Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 184
Ævisögur og
endurminningar
AFBRIGÐI OG
ÚTÚRDÚRAR -
SAGNAÞÆTTIR
Kjartan Sveinsson
Kjartan Sveinsson skjala-
vörður við Þjóðskjalasafn
Islands í fimm áratugi var
fágætur sagnamaður og á
löngum ferli kynntist hann
fjölmörgum eftirminnilegum
persónum, sem settu svip
sinn á mannlífið í Reykjavfk.
I þessu sérstæða ritverki
bregður hann upp bráðlif-
andi myndum af samferða-
mönnum sínum af fágætu
hispursleysi og húmor. Sagna-
þættina skráði Kjartan á
löngu árabili, en mælti svo
fyrir að þeir mættu ekki birt-
ast á prenti fyrr en eftir alda-
mótin 2000.
301 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2649-2
Leiðb.verð: 4.690 kr.
FÉLAG ÍSLENSKRA
BÓKAÚTGF.FENDA
AFMÖRKUÐ
STUND
MARU.I IRSSON
AFMÖRKUÐ STUND
Ingólfur Margeirsson
„Öllu er afmörkuð stund, og
sérhver hlutur undir himnin-
um hefir sinn tíma. Að fæð-
ast hefir sinn tíma og að
deyja hefir sinn tíma."
Ingólfur Margeirsson, rithöf-
undur og blaðamaður, var
minntur harkalega á þessi
orð Prédikarans í Biblíunni
þegar hann fékk heilablóð-
fall síðsumars 2001. Skyndi-
lega stóð hann á krossgöt-
um, á einni svipstundu
umturnaðist líf hans.
Afmörkuð stund er mögn-
uð frásögn af alvarlegum
veikindum og einstakri bar-
áttu úr faðmi dauðans til lífs-
ins en öðrum þræði af hug-
leiðingum manns sem
skyndiiega er staddur í
nýjum og óvæntum veru-
leika og þarf að laga sig að
nýrri tilveru. Sagan spannar
eitt ár frá áfallinu en teygir
sig þó allt til dagsins í dag.
Afmörkuð stunder einstök
lesning og mikil uppörvun
fyrir alla þá sem lent hafa í
alvarlegum skakkaföilum í
lífinu og aðstandendur
þeirra. Bókin fjallar á góðu
og auðskiljanlegu máli um
hverfulleika lífsins og átök
við brigðula tilveru.
Lifandi og sönn frásögn
eins og Ingólfi Margeirssyni
er einum lagið.
Bók sem breytir lífssýn
þinni.
201 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-56-5
Leiðb.verð: 4.280 kr.
ARABÍUKONUR
Samfundir í fjórum löndum
Jóhanna Kristjónsdóttir
A Vesturlöndum er iðulega
dregin upp einsleit mynd af
konum í arabískum samfé-
lögum - þær eru kúgaðar,
ómenntaðar og ganga allar
með slæður eða hulið andlit.
Jóhanna Kristjónsdóttir hélt
til fundar við konur í fjórum
Austurlöndum, Jemen, Óm-
an, Egyptalandi og Sýrlandi,
í því skyni að kynnast stöðu
þeirra og viðhorfum. Við-
mælendur hennar eru á öll-
um aldri og úr ýmsum stétt-
um, allt frá 14 ára sölustúlku
til konu á ráðherrastóli.
Útkoman er áhrifamikil og
óvenjuleg bók sem varpar
nýju Ijósi á áleitin efni sem
eru mjög í deiglunni.
Arabíukonur fékk frábærar
viðtökur jólin 2004 og varð
ein metsölubóka þess árs.
245 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2644-1
Leiðb.verð: 1.799 kr. Kilja
AUÐUR EIR
Sólin kemur alltaf upp á ný
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Edda Andrésdóttir
Auður Eir hefur verið með
storminn í fangið um árabil
og líf hennar einkennst af
einurð, baráttuvilja og þraut-
seigju. Saga hennar er í senn
saga sigurvegara og eins
konar leiðarvísir um lífið
sem á að geta komið öllum
að gagni. Mögnuð ævisaga.
328 bls.
Veröld
ISBN 9979-789-01-8
Leiðb.verð: 4.990 kr.
182