar 1 muna
e.t.v. eftir ferðapistlum
hans í menningarþættin-
um Víðsjá, en nú er sagan
komin út á bók, ríkulega
skreyttri ljósmyndum-
Fléttað er saman í llflega
ferðasögu söguþræði
fornsagnanna og frásögn
96