Bókatíðindi - 01.12.2003, Page 134
Fræði og bækur alnienns efnis
riði í lögskipan þjóðfé-
lagsins með áherslu á
helstu réttarheimildir.
Þau fræði má kalla inn-
gangsfræði og ná til allra
sérgreina lögfræðinnar
með tengsl við ýmsar aðr-
ar fræðigreinar. Þetta er
sögulegt yfirlit allt frá
árdögum menningar.
408 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-129-1
Leiðb.verð: 5.990 kr.
UM VÍÐERNI
SNÆFELLS
Guðmundur Páll
Ólafsson
Myndir: Guðmundur
Páll Ólafsson,
Friðþjófur Helgason,
Jóhann ísberg og
Ragnar Axelsson
Orlög hálendisins hafa
verið eitt helsta hitamálið
í íslensku þjóðfólagi hin
síðustu ár, og hefur ekki
síst verið deilt um svæð-
ið norðan Vatnajökuls,
stærsta ósnortna víðerni
Evrópu. Um víðerni Snæ-
fells er stórbrotinn óður í
máli og myndum um
náttúru sem brátt mun
hverfa.
Guðmundur Páll Ólafs-
son, náttúrufræðingur og
ljósmyndari, er löngu
þekktur fyrir frábærar
bækur sínar um íslenska
náttúru, meðal annars
Hálendið í náttúru Is-
lands.
138 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2421-X
Leiðb.verð: 4.490 kr.
132
JÖKLA HIN NÝJA II
UNDiR BLÁUM SÓLARSALl
Jökla II
UNDIR BLÁUM
SÓLARSALI
Úr sögu Breiðuvíkur-
hrepps og Neshrepps
utan Ennis
Ólafur Elímundarson
Þessi bók er síðari hluti
heimildaverks um sögu
Breiðuvíkurhrepps og
Neshrepps utan Ennis.
Það var tilbúið í handriti
við andlát Ólafs Elímund-
arsonar sagnfræðings í
janúar 2003. Það ber heiti
sem hann hafði þá þegar
gefið því eftir ljóðlfnu
Eggerts skálds Ólafssonar.
Þessi hluti fjallar um
mannlífið almennt í
hreppunum tveimur og
byggir á fjöldamörgum
heimildum, en þó eink-
um Landnámu, Eyrbyggja
sögu og öðrum fornritum,
Islensku fornbréfasafni,
Arbókum íslands^ bréfa-
söfnum sveitarstjórna,
sýslumanna og amt-
manna, dómabókum,
dómskjölum og margs
konar bréfum og skýrsl-
um, alþingisbókum og
þjóðsögum. Hér er mikill
fróðleikur saman dreginn
um líf íslenskrar alþýðu í
fátækt og bjargarskorti
öld fram af öld við
aðstæður sem nútíma-
mönnum er því nær um
megn að skilja. í þessu
fyrra bindi er fjöldi ljós-
mynda og teikninga frá
fyrri tíð, landslagsmynda,
mannamynda og mál-
verka.
342 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-562-3
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Upphafið
UPPHAFIÐ
Bréf til þín frá
Ijósunni þinni
Hulda Jensdóttir
Þessi glæsilega bók er sú
fyrsta sinnar tegundar á
Islandi. Hún endurspegl-
ar árutuga reynslu,
víðsýni og þekkingu
brautryðjanda í nútíma
fæðingarhjálp. Hér má
lesa allt sem við kemur
meðgöngu, fæðingu og
umönnun barna í
íslensku samfélagi fyrstu
mánuðina.
250 bls.
Salka
ISBN 9979-766-99-9
Leiðb.verð: 4.990 kr.
ÚR TORFBÆJUM
INN í TÆKNIÖLD
Árni Björnsson
Bruno Schweizer
Hans Kuhn
Reinhard Prinz
Ritstj.: Magnús
Kristinsson
Myndaritstj.: Örlygur
Hálfdanarson
Stórbrotið verk um þróun
íslensks mannlífs á önd-
verðri 20. öld. Allar nán-
ari upplýsingar um þetta
þriggja binda tímamóta-
verk er að finna á bls.
106-107 í bókatíðind-
unum.
1616 bls.
Örn og Örlygur
ISBN 9979-9580-2-2
Leiðb.verð: 29.900 kr.
ÚTKALL
Árás á Goðafoss
Óttar Sveinsson
Um hádegisbil 10. nóv.
1944 er Goðafoss, eitt
glæsilegasta skip Islend-
inga, að koma heim í
skipalest frá New York.
Tvegga stunda sigling er
til Reykjavíkur. Um borð
eru 43 íslendingar og 19
Bretar sem bjargað hefur
verið af logandi olíuflutn-
ingaskipi, skömmu áður.
Skammt undan, í mynni
Faxaflóa, leynist þýskur
kafbátur. Skyndilega
kveður við ógnar spreng-
ing. Tundruskeyti skellur
á síðu Goðafoss. Skipið