Bókasafnið - 01.01.2001, Page 14

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 14
Hrafnhildur Hreinsdóttir Rafrænar bækur Bækur á rafrænu formi hafa verið í örri þróun síðustu 2-3 ár. Rafbækur „e-books“ eru bæk- ur sem hægt er að hlaða í tölvur af netinu og lesa síðan á tölvuskjá, fartölvum, lófatölvum eða sérstökum skjábókum. Við fyrstu sýn virðast raf- bækur geta átt góðu gengi að fagna en allar líkur benda samt til þess að einhver bið verði á því. Það er margt sem veldur því og gerir notendum erfitt fyrir. Einkum vantar alþjóðlega staðla til að tryggja að hægt sé að lesa sömu bókina bæði á tölvuskjá og á skjábók. Eftir miklar tilraunir með hug- og vélbúnað virðast eftirfarandi kostir vera helstir á markaðnum um þessar mundir: Til aflestrar á tölvuskjá (fyrir PC en ekki Mac): • Microsoft Reader (ókeypis hugbúnaður á vefnum) • Adobe Acrobat eBook Reader (áður Adobe's Glass- book Reader) (ókeypis hugbúnaður á vefnum) Skjábækur / Lófatölvur: • RCA REB 1100 og RCA REB 1200 er nýjasta útgáfan af því sem áður hét Rocket eBook. Rafbækur í þessar skjábækur kallast Gemstar eBook™ og fást hjá Powell's .com http://www.powells.com/ebook/ebookeditions.html • Palm VX Palmtop 8MB og fleiri lófatölvur. Hægt að fá hugbúnað og bækur m.a. á http://www.memoware.com/palm/ Rocket skjábækur er ekki hægt að lesa á tölvuskjá og rafbækur sem gerðar eru fyrir Microsoft Reader er ekki hægt að lesa á skjábókum, eingöngu er hægt að lesa þær í PC tölvu. Microsoft og Palm sem báðir framleiða lófatölvur nota ekki einu sinni sama stað- alinn. Þetta leiðir til þess að bókasöfn þurfa jafnvel að kaupa sama titilinn oftar en einu sinni ef bækurnar eru lánaðar út fyrir tölvur og skjábækur. Svo skiptir máli við hvaða netbókabúðir er verslað því þær sér- hæfa sig, t.d. selur Amazon eingöngu rafbækur fyrir Microsoft hugbúnað. Barnes&Noble selja rafbækur fyrir RCA REB 1100, Microsoft Reader og Adobe Acro- bat eBook Reader. Kostir og gallar Kostirnir við rafbækurnar eru margir, m.a. tekur inn- an við fimm mínútur að hlaða rafbók inn í tölvuna. Á fyrstu Rocket skjábækurnar var hægt að hlaða inn u.þ.b.10 rafbókum af venjulegri lengd en nýjustu skjábækurnar RCA REB 1200 geta geymt allt að 150 bækur með því að setja í þær aukið minni. Þetta er umtalsvert gagnamagn og maður veltir því fyrir sér, hvort nokkur hafi með slíkan fjölda að gera í einu. Ef litið er betur á kosti skjábókarinnar, þá líkist skermurinn venjulegri bók en hægt er að velja um hvort lesið er á lengdina eða breiddina. Þyngdin er á bilinu 0.5 - 1 kg. Birtumagnið í bakgrunni textans er hægt að stilla en á bókina er vel hægt að lesa í myrkri og getur það komið sér vel ef maður er að lesa fram eftir nóttu uppi í rúmi með einhvern sér við hlið. Einn góður kostur er að mínu mati sá að stækka má og minnka letrið eftir þörfum eða breyta um leturgerð eftir því hvaða letur manni fmnst þægilegast að lesa. Þá er hægt að setja inn athugasemdir, fá orðskýringar úr ensk/enskri orðabók sem fylgir með, setja inn bókamerki, leita að orðum eða setningum í texta o.fl. Einn af stóru kostunum við rafbækur er að hægt er að gera sínar eigin útgáfur t.d. af skýrslum, handbók- um, vefsíðum eða persónulegum skjölum og taka með sér hvert sem er án þess að þurfa að burðast með þungar töskur fullar af pappír. Með þeim fylgir hleðslutæki sem er þannig hannað að það stendur á borði og ágætt er að lesa bókina þannig. Ef bókin er tekin úr hleðslutækinu þá dugir hleðslan frá 3-5 tímum upp í 2-3 daga eftir tegundum skjábóka og því hve notkunin er mikil. Mörgum finnst þó Rocket skjábókin vera dýrt verk- færi, þungt og óþægilegt um margt sérstaklega í sam- anburði við bókina sem þróast hefur um aldir. Það er sífellt að verða auðveldara að lesa af tölvuskjá (upp- lausn meiri og skjáir orðnir betri) en samt finnst mörgum erfitt að lesa þannig langan texta. Letur þarf að þróa betur, fram að þessu hefur það einkum verið hannað með þarfir prentverks í huga, en minni skjáir eins og lófatölvur og fartölvur svo og skjábækur þurfa afar læsilegt letur því annars þreytist maður fljótt á 12 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.