Bókatíðindi - 01.12.2003, Side 150
Ævisögur og endurminningar
G u ð j ó n F r i ö r i k s s o n
' p
)ón
Sigurðsson
/1. V I S A (. A II
JÓN SIGURÐSSON
Ævisaga II
Guðjón Friðriksson
I þessu síðara bindi ævi-
sögu Jóns Sigurðssonar
rekur Guðjón Friðriksson
til enda sögu Jóns forseta,
þess manns sem Islend-
ingar hafa haft í meiri
hávegum en aðra. I ljós
kemur að Jón hefur lifað
viðburðaríkara og storma-
samara lífi en margir hafa
gert sér grein fyrir. Meðal
þess sem kemur á óvart
eru hinar mörgu upp-
reisnir gegn Jóni og ekki
er síður fengur að þeirri
mynd sem dregin er upp
af einkalífi Jóns, þar sem
hann hafði mörg járn í
eldi.
En jafnframt er hér sögð
ítarleg stjórnmálasaga
þess átakaskeiðs sem lagði
grunninn að íslandssögu
okkar tíma.
Guðjón Friðriksson er
einn vinsælasti rithöf-
undur þjóðarinnar og hef-
ur í tvígang hlotið
Islensku bókmenntaverð-
launin fyrir verk sín.
635 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2454-6
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Sögur • Kveðskapur • Gamanmál
KÁTIR KARLAR
Bragi Þórðarson
Þessi bók fjallar um
skemmtilega karla, sem
höfðu húmorinn í lagi og
áttu það sameiginlegt að
gleðja samferðafólk sitt
með gamanmálum og
skemmtiefni.
Höfundur bókarinnar,
Bragi Þórðarson útgef-
andi, hefur áður safnað
efni og ritað margar bæk-
ur, þar sem greint er frá
eftirminnilegum atburð-
um og skemmtilegu fólki.
Kátir karlar er 14. bók
hans. I þessari bók segir
hann sögur af körlum
sem hann þekkti per-
sónulega og birtir eftir þá
gamanvísur og annan
kveðskap. Þeir eru:
Theódór Einarsson,
Ragnar Jóhannesson,
Olafur Kristjánsson,
Valgeir Runólfsson og
Sveinbjörn Beinteins-
son.
Þá segir hann sögur af
Ólafi gossara og Guð-
mundi Th (Gvendi
truntu), en þeir voru
frægir fyrir hnittin tilsvör
og kyndugt hátterni.
Einnig fáanleg sem
hljóðbók.
224 bls.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-179-0
Leiðb.verð: 4.480 kr.
LÍFSÞORSTI OG
LEYNDAR ÁSTIR
- svipmyndir úr lífi
Gríms Thomsens og
nokkurra samferðar-
manna
Kristmundur Bjarnason
Grímur Thomsen, kaldur
og flár, segja sumir. Krist-
mundur Bjarnason segir
annað í þessari bók sem
kemur sannarlega á óvart.
Grímur er viðkvæmur
elskhugi dönsku óhemj-
unnar. Hann er leynilegur
erindreki Danakonungs í
London og verður góð-
kunningi Friðriks sjö-
unda. Hann er kvenna-
maður og orðrómurinn
kennir honum fleiri en
eitt barn.
263 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-21-8
Leiðb.verð: 4.380 kr.
LINDA
Ljós og skuggar
Reynir Traustason
Fegurð, frægð og verald-
leg velgengni skapa ekki
lífshamingjuna ... það
hefur Linda Pétursdóttir
fengið að sannreyna.
Fyrrum Ungfrú heimur og
ímynd glæsileika og vel-
gengni í viðskiptum á
seinni árum átti sér aðra
og stormasamari tilveru í
skugga ofbeldis og botn-
lausrar örvæntingar. A
flótta frá depurð og von-
LINDA
leysi lifði hún hratt - og
tæmdi bikarinn í botn,
þar til komið var að óum-
flýjanlegum krossgötum.
Og hún valdi réttu leið-
ina, leiðina til lífsins og
þeirrar Lindu sem hún
var búin að týna.
305 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-85-8
Leiðb.verð: 4.980 kr.
LJÓSATÍMI
Sigurður A. Magnússon
„Vísast er ég að eðlisfari
félagslyndur einfari..."
segir Sigurður A. Magnús-
son um sjálfan sig í þessu
lokabindi ævisögu sinnar
þar sem hann rekur við-
burði áranna frá því um
1980 og til þessa dags. í
bókinni kynnumst við
báðum hliðunum því hér
er að finna frásagnir af
mönnum og málefnum
148