Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 9
Ingibjörg Sverrisdóttir
Upplýsingalæsi - nauðsynleg
kunnátta á nýrri öld
-þróun hugtaks
Hugtakið upplýsingalæsi (Information Lite-
racy) hefur á undanförnum árum æ oftar
birst í skrifum um bókasafns- og upplýs-
ingafræði. Það hefur einnig verið notað í
öðrum fræðigreinum eins og stjórnun, málvísindum
og tölvutækni til að greina og bregðast við breyting-
um upplýsingasamfélagsins. Vísað er til upplýsinga-
læsis sem lykilhugtaks í setningu nýrra menntunar-
markmiða og í námsefnisgerð og sumir ganga svo
langt að halda því fram að þarna sé að koma fram
algjörlega ný fræðigrein á sviði hug- og félagsvísinda.
Hér á eftir verður gerð tilraun til að skoða þetta nán-
ar.
Fólk í bókasafnageiranum hefur ætíð verið mjög
meðvitað um allt sem viðkemur upplýsingasamfé-
laginu og verið í fararbroddi við að nýta tölvur og
tölvutækni í starfi sínu. En margir fleiri hafa komið að
þróun hugtaksins upplýsingalæsi. Það er fyrst talið
hafa komið fram 1974 í Bandaríkjunum í tillögum for-
manns Samtaka upplýsingaiðnaðarins þar í landi til
landsnefndar um nám í bókasafns- og upplýsinga-
fræði. í tillögunum var hvatt til þess að komið yrði af
stað átaki til að gera þjóðina upplýsingalæsa á næstu
tíu árum. Þar segir (í lauslegri þýðingu):
„Fólk sem þjálfað er til að nýta upplýsingalindir /
upplýsingaforða við vinnu sína má kalla læst á
upplýsingar. Það hefur náð tökum á tækni og öðl-
ast færni til að nota ýmis hjálpartæki samhliða
frumheimildum til að móta / finna upplýsinga-
lausnir við þeim vandamálum sem upp kunna að
koma"1
Næstu 10 -15 árin þróaðist tölvutækni gríðarlega, magn
upplýsinga margfaldaðist og fólk reyndi að átta sig á
þessum nýja veruleika með því að setja fram nýjar
skilgreiningar og hugsa hlutina á nýjan hátt. Ef skrif
frá þessum tíma og skilgreiningarnar eru skoðaðar er
augljóst að fólk var að fikra sig áfram við að tengja
tölvutækni við gömlu safnkennslumarkmiðin sem
lengi hafa verið notuð á bókasöfnum og sérstaklega á
skólasöfnum. Til dæmis eins og að markmið skóla-
safnsins væri að kenna nemendum að: finna, nota,
meta og framleiða heimildir.2 Bandaríski bókasafns-
fræðingurinn Patricia Senn Breivik sem hefur skrifað
mikið um upplýsingalæsi og haft mikil áhrif á þessu
sviði setti árið 1985 fram þá skoðun að til að vera læs
á upplýsingar þurfi viðkomandi að vera fær um að
þekkja hvenær upplýsinga er þörf og hafa getu til að
staðsetja, meta og nota á árangursríkan hátt þær
upplýsingar sem hann þarf. í þessu felst einnig leikni
í að nota rannsóknartækni og matsaðferðir og þekk-
ing á hjálpartækjum og upplýsingaleiðum.3 Margir
hafa orðið til að þróa þessa hugsun áfram og nú er
almennt talið að sá sé upplýsingalæs sem:
• veit að grundvöllur skynsamlegrar ákvarðana-
töku eru nákvæmar og heildstæðar upplýsing-
ar,
• gerir sér grein fyrir þörfinni á upplýsingum,
• setur fram spurningar byggðar á þörf fyrir upp-
lýsingar,
• þekkir upplýsingaveitur sem hugsanlega geta
veitt rétt svar,
• þróar árangursríkar leitaraðferðir,
• notfærir sér upplýsingaveitur bæði þær sem
byggjast á tölvutækni og annarri tækni,
• metur upplýsingar,
• skipuleggur upplýsingar til hagnýtra nota,
• fellir nýjar upplýsingar að þeim þekkingarforða
sem til er,
• notar upplýsingar í gagnrýnni hugsun og við
lausn vandamála.4
Meðal þess sem bæst hefur við á seinni árum er gagn-
rýnin hugsun og siðræn nýting upplýsinga. Gert er
ráð fyrir að upplýsingar geti verið á hvaða formi sem
er og í framtíðinni á einhverju formi sem menn sjá
ekki fyrir í dag. Þessi fjölbreytni gerir það að verkum
að grunnkunnátta eins og að lesa og skrifa dugir ekki
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
7