Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 62
íslensk skáldverk
HINIR STERKU
Kristján Þórður Hrafnsson
Ung kona hefur áunnið sér
vinsældir og virðingu fyrir
skelegga stjórn á umræðu-
þætti eftir kvöldfréttir í sjón-
varpi. Röð óvæntra atburða
verður til þess að veröld
hennar hrynur til grunna.
Inn í margslungna sögu-
framvindu þar sem áform,
væntingar og langanir ólíkra
einstaklinga rekast á, fléttast
áleitnar spurningar um
stjórnmálahugmyndir, lífs-
viðhorf og gildismat í sam-
tímanum.
Hinir sterku er magn-
þrungin skáldsaga um átök á
milli fólks, skemmdirnar í lífi
þess og sárin sem það felur.
Þetta er önnur skáldsaga
höfundar.
192 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2693-X
Leiðb.verð: 4.290 kr.
o
FÉLAG ÍSLENSKRA
BÓKAÚTGEFENDA
BÓKATÍÐINDI 2005
HINSTA BÓNIN
Guðbjörg Tómasdóttir
Þetta er áhrifamikil örlaga-
saga um harða lífsbaráttu,
flókið ættarferli og slysfarir.
Sagan er látin gerast á fyrri
hluta síðustu aldar.
192 bls.
Guðbjörg Tómasdóttir
ISBN 9979-9541-1-6
Leiðb.verð: 3.500 kr.
Osp Viggósdóttir
HJARTAHREINIR
ÆVIDAGAR ÚLFS
Ösp Viggósdóttir
Níunda sumar Úlfs reynist
viðburðaríkt: Hann finnur
fjöður af engli, konur funda
og undirbúa framboð til
þings, upp kemst um leynd-
armál Húans, Argentínu-
mannsins í næsta húsi, og
það kemur í Ijós að Guð
vinnur mest á sunnudögum,
sjálfum hvíldardeginum.
Sunnudagar eru annars best-
ir, þá hittir maður Guð og
fær pönnukökur. Heillandi
saga um það hvernig ungur
drengur skynjar heiminn og
hvað breytir heimsmynd
hans.
114 bls.
Haraldur íkorni ehf.
ISBN 9979-9378-1-5
Leiðb.verð: 1.690 kr. Kilja
HRAFNINN
Vilborg Davíðsdóttir
Naaja er ung kona sem elst
upp meðal inúíta á Græn-
landi á 15. öld. Hún samlag-
ast illa og er gerð brottræk úr
samfélaginu ásamt sérvitr-
um föður sínum. Þá gerast
voveiflegir atburðir sem
reyna á styrk hennar svo um
munar.
Hrafninn er spennandi og
áhrifarík skáldsaga um fram-
andi menningu og það sem
gerist þegar ástir og örlög
rekast á þykka veggi for-
dóma og hefða.
Vilborg Davíðsdóttir er
þekkt fyrir sögulegar skáld-
sögur sínar sem notið hafa
mikilla vinsælda, t.d. Korku
saga, Eldfórnin og Caldur.
280 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2681-6
Leiðb.verð: 4.690 kr.
HÚS ÚR HÚSI
Kristín Marja Baldursdóttir
Hús úr húsi er listilega flétt-
uð og spennandi skáldsaga
um uppreisn gegn hvers-
dagsleikanum og hina enda-
lausu leit að ást og lífsham-
ingju. Áhrifamátt sinn á hún
ekki síst undir snjöllum
umhverfis- og mannlýsing-
um.
„Allt mitt líf hefur verið
fagurt." Þessi orð láta undar-
lega í eyrum Kolfinnu sem er
nýflutt heim til mömmu
sinnar eftir lánlausa sambúð
og fær ekkert skárra að gera
en leysa ólétta vinkonu sína
af við þrif hjá misjafnlega
hreinlátu fólki í Þingholtun-
um.
285 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-1769-8
Leiðb.verð: 1.799 kr. Kilja
HÖFUÐLAUSN
Ólafur Gunnarsson
Um stundarsakir breytist
Reykjavík úr þorpi í borg
þegar hópur leikara og lista-
manna kemur til landsins til
að filma „Sögu Borgarættar-
innar". Jakob Ólafsson gerist
bflstjóri útlendinganna og ný
veröld lýkst brátt upp fyrir
honum; hann kynnist ýms-
um nafntoguðum persónum,
heillast af aðalleikkonunni
og draumórar fara á flug. En
þegar Jakob hittir Ásthildi
60