Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 190
Ævisögur og endurminningar
Gæfuleit
4, rt: 'fl* •
f t B......
I, 1 IS-
Ævisaga
Þorsteins M. Jónssonar
CÆFULEIT
Ævisaga Þorsteins M.
jónssonar
Viðar Hreinsson
Hann var einn af stofnend-
um Framsóknarflokksins,
þingmaður, skólastjóri og
útgefandi. Hann bjargaði
Cagnfræðaskólanum á Akur-
eyri frá hruni og gaf út Dav-
íð Stefánsson. Viðar Hreins-
son sýnir enn á ný hvers
hann er megnugur. Frábær
ævisaga um forvitnilegan
mann sem hafði áhrif.
258 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-67-6
Leiðb.verð: 4.680 kr.
HANNES HAFSTEIN
HANNES HAFSTEIN
Kristján Albertsson
Um fáa menn íslandssög-
unnar leikur meiri Ijómi en
Hannes Hafstein - skáldið
ástsæla, glæsimennið og
fyrsta ráðherra íslendinga.
En hver var maðurinn Hann-
es Hafstein? Hvernig skáld
var hann? Hvaða spor mark-
aði hann í þjóðarsögunni?
Hvernig stjórnmálaforingi
var hann? Ævisaga Hannes-
ar Hafsteins eftir Kristján
Albertsson er eitt af klassísk-
um verkum íslenskra bók-
mennta, skrifuð af listfengi,
þekkingu og innsæi. Bókin
vakti geysimikla athygli þeg-
ar hún kom fyrst út - og var
ákaft deilt um söguskoðun
hennar. En allir voru á einu
máli um að hún væri frábær-
lega vel skrifuð, listilega
uppbyggð og einstaklega
læsileg.
512 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 9979-9680-0-1
Leiðb.verð: 1.590 kr. Kilja
HERRA ROKK
ÁsgeirTómasson
Rúnar Júlíusson stendur á
sextugu. Hann gekk í bítla-
hljómsveitina Hljóma úr
Keflavík átján ára að aldri,
var kominn á toppinn stuttu
síðar. Við upphaf tónlistarfer-
ilsins stóð knattspyrnuferill-
inn sömuleiðis í blóma,
þannig að þá var bara að
bíta á jaxlinn og reyna að
gera sitt besta á báðum
vígstöðvunum. í bókinni
Herra Rokk lítur hann yfir
tón I istarferi I i nn til þessa
dags, rifjar upp gömul afrek
af knattspyrnuvellinum og
segir frá öðrum baráttumál-
um sínum svo sem því að
halda lífi eftir að í Ijós kom
fyrir nokkrum árum að hann
hafði verið með hjartagalla
frá fæðingu.
250 bls.
Tindur
ISBN 9979-9651-7-7
Leiðb.verð: 4.880 kr.
HUGSJÓNAELDUR
- minningar um Einar
Olgeirsson
Solveig Einarsdóttir
Einar Olgeirsson var einn
áhrifamesti stjórnmálamaður
síðustu aldar á íslandi, leið-
togi kommúnista, heillaði
marga með annálaðri
mælsku sinni og var mjög
dýrkaður í sinn hóp.
í þessari bók fjallar Sol-
veig dóttir hans um föður
sinn frá ýmsum hliðum, en
lýsir meðal annars sinni sýn
á menn og málefni. Meðal
annars kemur fram hvernig
var að vera barn kommún-
istaforingja á tímum kalda
stríðsins, en ekki síst fjallar
þessi bók um afl hugsjóna
og hverju er til fórnandi í
þeirra þágu.
320 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2703-0
Leiðb.verð: 4.690 kr.
í CYLLTUM RAMMA
Saga Sigríöar
Þorvaldsdóttur leikkonu
Jón Hjartarson
Sigríður á að baki glæsta
sigra á leiksviði, ekki síst sem
söngleikjastjarna, og varð
fegurðardrottning íslands
ung að árum. Hún varð
yngst kvenna til að Ijúka
námi sem hárgreiðsludama
og prófi frá Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins, 17 ára! Á
hátindi frægðarinnar fékk
hún heilablæðingu og varð
að læra málið aftur. Hún lét
þó ekki bugast og vann sig-
ur á ný.
I gylltum ramma er
skemmtileg bók með fjölda
mynda, að sjálfsögðu héðan
(úr einkalífi, af leiksviði, frá
alþingi, af ýmsum viðburð-
um) en einnig frá Holly-
wood, Langasandi, Dallas
(leikkona í þrjú ár), Noregi,
Frakklandi (leikferðir) og
Grikklandi.
I gylltum ramma er saga
lífsglaðrar og bjartsýnnar
konu sem hefur sannarlega
þurft á þeim eiginleikum að
halda.
224 bls.
Bókaútgáfan Æskan
ISBN 9979-767-34-0
Leiðb.verð: 4.880 kr.
188