Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 166
Fræði og bækur almenns efnis
Tímarit
Hugvísindastofnunar
RITIÐ 1/2005
- Orð og mynd -
Ritstj.: Gunnþórunn Guð-
mundsdóttir og Svanhildur
Óskarsdóttir
Fimm fræðimenn fjalla um
tengsl orða og myndar frá
ýmsum sjónarhornum: Gerð
er grein fyrir sambandi
myndmáls og tungumáls í
Ijósi túlkunaraðferða list-
fræðinnar; fjallað um mál í
myndum Dieters Roth;
kannað samspil texta og
mynda í barnabókunum um
Snúð og Snældu; raktar
kenningar á sviði sjónmenn-
ingarfræða þar sem hug-
myndir um einfaldleika sjón-
rænnar skynjunar eru teknar
til gagnrýnnar skoðunar og
fjallað um myndrænan orða-
forða táknmála. Þá birtast í
þýðingu greinarnar „List eft-
ir heimspeki" eftir Joseph
Kosuth og „Retórík myndar-
innar" eftir Roland Barthes
loks er birt í heftinu röð sex
mynda Hugleiks Dagssonar
sem ber heitið Bjargið okkur.
193 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-655-7
Leiðb.verð: 2.500 kr. Kilja
Tímarit
Hugvísindastofnunar
Háskóla íslands
RITIÐ 2/2004
- Fornleifarœði -
Ritstj.: Jón Ólafsson og
Svanhildur Óskarsdóttir
Þema heftisins er Fornleifa-
fræði og fjalla fjórir fræði-
menn um það efni. Þá eru í
ritinu geinar um tjáningar-
frelsi og friðlýsingar auk
aðsendra greina og þýðinga.
258 bls.
Háskólaútgáfan
ISSN 1670-0139
Leiðb.verð: 2.500 kr. Kilja
Ritið:3/2004
Timarit Hugvisindastofnundr
Tímarit
Hugvísindastofnunar
RITIÐ B/2004
- Falsanir -
Ritstj.: Jón Ólafsson og
Svanhildur Óskarsdóttir
Fjallað er um blekkingar,
dulargervi og fals, einkum á
sviði bókmennta og lista.
Birtar eru myndir af
nokkrum þeim verkum sem
komu við sögu í Stóra mál-
verkafölsunarmálinu í grein-
um þeirra Erlu S. Árnadóttur
og Áslaugar Thorlacius.
Byron lávarður er umfjöll-
unarefni Guðna Elíssonar. í
greininni „I hverju felast
breytingarnar og hvað fela
þær?" fjallar Soffía Auður
Birgisdóttir um klausturdag-
bækur Halldórs Laxness og
þær breytingar sem skáldið
gerði á þeim fyrir útgáfu
þeirra rúmum sextíu árum
síðar.
í grein Gunnþórunnar
Guðmundsdóttur „Eins og
þessi mynd sýnir... Falsaðar
Ijósmyndir og skáldskapur á
Ijósmynd" er heimildagildi
Ijósmyndarinnar tekið til
umfjöllunar. Hermann Stef-
ánsson skrifar um bókina
Ólöf eskimói ogjón Ólafsson
fjallar um stuld og svindl í vís-
indasamfélaginu. Loks birtast
þýðingar á tveimur lykilgrein-
um á sviði þýðingafræði.
217 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-654-9
Leiðb.verð: 2.500 kr. Kilja
C
0)
1_
CL
+-1
(/) PORBJORN
~ BRODDASON
4—*
cc
RITLIST, PRENTLIST,
NVMIÐLAR
Þorbjörn Broddason
í bókinni er stiklað á sögu-
legum áföngum íþróun boð-
skipta og fjölmiðlunar og
þannig leitast við að varpa
Ijósi á rætur nútímafjölmiðl-
unar. Fjallað er um aldaskil-
in, sem urðu við uppgötvun-
ar prentlistarinnar á fimm-
tándu öld, og hin miklu átök,
sem spruttu upp í kjölfarið.
Sýnt er fram á hvernig
þessi átök hafa staðið fram á
þennan dag og birtist meðal
annars í íslenskri dægurpólit-
ík. Rætt er um forsendur
fréttamats og hina stöðugu
glímu blaða- og fréttamanna
við hlutlægnisvandann. Loks
er vikið að hinum stórstfgu
breytingum, sem núlifandi
kynslóðir eru vitni að: sam-
virkni og gagnvirkni ólíkra
miðla og boðskiptahátta,
sem segja má að hafi að
nokkru bylt forsendum
mannlegra samskipta.
Sjónarhorn höfundar er
almennt og alþjóðlegt og
vísað er til nokkurra merk-
ustu kenningasmiða fjöl-
miðlafræðanna á tuttugustu
öld, en jafnframt er textinn
með sterku íslensku ívafi.
110 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-657-3
Leiðb.verð: 2.490 kr. Kilja
SAGA ÍSLANDS VIII
(8. bindi)
Lýður Björnsson
Þóra Kristjánsdóttir
Guðbjörn Sigurmundsson
Ritstj.: Sigurður Líndal
I þessu bindi lýsir Lýður
Björnsson sagnfræðingur við-
horfum landsmanna til 18.
aldarinnar, gerir grein fyrir
mannfjöldaþróun, stjórnskip-
un og stjórnsýslu, verslun og
öðrum atvinnuvegum, þar á
meðal nýjungum sem reynt
var að hrinda í framkvæmd.
Guðbjörn Sigurmundsson
bókmenntafræðingur ritar
um bókmenntir aldarinnar,
þar á meðal áhrif upplýsing-
arinnar á þær. Þóra Kristjáns-
164