Bókatíðindi - 01.12.2003, Síða 146
ÆMsögur og
Dætur Kína
BÆLD AR RADDIR
DÆTUR KÍNA
Bældar raddir
Xinran
Þýð.: Helga
Þórarinsdóttir
Dætur Kína er grípandi og
sársaukafull lýsing á lífi
kvenna í Kína eftir daga
Maós. Xinran, höfundur
bókarinnar, vann á út-
varpsstöð og hélt uppi
þætti sem þvert á allar
væntingar sló í gegn.
Fjöldi kvenna hafði sam-
band við hana og í skjóli
nafnleyndar afhjúpuðu
þær fyrir henni lífsskil-
yrði sem engan gat órað
fyrir að þær byggju við.
Þær sögðu henni frá
skelfilegu mótlæti, of-
beldi, nauðgunum, botn-
lausri fátækt og allsleysi
undir oki pólitískrar kúg-
unar og hefða. En þær töl-
uðu líka um ástina og
draumana og hvernig
þeim tókst að lifa af. A
þessum frásögnum byggir
hún þessa bók sem lætur
engan ósnortinn.
231 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-54-8
Leiðb.verð: 3.980 kr.
endurminniiigar
ÉG ER HANN DIEGO
Diego Armando
Maradona
Þýð.: Ingólfur Pétursson
Ævisaga Diego Maradona.
350 bls.
Golfreð
ISBN 9979-60-840-4
Leiðb.verð: 1.950 kr.
ÉG LIFI
Martin Gray
Þýð.: Kristín R.
Thorlacius
Þessi bók hefur vakið
fádæma athygli og hvar-
vetna verið metsölubók.
Þetta er ein sérstæðasta
og eftirminnilegasta ör-
lagasaga allra tíma, ótrú-
legri en nokkur skáld-
skapur, eins og veruleik-
inn er svo oft, saga um
mannlega niðurlægingu
og mannlega reisn, saga
viljaþreks sem ekkert fær
bugað.
404 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-31-9
Leiðb.verð: 1.590 kr.
Kilja
EINHVERS KONAR ÉG
Sjálfsævisögur
Þráinn Bertelsson
„Mín sérstöku leyndarmál
voru fátækt, móðurleysi
og geðveiki. Þrjú bann-
orð,“ segir Þráinn Bertels-
son sem hér leysir frá
skjóðunni um uppvaxtar-
ár sín og erfiðleika sem
engin börn ættu að þurfa
að þola. En töframáttur til-
verunnar er þó hvergi
langt undan. Þótt einelti
og þunglyndi hafi herjað
á, og sögumaður sitji uppi
með sára reynslu í fartesk-
inu af eftirminnilegu jóla-
haldi, skrautlegri skóla-
göngu, einsemd og lífs-
háska, er uppriíjun hans
bráðfyndin og mannleg í
senn og minnir lesandann
á að sorgir minnka um
helming þegar þeim er
deilt með öðrum - en
gleðin tvöfaldast.
327 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-70-X
Leiðb.verð: 4.480 kr.
Einræður
Steinóifs
i Ytri-Fagradal
EINRÆÐUR
STEINÓLFS
í Ytri-Fagradal
Finnbogi Hermannsson
Steinólfur Lárusson,
bóndi í Ytri-Fagradal á
Skarðsströnd í Dölum, er
stór í sniðum og sérstæður
maður á flesta lund. Jafn-
framt önnum búskaparins
hefur hann sinnt eigin
rannsóknum á ýmsum
fyrirbærum mannlífsins.
Tungutak hans er einkar
meitlað og fjölskrúðugt og
endurspeglar frumlega
hugsun og kímnigáfu. Hér
segir Steinólfur af sjálfum
sér, hugðarefnum sínum
og hugsjónum, og af
mannlífi á Skaxðsströnd
fyrr og síðar.
187 bls.
Þjóðsaga
ISBN 9979-3-2465-1
Leiðb.verð: 4.690 kr.
EINS OG ÉG MAN ÞAÐ
Elín Pálmadóttir
Elín Pálmadóttir á að baki
einstakan feril sem hún
lýsir í endurminningum
sínum á lifandi og áhuga-
verðan hátt svo úr verður
skemmtilegur samtíðar-
spegill. Elín hóf ung störf
hjá Sameinuðu þjóðun-
um í New York í árdaga
samtakanna í lok fimmta
áratugarins, kynntist
listamönnum í París á
sjötta áratugnum, ekki
síst Gerði Helgadóttur
144