Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 11
möguleika sem felast í upplýsingasamfélaginu, hvorki í skólakerfinu né í viðskiptalífinu. Námskrár - námsmarkmiö Eins og áður segir var tenging upplýsingatækni og safn- leikni undirrótin að tilurð hugtaksins upplýsingalæsi. Bandarísku bókavarðasamtökin (ALA) og samtök skóla- safnvarða þar í landi (AASL) hafa verið þar í fararbroddi. AASL hafa frá 1920 gefið út staðla eða leiðbeiningar fýrir skólasöfn með reglulegu millibili og 1988 komu út nýir staðlar undir nafninu Information Power: Guidelines for School Library Media Programs. Tíu ámm síðar var þetta rit gefið út endurskoðað og breytt undir nafninu Infor- mation Power : Building Partnerships for Leaming. í þessum tveim síðustu leiðbeiningaritum hefur verið lögð áhersla á samþættingu tölvutækni og safnleikni og í nýrra ritinu frá 1998 er einnig að finna sérstakan staðal eða markmið fyrir upplýsingalæsi.10 Aðrar þjóðir hafa einnig tekið við sér og sett fram námsmarkmið varðandi upplýsingalæsi og má þar nefna Ástrali, Kanadamenn, Finna og síðast en ekki síst íslendinga. Árið 1999 var gefin út ný aðalnámskrá fýrir gmnn- og framhaldsskóla. í námskrá um upp- lýsinga- og tæknimennt11 hefur tekist mjög vel til, sér- staklega hvað varðar gmnnskólann og má segja að þar komi fram flestar hliðar á því sem kallast upplýsinga- læsi. í framhaldsskólahlutanum er meiri áhersla lögð á tækniþáttinn, forritun, hugbúnaðar- og kerfisfræði, þótt upplýsingalæsi sé kennt í einum áfanga. Á báðum skóla- stigum er lögð áhersla á að um þverfaglega námsgrein sé að ræða. Nokkrir þeirra höfunda sem rannsakað hafa upp- lýsingalæsi hafa sett fram módel eða stig sem nem- endur eða aðrir ganga í gegnum við lausn verkefna, við ritgerðasmíð og við rannsóknir o.fl. Þessi módel eru fundin með ýmsum hætti en ef þau eru borin saman sést að með þeim er ýmislegt sameiginlegt og höfundarnir eru flestir sammála um að þarna sé um að ræða n.k. ferli (process). Rannsóknir á hegðunar- mynstri nemenda við lausn verkefna og ritgerða- vinnu sýna að í upphafi eru nemendur mjög óákveðnir og óöruggir með sig, en eftir því sem verkinu vindur áfram verða þeir öruggari og fara að sjá hlutina í skýrara Ijósi. Ef reynt er að einfalda ferlið og draga út þá þætti sem eru sameiginlegir þá stendur eftir: 1. Verkefni skilgreint, 2. Heimildaleit, 3. Val og mat á heimildum, 4. Skipulagning / túlkun, 5. Framsetning nýs efnis, 6. Frammistöðumat.12 Hver þáttur skiptist síðan í undirþætti. Þetta er nýrri útfærsla á gömlu safnleiknimarkmiðunum sem minnst var á hér að framan. Kennsla í upplýsingalæsi og upplýsingatækni getur dregið úr þessum vand- ræðum nemenda, því ef þeir vita hvernig á að bera sig að verður vinnan auðveldari. Þá eru höfundar einnig sammála um að kennsla og þjálfun nemenda í upp- lýsingalæsi eigi að samtvinnast öðrum námsgrein- um, hafa tengingu út fyrir skólakerfið þ.e. út í at- vinnulífið og einkalífið og að kunnátta á þessu sviði sé mjög mikilvæg þegar horft er til framtíðar. Ný fræðigrein Anne Clyde vill bæta við þetta og bendir á að notkun tölva og upplýsingatækni breyti ekki aðeins vinnuferlum heldur breyti jafnvel eðli verka.13 Leit í gömlu spjaldskránum og leit í tölvutækum skrám er t.d. gjörólík, nú eru leitarleiðimar miklu Qölbreyttari, nálgunin önnur, leit tekur styttri tíma og heimtur em betri. Þegar unnið er með rafrænar upplýsingar og tölvu- tengda gagnagrunna þarf þekkingu og hæfni til að nota: 1. tæki og tölvubúnað, m.a. mús og lyklaborð, 2. kerfi t.d. Windows eða Macintosh umhverfi, staðarnet og Internet, 3. forrit t.d. ritvinnslu, tölvupóst og mismunandi vafra, 4. upplýsingakerfi, hvernig þau em skipulögð, hvernig upplýsingunum er komið fýrir, leitar- aðferðir og hvernig komast skal inn í kerfi, 5. upplýsingar sem boðið er upp á í upplýsinga- veitum eða þjónustum. Hún telur að áframhaldandi þróun verði á þessu sviði með nýrri tækni og sífellt auknu upplýsingamagni. Fólk þurfi að geta komið sér upp vöktun eða árvekni- þjónustu í gagnagrunnum eða á netinu, þurfi betri möguleika á meðhöndlun skilaboða, geta síað úr nauðsynlegar og nothæfar upplýsingar, skipulagt upplýsingar svo hægt sé að finna þær aftur og betri tæki til að velja og meta þær upplýsingar sem til boða standa. Shapiro og Hughes telja að ný fræðigrein á sviði fé- lagsvísinda sé að líta dagsins ljós.14 Þau vísa í hug- myndafræði franska 18. aldar upplýsingarmannsins Condorcet um að menntun og þekking muni gera mennina frjálsa og þau velta fyrir sér í sögulegu sam- hengi hvað það þýði að vera frjáls manneskja við dögun upplýsingaaldarinnar. Þau telja að upplýs- ingalæsi eigi að fela í sér þekkingu og færni í að nota tölvur, hvernig nálgast skuli upplýsingar og meta þær, þekkingu á eðli upplýsinga, tæknilegum innvið- um upplýsingaiðnaðarins og að fólk sé meðvitað um félagslegt, heimspekilegt og menningarlegt sam- hengi og áhrif upplýsinga. Þau telja að setja þurfi nýj- an ramma fyrir námsefni og námskrár sem komi til með að skila nemendum með staðgóða tæknikunn- BÓKASAFNIÐ 25. Arg. 2001 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.