Bókatíðindi - 01.12.2003, Qupperneq 120
Fræði og bækur almenns efnis
LÖGÁBÓK
YFIRLITSRIT UM LÖGFRÆÐl
SIGRfÐIJR lOGADrtTTIR
LÖGÁBÓK
Yfirlitsrit um lögfræði
Sigríður Logadóttir
Ibúðakaup, réttindi og
skyldur hjóna, tryggingar,
samningar, erfðir, reglur á
vinnumarkaði, viðskipti
- allt eru þetta þættir sem
almenningur fæst að ein-
hverju marki við í lífi
sínu. Lög á bók er byggð á
hinni fornu hefð Islend-
inga að hafa lögin að-
gengileg þegnunum og
leggur höfundur áherslu á
að útskýra aðalatriðin á
aðgengilegu máli. Bráð-
nauðsynleg bók í sífellt
flóknara samfálagi.
511 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2436-8
Leiðb.verð: 5.999 kr.
Kilja
MANNLÍF OG SAGA
FYRIR VESTAN
13. hefti
Ritstj.: Hallgrímur
Sveinsson
I ritröðinni Mannlíf og
saga fyrir vestan, sem
kemur út tvisvar á ári, er
fjallað um vestfirskt
mannlíf fyrr og nú í blíðu
og stríðu, gamni og
alvöru. Margir höfundar,
þekktir og óþekktir, eiga
hér greinar. Sumir þeirra
hafa aldrei birt staf eftir
sig áður. Áhersla er lögð á
ljósmyndir sem eiga við
efnið.
80 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-778-20-2
Leiðb.verð: 1.700 kr.
M F. Ð L F Y F I
FO RS ETA
MEÐ LEYFI FORSETA
Hugsjónir, hnyttni,
tíðarandi
Samant.: Leifur
Hauksson
Segja má að í sölum
Alþingis séu lögð drög að
íslandssögunni. Leifur
Hauksson hefur nú plægt
í gegnum það sem sagt
hefur verið í ræðustól
þingsins frá stofnun lýð-
veldisins til loka 20. ald-
arinnar. Úr því marg-
brotna safni dregur hann
fram ræðukafla og tilsvör
þingmanna sem bera
vitni um fljúgandi
mælsku, skarpa greind og
hárfínt skopskyn, en veita
um leið glögga innsýn í
tíðarandann. Með leyfi
forseta er í senn fróðlegur
og skemmtilegur vitnis-
burður um veröld sem
var og lykill að ýmsum
helstu umræðuefnum
samtímans.
530 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1717-0
Leiðb.verð: 5.990 kr.
MEÞ ,
ÞJ.OÐ
SKALDUM
VID
ÞJOÐ
VECINN
I____iflHll
MEÐ ÞJÓÐSKÁLDUM
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
Jón R. Hjálmarsson
í bókinni er farið eftir
hringveginum og heim-
sóttir fæðingarstaðir
ýmissa stórskálda. Ævi
þeirra er rifjuð upp og
fléttað inn í frásögnina
ljóðum sem sum hver eru
orðin órjúfanlegur hluti
af þjóðarvitundinni. Saga
skáldjöfra þjóðarinnar er
oft og tíðum mögnuð og
ljóðin eiga það sameigin-
legt að vera meðal þess
besta sem ritað hefur ver-
ið á íslenska tungu. Sam-
hliða þessu fjallar höf-
undur bókarinnar um
ýmislegt merkilegt sem
mætir ferðamanninum.
229 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1690-5
Leiðb.verð: 2.990 kr.
MINNI UM NOKKRA I Gylfi P
fSLENSKA LISTAMENN ! Gislason
MINNI UM NOKKRA
ÍSLENSKA LISTA-
MENN
Gylfi Þ. Gíslason
Bókin inniheldur greinar
um ýmsa fremstu lista-
menn íslendinga á tuttug-
ustu öld, en marga þeirra
þekkti Gylfi náið. Meðal
þeirra eru séra Friðrik
Friðriksson, Gunnar
Gunnarsson, Gunnlaugur
Scheving, Halldór Kiljan
Laxness, Jóhannes S.
Kjarval, Jón Helgason, Jón
Leifs, Jón Stefánsson,
Nína Tryggvadóttir, Páll
ísólfsson, Rögnvaldur
Sigurjónsson, Sigurður
Nordal, Stefán íslandi,
Svavar Guðnason, Tómas
Guðmundsson, Valur
Gíslason, Þorvaldur
Skúlason, Þórarinn Guð-
mundsson og Þórbergur
Þórðarson. Höfundur var
lengi prófessor í hagfræði
í viðskiptadeild Háskóla
Islands, en einnig alþing-
ismaður í áratugi og ráð-
herra í fimmtán ár. Hann
er líka kunnur fyrir söng-
lög sín.
137 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-541-0
Leiðb.verð: 2.900 kr.
118