Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 124
Fræði og bækur almenns efnis
Fyrstu fimm bindin, útg.
1974-91, segja söguna frá
upphafi landsbyggðar til
siðbreytingar og eru fáan-
leg bæði stök og í setti á
tilboðsverði.
Hið ísl. bókmenntafélag
og Sögufélag
ISBN 9979-66-065-1
1.-5. bindi, sett
Leiðb.verð: 15.000 kr.
f ?aga
Islands
SAGA ÍSLANDS V
Ritstj.: Sigurður Líndal
Meginefnið er saga 15.
aldar og upphafs hinnar
16., það hefst með plág-
unum miklu 1402-04 og
lýkur þegar dansk-norska
konungsvaldið hefur
tryggt yfirráð sín á
Islandi. Lýst er umsvifum
Englendinga hér og átök-
um þeirra við Þjóðverja;
einnig innbyrðis erjum
íslendinga og vanmátt-
ugri valdstjórn. Sagt frá
árekstrum milli kirkju- og
leikmannahöfðingja og
hversu kirkjan efldist að
auði og völdum, svo og
trúarboðskap hennar og
menntum. Vikið er að
endalokum afkomenda
íslendinga á Grænlandi
og hvernig ísland kemur
við sögu landafundanna.
Bókmenntasagan greinir
frá riddarasögum, forn-
aldarsögum, sagnadöns-
um, rímum helgikvæðum
og veraldlegum kveð-
skap. Myndlistarsagan
122
lýsir áhrifum gotneska
stílsins, búnaði kirkna og
greint er frá listamönn-
um. Fjöldi mynda og
uppdrættir. Þetta bindi
hefur verið ófáanlegt um
margra ára skeið, en er nú
endurprentað óbreytt.
380 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
og Sögufélag
ISBN 9979-804-15-7
Leiðb.verð: 4.500 kr.
í
Islands
SAGA ÍSLANDS VI
Helgi Þorláksson
Ritstj.: Sigurður Líndal
í þessu nýja bindi er fjall-
að um tímabilið 1520-
1640. í upphafi þess
stóðu kaþólsku biskup-
arnir Ogmundur Pálsson
og Jón Arason á hátindi
valda og deildu harkalega
innbyrðis. Árið 1527
sömdu þeir sátt enda lút-
herskar ófriðarblikur á
lofti. Umskipti í Skál-
holtsbiskupsdæmi urðu
furðu friðsamleg undir
forystu Gissurar Einars-
sonar biskups en Jón Ara-
son seldi sig dýrt. Kon-
ungur tók til sín eigur
klaustra en biskupsstólar
héldu jarðeignum, tíðar-
far var bærilegt, skóla-
hald syðra og nyrðra og
öflugt útgáfustarf Guð-
brands biskups á Hólum.
Með skrifum Arngríms
lærða Jónssonar, þekkt
víða um lönd, hlutu
íslendingar nýjan skiln-
ing á mikilvægi sögu
sinnar, bókmennta og
tungu. Veraldlega valda-
stéttin hagnaðist vel á sið-
breytingunni og danskt
ríkisvald á Islandi fór
vaxandi. Um 1610 var
ísland komið í þjóðbraut
vegna mikilla framfara í
siglingum og ákafrar leit-
ar að leiðum norður um
til Asíu. Englendingar,
Þjóðverjar, Baskar og Hol-
lendingar voru á sveimi
við landið auk Dana, og
árið 1627 birtust Tyrkir
svonefndir og unnu geypi-
leg herverk. Danir hertu
tök sín á landinu. Árferði
heldur bágborið í upphafi
17. aldar, ríkisvald óx.
Gamlar hugmyndir og
nýjar, innlendar og
erlendar, tókust á, galdra-
öld rann upp og kvartað
var sáran undan einokun-
arverslun Dana 1602. Um
1640 gengu í garð tímar
sem voru að ýmsu leyti
góðir, jafnvel veltiár til
sjávar og sveita.
380 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
og Sögufélag
ISBN 9979-66-145-3
Leiðb.verð: 4.500 kr.
.\j ,—,
'sílly'' 7 jt Bókhlaðan,
* f 1 p I n |» j i ci
'ví^|jr il I ísafirði sími 456-3123
r
Dttvid l’arkinson
Saga
kvikmyndaiistarinnar
SAGA KVIKMYNDA-
LISTARINNAR
David Parkinson
Þýð.: Vera Júlíusdóttir
Ritstj.: Guðni Elísson
í þessari líflegu, fræðandi
og nútímalegu greiningu
á því sem nefnt hefur ver-
ið sjöunda listgreinin,
rekur David Parkinson
þróun hreyfimynda frá
fyrstu skuggasýningun-
um til kvikmynda sam-
tímans. Hann gerir grein
fyrir undirstöðuatriðum
og lykilpersónum í list-
rænni og tæknilegri þró-
un greinarinnar og bókin
er einstaklega tæmandi
yfirlit yfir kvikmynda-
gerð heimsins.
264 bls.
Hóskólaútgáfan
ISBN 9979-9608-3-3
Leiðb.verð: 3.990 kr.
SAGNALIST
íslensk stílfræði II -
skáldsögur 1850-1970
Þorleifur Hauksson
Hvernig á að segja sögu?
Iþrótt frásagnarlistarinnar
er viðfangsefni þessarar
bókar. Efniviðurinn eru
íslenskar skáldsögur frá
upphafi sínu um miðja
nítjándu öld og fram und-
ir 1970, hinn sígildi
sagnaarfur síðari tíma.
I Sagnalist fæst Þorleif-
ur Hauksson íslensku-
fræðingur við stílbrögð og