Bókatíðindi - 01.12.2005, Blaðsíða 174
Fræði og bækur almenns efnis
Náttúruskoðarinn I
ÚR DÝRARÍKINU
Bjarni E. Guðleifsson
Fjallað er um húsdýrin okk-
ar, fugla, dýr í sjó og vatni,
mold og gróðri. Bjarni gerir
þetta með sínum sérstaka og
persónulega hætti, er í senn
fræðandi og skemmtilegur.
Heillandi bók um dýrin í
kringum okkur.
126 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-57-9
Leiðb.verð: 1.980 kr.
ÚTKALL
hernabarleyndarmál
Óttar Sveinsson
Ein allra stærsta björgun
íslandssögunnar var þegar
lítil hersveit undir stjórn
íslenska skipstjórans Einars
Sigurðssonar kom hátt í tvö
hundruð aðframkomnum
sjóliðum til bjargar eftir að
stolt kanadíska flotans, tund-
uspillirinn Skeena, strandaði
við Viðey í foráttuveðri 25.
október 1944. Hér varpa
einstakar frásagnir Kanada-
manna og Islendinga nýju
Ijósi á björgunar-og hermála-
sögu Islands með lýsingu á
einum örlagríkasta atburði
stríðsins hér á landi. Hulunni
svipt af hernarleyndarmál-
inu. Enn ein spennubók Ótt-
ars Sveinssonar byggð á
raunverulegum atburðum.
216 bls.
Útkall ehf.
ISBN 9979-9728-0-7
Leiðb.verð: 4.490 kr.
VEGURINN TIL KRISTS
Ellen G. White
Þýð.: Sigurður Bjarnason
Þessi bók, sem hefur komið
út í ótal útgáfum á meira en
100 tungumálum í tugum
milljóna eintaka hefur fært
miklum fjölda fólks um heim
allan uppörvun og huggun
og vísaði þeim veginn til
hans sem einn getur uppfyllt
brýnustu þarfir mannkyns-
ins.
146 bls.
Frækornið
ISBN 9979-873-06-X
Leiðb.verð: 1.390 kr.
VERK
HANDA
ÞINNA
Um skopunartexta oq skópunartru
i Gamla testamentinu
Kristinn Ólason
VERK HANDA ÞINNA
Kristinn Ólason
„Þegar ég horfi á himininn,
verk handa þinna, tunglið og
stjörnurnar, sem þú hefur
skapað".
Þessi orð úr 8. Davíðs-
sálmi lýsa hugmyndum um
sköpun heimsins sem fylgt
hafa mannkyninu frá örófi
alda. Óhætt er að fullyrða að
sköpunartextar Biblíunnar
hafi haft veruleg áhrif á
heimsmynd Vesturlanda. í
þessari bók leitast höfundur
við að skýra nokkra helstu
texta Gamla testamentisins
sem fjalla um sköpun heims-
ins. Hvaðan koma sköpunar-
hugmyndir Biblíunnar?
Hvert er markmið sköpunar-
textanna? Hafa þeir ein-
hverja merkingu nú á dög-
um?
Verk handa þinna er að
meginstofni fyrirlestrar Þóris
Kr. Þórðarsonar sem höfund-
ur flutti veturinn 2003-2004
og styrktir voru af Kristni-
hátíðarsjóði.
200 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-682-4
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
VIÐ OG VERÖLDIN
Heimsmynd íslendinga
1100-1400
Sverrir Jakobsson
í bókini fjallar höfundur um
heimsmynd í samhengi við
íslenskt samfélag á tilteknum
tíma, frá því að ritmenning
breiðist út á íslandi um 1100
og fram til 1400 þegar hún
hefur tekið á sig allskýra
drætti. Með heimsmynd er
átt við kerfi til að lýsa heim-
inum, nánar tiltekið hinum
sýnilega heimi og þeim sem
hann byggja. Heimsmyndin
Ijær fyrirbærum í umhverf-
inu merkingu, setur þau í
samhengi við eitthvað þekkt
og áþreifanlegt. í íslenskum
miðaldaritum birtist heims-
mynd þess útvalins hóps
sem var ekki séríslensk,
heldur átti samkenni með
heimsmynd klerka og
menntamanna annars staðar
í hinum kristna heimi.
Heimsmynd íslendinga átti
sér sérkenni en þau felast
ekki síst í dugnaði íslendinga
við að tileinka sér kaþólska
heimsmynd.
424 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-621-2
Leiðb.verð: 3.490 kr. Kilja
172