Bókatíðindi - 01.12.2005, Blaðsíða 64
íslensk skáldverk
gullsmíðanema hefst annar
kafli í lífi hans. Rétt í þann
veginn sem hann er að
höndla hamingjuna tekur til-
veran þó sína stefnu og býr
honum og hans nánustu
óvænt örlög. Með Höfuð-
lausn slær Olafur Gunnars-
son á nýja strengi í sagna-
gerð sinni en hann hlaut
Islensku bókmenntaverð-
launin fyrir síðustu skáld-
sögu sína.
194 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-791-10-1
Leiðb.verð: 4.680 kr.
í DAG
Hugleibingar 366 íslendinga
fyrir hvern dag ársins
366 höfundar
Hugleiðingar 366 íslendinga
skrifaðar sérstaklega fyrir
þessa bók. Þeir deila með
lesendum veganesti út í dag-
inn. Þessi bók sýnir þver-
skurð af íslenskri hugsun um
Iffið og tilveruna. Hugleið-
ingarnar eru mjög persónu-
legar og sýna hvað fólki ligg-
ur á hjarta og lýsa því mjög
vel hvað fólk setur í forgang
í lífinu. Þær eru auðskiljan-
legar og uppbyggilegar, hafa
sterkar siðferðislegar og trú-
arlegar tilvísanir og vekja til
umhugsunar um það sem
skiptir máli, fordómalausar,
hlýlegar, nærandi og hress-
andi.
Það teljast vera tíðindi að
hátt í fjórða hundrað íslend-
ingaskrifi hugleiðingar sínar
í eina bók. Höfundarnir
koma af ýmsum sviðum
þjóðlífsins og margir eru
landskunnir. Einstök bók ætl-
uð íslendingum í dagsins
önnum.
384 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 9979-792-05-1
Leiðb.verð: 3.980 kr.
ÍFROSTINU
í FROSTINU
Jón Atli Jónasson
Drífa lifir í klóm tilbreyting-
arlauss lífs og þvælist milli
skylduverka og skemmtana
án tilgangs og stefnu. En öll
yfirborðssýn breytist þegar
við erum skyndilega stödd f
háskalegri hversdagsveröld
þar sem ekkert er sem sýnist,
þar sem óttinn magnast í
hverju skrefi ... í frostinu er
saga margra í nútímasam-
félagi, hún er ógnvænlega
kunnugleg og vekur til
umhugsunar, skemmtir og
særir í einni svipan. Hér er á
ferð fyrsta skáldsaga Jóns
Atla Jónassonar en hann er
eitt fremsta leikskáld þjóðar-
innar og hafa verk hans ver-
ið sviðsett víða um heim.
129 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-791-04-7
Leiðb.verð: 1.790 kr. Kilja
í FYLGD MEÐ
FULLORÐNUM
Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir
Steinunn Olína er löngu
landsþekkt fyrir störf sín á
fjölum leikhúsanna og í
sjónvarpi. Hún þreytir nú
frumraun sína sem rithöf-
undur með sögu um börn
handa fullorðnum. Skáld-
skapur eða minningar - þar
er efinn. Stúlka er að vakna
til vitundar um lífið og til-
veruna og afhjúpandi sýn
hennar vekur hjá lesendum
margvíslegar hugrenningar.
Dregin er upp Ijóslifandi
mynd af samferðafólki stúlk-
unnar og sagt frá litlum
atvikum - sumum sorgleg-
um, öðrum spaugilegum -
sem hrinda af stað marg-
þættri atburðarás. Hispurs-
laus frásögn og ósvikin
kímnigáfa lyfta lesendum á
flug.
213 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-791-28-4
Leiðb.verð: 4.680 kr.
ÍSLANDSLAG
Ritstj.: Garðar Baldvinsson
Bókin er safn smásagna,
Ijóða og sögukafla úr bók-
menntum eftir Vestur-íslend-
inga. Reynt er að gefa sann-
verðuga mynd af þessum
bókmenntaarfi sem að
mörgu leyti sker sig frá þeim
bókmenntum sem skrifaðar
hafa verið á íslandi. Höfund-
ar eru: Bína Björns, David
Arnason, Gísli Jónsson,
Grímur Grímsson (Björn B.
Jónsson), Guðrún H. Finns-
dóttir, Guttormur J. Gutt-
ormsson, Jakobína Johnson,
Jóhann Magnús Bjarnason,
Júlíana Jónsdóttir, Káinn,
Kristinn Stefánsson, Kristjana
Gunnars, Laura Goodman
Salverson, Sigurður J. Jóhann-
esson, Stephan G. Stephans-
son, William D. Valgardson,
og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.
Ritstjóri skrifar formála og
stutta kynningu um hvern
höfund.
345 bls.
GB útgáfa ehf.
ISBN 9979-9484-3-4
Leiðb.verð: 5.990 kr.
62