Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 5
10. Stjórnunar- og þjónustudeild: 400 m2
11. Vinnuherbergi fyrir starfsmenn útlánsdeilda: 100 m2
12. Kaffistofa og önnur aðstaða fyrir starfsmenn t.d. fata-
hengi, munaskápar, sturta: 100 m2
13. Fundaherbergifyrir starfsmenn og almenning t.d.fyrir
námskeið, safnkynningar og sögustundir: 70 m2
14. Sérútlánadeild (skipasöfn, bókin heim): 130 m2
15. Bófeageymslur: 400 m2
Rýmisþörf samtals: 3000 m2 nettó
Til að standa sem best að undirbúningi var farið yfir
staðla varðandi bókasafnshúsnæði og -búnað og leitað í
smiðjur innlendra og er-
lendra aðila sem höfðu stað-
ið í sömu spomm. Núverandi
borgarbókavörður, Anna
Torfadóttir, sótti ráðstefnur
erlendis þar sem fjallað var
um bókasafnabyggingar og -
búnað, m.a. í Hollandi þar
sem Bretinn Harry Faulkner-
Brown hélt erindi og kynnti
hugmyndir sínar að skipu-
lagningu bókasafna en hann
leggur mikla áherslu á sam-
vinnu bókavarða og arkitekta
við hönnun og skipulagningu
bókasafna.
Myndaðir vom vinnuhópar starfsmanna sem skiptu
með sér verkum við að skipuleggja hverja deild nýja
safnsins fyrir sig. Það þurfti að ákveða hvernig búnað
þurfti, hvernig hillur og hversu margar, hvernig tölvur
og hversu margar, hvernig húsgögn o.fl. o.fl.
Innkaupastofnun Reykjavíkur sá um útboð á bún-
aði samkvæmt
reglum borgarinnar.
Ofnasmiðjan, GKS
og Nýherji áttu lægstu
tilboð í bókasafns-
búnað, húsgögn og
tölvubúnað.
Undirbúningur að
sjálfum flutningunum
hófst haustið 1999
þegar ákveðið var að
lestararsalur aðal-
safns yrði ekki opnað-
ur aftur að loknu sum-
arfríi. Ákveðið var að
nota húsnæði hans
sem miðstöð flutning-
anna. Þar var m.a.
gengið frá nýjum bók-
um sem fóm beint
ofan í kassa, sett var þjófavörn í gamlar bækur því gert
var ráð fyrir þjófavarnarhliði í nýja safninu o.s.frv.
Sálfræðingur var fenginn til að halda fyrirlestur til
að efla liðsandann fýrir flutningana. Ekki var einungis
verið að flytja eitt safn í nýtt húsnæði heldur sameina
útlánsdeild aðalsafns og skrifstofu. Áhersla var lögð á
að þessi sameining gengi sem best og menn legðu
jákvæðir af stað.
Mikið var lagt upp úr að starfsmenn væm ánægðir
þrátt fýrir hið aukna álag er fýlgir flutningum. Einnig var
þeim fyrirfram gert ljóst að þetta yrði mikil vinna og fýr-
irskipanir gætu orðið mjög misvísandi. Það reyndist rétt
því á ýmsu gekk þegar byrjað var að pakka. Menn héldu
þó ró sinni og hliðmðu jafnframt til með sumarfrí.
Flutningar
Að ýmsu er að hyggja þegar
svo stórt bókasafn er flutt,
safn sem telur um 160.000
eintök. Eignatalning var
gerð og safnkosturinn þjófa-
varinn um leið og honum
var pakkað niður í kassa.
Mikið magn af safnefni var
afskrifað vegna þess að það
var úrelt eða illa farið. Allt
árið á undan hafði markvisst
verið farið yfir bókakostinn
og lélegar bækur afskrif-
aðar og nýjar keyptar. Bæk-
ur höfðu einnig verið pantaðar og keyptar erlendis frá
í nokkra mánuði og var viss fjárhæð ætluð til þessara
kaupa.
Nýjungar í starfsemi kalla á nýjungar í safnefni og
það hafði verið ákveðið að auka við bókakostinn á
ýmsum sviðum, s.s. á sviði tónlistar, kvikmynda og
myndlistar. Einnig
var það metnaðar-
mál starfsmanna að
bækur væru nýjar og
hreinar á nýjum stað.
Lengi vel var von-
ast til að hægt yrði að
fá geymslur í kjallara
lestrarsalar að Þing-
holtsstræti 27 leigðar
áfram en það tókst
ekki. Því þurfti að
hafa hraðar hendur
að tæma þær. Handa-
gangur var í öskjunni
þegar teknar vom
ákvarðanir um líf eða
dauða bókar. Á alveg
ótrúlega smttum tíma
var geymslan tæmd en
í henni höfðu verið um 26.000 eintök.
Svo þurfti að kaupa kassa og kaupa fleiri kassa og enn
Afgreiðslan í aðalsafni 16. ágúst, tveimur dögumfyrir opnun.
Forstöðumenn safnanna í Grófarhúsi uið opnunina 18. ágúst
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
3