Bókasafnið - 01.01.2001, Page 6
fleiri kassa (kassafjöldinn varð að lokum um 3000) og
ungt og sprækt sumarafleysingafólk var ráðið til starfa.
Er kom að sölu á húsgögnum safnsins og bókasafns-
búnaði hófst alveg nýtt tímábil í starfssögu starfsmanna
safnsins, starfsmanna með meira en 20 ára starfsald-
ur í Borgarbókasafni. Um tíma líktist lestrarsalurinn
götumarkaði í erlendri stórborg.
18. júní 2000 fluttist skrifstofa safnsins inn á 4.
hæðina í Tryggvagötu 15.
Stuttu síðar var safnefni
lestararsalar flutt og köss-
unum staflað upp í ófrá-
gengið húsnæði á 5. hæð.
Hafist var handa við að
pakka, eignatelja og þjófa-
verja safnkostinn í Esjubergi
1. júlí og tók það um hálfan
mánuð með góðri hjálp
starfsmanna úr öðrum deild-
um Borgarbókasafns. Hillur í
útlánssal voru hálftómar í
vissum bókaflokkum því
gestir safnsins höfðu hjálp-
að til við að flytja safnið.
Allan júnímánuð voru þeir
hvattir til að taka mikið að
láni og skila því ekki fyrr en í
september. Þeir tóku þessu
afar vel og fóru klyfjaðir
heim. Þegar aðalsafni var
lokað þann 30. júni voru síð-
ustu gestir þar kvaddir með
virktum og starfsmenn
skrifstofunnar, sem þegar
voru fluttir, sáu til þess að
starfsmenn aðalsafns gerðu
sér glaðan dag er dyrum
Esjubergs hafði verið lokað
kl. 19:00. Það var með blendnum hug sem starfsmenn
kvöddu þetta gamla hús, því þrátt fyrir þrengslin áttu
flestir þaðan góðar minningar.
Þá hófst enn nýr kafli í sögu flutninganna. Bið varð
á því að hægt yrði að koma nýju safni fýrir í Gróf-
arhúsi. Steinsteypa, hillur, bækur, bókakassar, bóka-
verðir og iðnaðarmenn þvældust hvert um annað í
einum hrærigraut. Það þurfti mikið af góðu skapi,
stjórnkænsku og hæfilegu magni af kæruleysi til að
halda sönsum í því ástandi sem þar ríkti. Myndin hér
að framan sýnir hvemig var umhorfs á afgreiðslusvæð-
inu á 1. hæð þann 16. ágúst en safnið var formlega
opnað tveimur dögum síðar. Það er verið að dúkleggja
gólfið og afgreiðsluborðið og allan búnað vantar.
Grófarhús
Húsið var formlega opnað á afmælisdegi Reykjavíkur-
borgar þann 18. ágúst. Þetta gamla pakkhús fékk gott og
grípandi nafn, Grófarhús, með tilvísun í það að húsið
stendur beinlínis á uppfýllingu í Grófmni þar sem var
uppsátur fyrir báta Víkurmanna, Hlíðarhúsamanna og
Gijótamanna.
Borgarbókasafn og Borgarskjalasafn voru opin al-
menningi á menningarnótt þann 19. ágúst en starf-
semi bókasafnsins hófst ekki fýrr en 8. september.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur hóf starfsemi í Grófarhúsi
1. nóvember.
Fyrstu vikurnar var af-
greiðslutími aðalsafns tak-
markaður en í lok október
var hann kominn í sitt fasta
horf og nú er meðal annars
opið bæði laugardaga og
sunnudaga frá kl. 13:00 -
17:00.
í Borgarbókasafninu í
Grófarhúsi vinna nú 45
manns, og eru 11 þeirra
nýir starfsmenn en starfs-
menn safnsins alls voru 104
í 86 stöðugildum um ára-
mótin 2000/2001.
Rými fyrir gesti Borg-
arbókasafns er á 1., 2. og 5.
hæð Grófarhúss en skrif-
stofan á þeirri 4. Meðal nýj-
unga í starfseminni má
nefna:
Reykjavíkurtorg á 1. hæð
en þar er hægt að kynna sér
lífið í borginni, fyrirtæki og
stofnanir, félög, námskeið,
menningarviðburði og það
sem efst er á baugi hverju
sinni. Á Reykjavíkurtorgi
verða auk þess haldnir
fundir og sýningar sem tengjast Reykjavík en annars
er í Grófarhúsi nægur sögulegur fróðleikur af ýmsu
tagi, t.d. skjöl og ljósmyndir hjá sambýlisstofnunum
okkar.
Tón- og mynddeild á 5. hæð. Stór hluti þess tónlistar-
efnis sem var í Gerðubergi var fluttur í aðalsafn og hefur
bóka- og tímaritakostur safnsins um tónlist og kvik-
myndir verið aukinn verulega. Áfram verður lánuð út
vinsæl tónlist í Gerðubergi og Foldasafni. Farið er að lána
út kvikmyndir á DVD-diskum. Úrvalið er ekki mikið enn
sem komið er en það á eftir að aukast verulega.
Grófarsal á 6. hæð. Nú ræður safnið yfir góðu rými
sem nota má til að halda ýmsar dagskrár, málþing og
sýningar en Grófarsalur er fyrirlestra- og sýningarsal-
ur sem söfnin þrjú í Grófarhúsi nýta í sameiningu.
Efni fýrir ungt fólk á 2. hæð. Safnið leggur mikla
áherslu á að bjóða upp á áhugavert efni fyrir ungt fólk
og er nú í fyrsta sinn sérstök unglingadeild í safninu.
4
BÓKASAFNIÐ 25. ARG. 2001