Bókatíðindi - 01.12.2005, Blaðsíða 206
Handbækur
er vel í alla helstu grunnþætti,
hvað ber að hafa í huga og
hvað ber að varast. Lesandinn
er einnig leiddur í gegnum
það ferli að setja heimasíðu
upp á Netinu. Allar myndirn-
ar í heftinu eru í lit.
80 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 9979-9724-0-8
Leiðb.verð: 2.180 kr.
HLJÓMAR
í BÓKSTAFLECUM
SKILNINCI
Ástvaldur Traustason
Þessi nýja kennslubók sýnir
á myndrænan hátt uppbygg-
ingu píanóhljóma, hvernig
þeir eru táknaðir með bók-
stafshljómum og kenndar
eru einfaldar aðferðir við
notkun þeirra. Bókin veitir
innsýn í djass- og dægur-
lagahljómfræði og í henni er
að finna töflur yfir allar
algengustu tegundir hljóma.
Hún er einkar aðgengileg
fyrir byrjendur og treystir
grunninn fyrir þá sem lengra
eru komnir.
113 bls.
Tónheimar ehf.
ISBN 9979-9723-0-0
Leiðb.verð: 2.900 kr.
Oskaup ehf.
760 Breiðdalsvik
S. 475-6670
ÍSLENSK KNATTSPYRNA
2005
Víðir Sigurðsson
Bókin er 224 bls, þar af 64 í
lit og því stærri en nokkru
sinni. Fjallað er um efstu
deild karla og kvenna, allar
deildir og flokka, bikarinn,
deildabikarinn, Reykjavíkur-
mótið, innanhússmót, lands-
leiki, Evrópuleiki ogatvinnu-
mennina.
Sérstakur bókarauki er um
i Eið Smára Cuðjohnsen, þar
sem ferill hans er rakinn. i
Bókin er gefin út í samstarfi ;
Tinds og KSÍ en í henni er að !
finna úrslit allra leikja í KSI-
mótum á árinu 2005. Yfir
; 500 myndir eru í bókinni.
j 224 bls.
Tindur
| ISBN 9979-9651-9-3
Leiðb.verð: 4.990 kr.
DÖNSK
ISLENSK
VASA
ORÐABOK
ÍSLENSK DÖNSK,
DÖNSK ÍSLENSK
VASAORÐABÓK
Ritstj.: Halldóra Jónsdóttir
íslensk-dönsk, dönsk-íslensk
vasaorðabók er vönduð
orðabók og geta notendur
gengið að nauðsynlegum
málfræðilegum upplýsing-
um, góðum merkingar-
skýringum og notkunar-
dæmum á aðgengilegan og
einfaldan hátt. í bókinni eru
um 37.000 uppflettiorð og
rúmlega 12.000 dæmi um
málnotkun. Cerð fyrri hluta
bókarinnar heyrir til tíðinda
því ekki hefur komið út ný
íslensk-dönsk orðabók um
áratuga skeið. Vasaorðabók-
in er þægilegt uppflettirit,
hvort sem menn ferðast um
Danmörku, stunda skóla-
nám eða nota tungumálin
við dagleg störf.
782 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2630-1
Leiðb.verð: 3.990 kr.
ÍSLENSK
FÆREYSK
ORÐABÓK
ÍSLENSK FÆREYSK
ORÐABÓK
Jón Hilmar Magnússon
Þrjú færeysk orð urðu upp-
hafið að þessari bók, sem nú
hefur að geyma nær því 51
þúsund uppflettiorð og
skýringar. Færeysk-íslensk
orðabók er sú fyrsta og eina
sinnar tegundar og nær til
u.þ.b. alls þess sem talað er
og skrifað á færeyska tungu;
í bókmenntum og listum, í
tækni- og fræðgreinum sem
og í nútíma talmáli. Baráttan
fyrir rétti færeyskunnar var
bæði löng og ströng. En
alþýðan varðveitti málið, og
gömul kvæði voru færð í let-
ur og gengu manna milli.
Svo eignuðust Færeyingar
eldheita baráttumenn og
skáld, sem ortu og skrifuðu á
færeysku, mótuðu hana og
fegruðu. Færeyskan er nán-
ust íslensku og það er merki-
legur áfangi sprottinn af
áhugamennsku höfundar að
orðasöfnun, sem hér lítur
dagsins Ijós og skipar vegleg-
an sess í safn orðabóka.
950 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-1 79-8
Leiðb.verð: 6.990 kr.
KONA MEÐ
SPEGIL
JAKOBSDÓTTIR
OG VERK HENNAR
KONA MEÐ SPEGIL
Svava Jakobsdóttir
og verk hennar
Ritstj.: Ármann Jakobsson
Svava Jakobsdóttir kvaddi
sér fyrst hljóðs á sjöunda
áratugnum og hefur einfald-
ur en áleitinn stíll hennar og
einstakt innsæi í mannlegar
tilfinningar og íslenskt sam-
félag skipað henni í fremstu
röð íslenskra rithöfunda.
Hér fjalla fræðimenn um
verk hennar frá ýmsum
sjónarhornum. Skyggnst er
undir yfirborðið og meðal
annars litið á samband
borgar og náttúru og fjallað
um goðsagnir sem hún
glímir við í skáldskap sín-
um. í bókinni er einnig að
finna æviágrip hennar og
fleira forvitnilegt sem varpar
204