Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 74
Islensk skáldverk
Þetta er bráðskemmtileg og
grafalvarleg bók um framhjá-
hald í Reykjavík, sjálfsfróun í
Portúgal og sigur dauðans.
220 bls.
Bjartur
ISBN 9979-788-30-5
Leiðb.verð: 3.980 kr.
STEINTRÉ
Gyrðir Elíasson
24 nýjar sögur eftir Gyrði
Elíasson. Gyrðir dregur fram
stórar sögur í fáum línum,
skapar andrúmsloft sem er
svo nákomið lesandanum að
hann skynjar hvert blæ-
brigði, lit og ilm. Og um leið
opnar hann sýn inn í heima
þar sem fjallað er um stórar
spurningar um Iff og dauða,
um hamingju mannanna,
vonir þeirra og drauma. Þess
vegna er hver ný bók Gyrð-
is viðburður, lesturinn
dýrmæt reynsla.
130 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2598-4
Leiðb.verð: 4.490 kr.
SUMARLJÓS, OG SVO
KEMUR NÓTTIN
Jón Kalman Stefánsson
Jón Kalman Stefánsson hefur
á undanförnum árum skapað
persónulegan og seiðandi
sagnaheim. Hann heldur
áfram að víkka út sagnaheim
sinn, að þessu sinni með
óvenjulegu sagnasafni. Sögu-
sviðið er smáþorp á Vestur-
landi þar sem hver fbúinn á
fætur öðrum reikar ráðþrota
um villugjörn öngstræti
hjartans. Jón Kalman var til-
nefndur til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs fyrir
bækurnar Sumarið bakvið
brekkuna og Ýmislegt um
risafurur og tímann.
214 bls.
Bjartur
ISBN 9979-788-17-8
Leiðb.verð: 4.280 kr.
SVARTUR Á LEIK
Stefán Máni
Hinn margslungni Stebbi
psycho, hraustmennið Tóti,
hinn dularfu11i Brúnó, Dagný ;
hin fagra, Jói faraó og Frosta-
skjólstvíburarnir Krummi og
Klaki - allt eru þetta leikend-
ur i óvæntri og margbrotinni
fléttu sem spannar nær tvo
áratugi. í bókinni Svartur á
leik dregur Stefán Máni upp
trúverðuga og sannfærandi
mynd af undirheimum
Reykjavíkur. Hraði og spenna
eru í fyrirrúmi og farin er
sannkölluð rússíbanareið
gegnum íslenska glæpasögu
síðustu áratuga.
Tilnefnd til Glerlykilsins,
norrænu glæpasagnaverð-
launanna.
550 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2601-8
Leiðb.verð: 1.799 kr. Kilja
iðoiuwa^nAR
ÁRNI ÞÓRARINSSON
TÍMI NORNARINNAR
Árni Þórarinsson
Á Hólum í Hjaltadal ætla
menntaskólanemar frá Akur-
eyri að frumsýna Galdra-
Loft og Einar blaðamaður
mætir á vettvang til efnisöfl-
unar. Á leið sinni þaðan þarf
hann að sinna nýrri frétt:
Kona hefur fallið útbyrðis í
flúðasiglingu, einni af hinum
vinsælu óvissuferðum starfs-
mannafélaganna í landinu.
Skömmu síðar er hún látin.
Þetta er fyrsta en ekki síðasta
dauðsfallið í fskyggi legri
atburðarás þessarar nýju
sakamálasögu um ævintýri
Einars blaðamanns. Tími
nornarinnarer hugmyndarík,
gamansöm og hörkuspenn-
andi saga.
384 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-791-15-2
Leiðb.verð: 4.680 kr.
\ristL.~.
TÚRISTI
Stefán Máni
Stórt seglskip er statt í sjávar-
háska um miðjan vetur und-
an klettóttri strönd. Skipverj-
ar hamast við að berja ísinn
og biðja til Guðs, allir nema
einn: Sá sem er bundinn við
stórsigluna ogformælir heim-
inum, almættinu og lífinu.
Hann er Ifka sá eini sem
kemst af. 400 árum síðar er
beðið eftir að hann stígi á
svið ...
297 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2687-5
Leiðb.verð: 4.690 kr.
S Bókhlaðan,
ísafirði sími 456-3123
72