Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 142
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
ÚR RITVERKUM
BJÖRN SIGFÚSSONAR,
HÁSKÓLABÓKA-
VARÐAR I
Björn Sigfússon
Björn Sigfússon (1905-
1991) stundaði ritstörf í
yfir 60 ár, og hér eru end-
urútgefnar fræðigreinar
hans um íslenzkar forn-
bókmenntir og sögu auk
nokkurs úrvals tækifæris-
greina eftir hann um
margvísleg málefni; rita-
skrá höfundar fylgir og er
á sjötta hundrað greina.
Ævi Björns er einnig rakin
í ýtarlegu máli og ættir og
efnið mjög myndskreytt.
Björn Sigfússon varð
þekktur þegar á námsár-
um sínum fyrir námsafrek
og sem útvarpsmaður um
íslenzkt mál, en megin-
störf hans varð bókvarzla
(háskólabókavörður 1945
- 1974). Björn þótti sér-
kennilegur í máli og fasi,
og snemma spunnust um
hann sögur, sem lifa.
Seinna bindi mun
koma út næsta vor.
790 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-563-1
Leiðb.verð: 6.700 kr.
PÉTUR
ZOPHONÍASSON
*■
VIKINGS
LÆKJARÆTT Ul
UATAl. QUOítíOAR EVjÚlf SOÓnUR
OG BJARNA MAllMRSSONAR
i2a-=a£f)
VÍKINGSLÆKJARÆTT
VIII. bindi
Nú er enn fram haldið
útgáfu þessa merka og
mikla ættfræðiverks sem
hófst að nýju á síðastliðnu
ári eftir nokkurt hlé. í
þessu bindi er 4. hluti h-
liðar ættarinnar, niðjar
Stefáns Bjarnasonar, í
þessari lotu niðjar Jóns
Guðmundssonar, Bryn-
jólfssonar, auk meginhluta
niðja Páls, seinast á Sela-
læk, Guðmundssonar,
Brynjólfssonar.
333 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-547-6
Leiðb.verð: 5.480 kr.
ÖLDIN TÓLFTA
Minnisverð tíðindi
1101-1200
Óskar Guðmundsson
Ritröðin um Aldirnar
skipar verðugan sess
meðal þjóðarinnar og nú
bætist Oldin tólfta í safn-
ið. Hún markar upphaf
blómatímabils í íslenskri
menningu, skólar voru
settir á laggirnar, í
klaustrum áttu athvarf
bóka- og fræðimenn og
norræna varð til sem lif-
andi ritmál. Menn undu
þó ekki værir í rjóma-
logni á tólftu öldinni,
heldur dundu yfir blóð-
ugir bardagar í Dölum
vestur og norður í landi
hristist allt og skalf í
þjóðlífinu - það var verið
að efna til Sturlungaaldar.
Astir, bækur og bardagar
settu svip sinn á tólftu
öldina á Islandi.
Bókin er litprentuð og
ríkulega búin myndum.
288 bls.
Iðunn
ISBN 9979-1-0452-X
Leiðb.verð: 5.880 kr.
ÞYKKSKINNA
Helgi Hannesson
Þykkskinna er úrval
sagnaþátta og ljósmynda
Helga Hannessonar frá
Sumarliðabæ (1896 -
1989). Hér er sagt frá
kunnum héraðsdraugum
Rangæinga eins og Kots-
móra og Gunnu Ivars,
kynntir til sögunnar hól-
búar og huldar vættir auk
þess sem fjöldi Rang-
æinga fyrri tíðar er leidd-
ur fram á sjónarsviðið.
Allar þessar persónur,
menn og vættir, verða les-
andanum ljóslifandi und-
ir meitluðu orðfæri og
frábærum frásagnarstíl
Helga.
í bókinni eru um 170
ljósmyndir sem Helgi tók
um og fyrir miðja 20. öld
og varpa einstöku ljósi á
horfinn aldarhátt. I ljós-
myndun var Helgi á und-
an sinni samtíð þar sem
hann gerði sér far um að
mynda hvunndagsleik-
ann í mannlífi Rangæ-
inga.
Þáttum og myndum er
hér fléttað saman auk
þess sem mikið af stökum
myndum prýða bókina
milli þátta.
Formála ritar Þórður
Tómasson safnvörður í
Skógum.
224 bls.
Sunnlenska bókaútgáfan
ISBN 9979-9603-0-2
Leiðb.verð: 3.900 kr.
140