Bókasafnið - 01.01.2001, Side 22
Áhersla var lögö á að skipuleggja heimsóknir
þannig að nefndinni gæfist kostur á að skoða kerfin í
almenningsbókasafni, háskólabókasafni og sérfræði-
safni væri þess nokkur kostur, auk þess að afla upplýs-
inga um virkni þeirra í samlagsumhverfi (consortium).
Eftir því sem leið á ferðina var áhersla lögð á að
skoða þá kosti sem nefndin taldi koma að mestu
gagni við endanlegt val. Þar af leiðandi færðist áhersl-
an mikið yfir á samlagsumhverfið (consortium).
Aleph
Áður en ferðin var farin lá fyrir að ekki væri unnt að
skoða Aleph kerfið nema í háskólabókasafnsum-
hverfi á því svæði í USA sem nefndin áætlaði að fara
um. Því var ákveðið að fá varamann úr nefndinni,
Dögg Hringsdóttur, ásamt Sigurði Vigfússyni deildar-
stjóra á Borgarbókasafni til
að skoða kerfið í almenn-
ingsbókasafni í Roskilde í
Danmörku.
Þá skoðaði Auður Gests-
dóttir kerfið í Biblioteksen-
tralen í Oslo í Noregi, auk
þess sem nefndin skoðaði
kerfið í háskólabókasafn-
inu í Notre Dame háskól-
anum í South Bend í Ind-
iana.
Horizon
Horizon kerfið var skoðað í
almennings- og skólaum-
hverfi í Marion County
Public and School Library í
Indinanapolis, Indiana.
Þá var kerfið skoðað í
háskóla- og samlagsum-
hverfi hjá Dalnet Under-
graduate Library í Detroit,
Michigan.
Millennium
Til að skoða Millennium
urðu fyrir valinu, Jefferson County Public Library í
Denver, Colorado, þar sem kerfið var skoðað í
almenningsbókasafns- og samlagsumhverfi.
í Chicago var kerfið skoðað hjá Suburban Library
System sem er samlagskerfi með þátttöku bæði
skóla- og almenningsbókasafna.
Þá var kerfið skoðað á háskólasafninu í Unversity
of Michigan, East Lansing, Michigan.
Unicorn
Unicorn kerfið var skoðað í umhverfi almennings-
bókasafna á Enoch Pratt Free Library í Baltimore,
Maryland.
í heimsókn í College of William & Mary í Char-
lottesville í Virginia var Unicorn skoðað í háskóla-
safni.
Þá var heimsótt lagabókasafn bandaríska viðskipta-
ráðuneytisins (Dept. of Commerce Law Library) í Was-
hington D.C. til að skoða uppsetningu í sérfræðisafni.
Voyager
Voyager kerfið var skoðað á tveim stöðum. Annars
vegar í samlagsumhverfi almenningsbókasafna hjá
Baldwin Township Libraries í Detroit, Michigan.
Hins vegar var skoðað Keystone Library System
sem er samlag háskólabókasafna í Harrisburg,
Pennsylvania.
Að ferðinni lokinni voru gögn um öll kerfin yfir-
farin að nýju í ljósi
fenginna upplýsinga auk
þess sem farið var yfir
verðupplýsingar vegna
allra kerfanna. Niðurstaða
þeirrar vinnu var að velja 3
kerfi til skoðunar rýnihópa
og endanlegs vals nefnd-
arinnar. Kerfin sem kom-
ust áfram í þessari umferð
voru Aleph, Horizon og
Unicorn en Millennium og
Voyager féllu út.
Millennium er að
mörgu leyti þróaðasta kerf-
ið þegar litið er til vinnu-
lags en hinsvegar uppfyllti
það ekki kröfur nefndar-
innar um lausn á samskrá
og sjálfstæði safna í sam-
eiginlegu kerfi. Voyager
ræður vel við bókasöfn í
samlagsumhverfi og var
nokkuð ljóst að kerfið réði
við landskerfi íslenskra
bókasafna. Hins vegar var
kerfinu hafnað á þeirri for-
sendu að það er næstum einvörðungu notað í
háskóla- og sérfræðisöfnum og áherslur seljenda
þess eru ekki á þróun vegna notkunar í smáum al-
mennings- og skólasöfnum. Mat nefndarinnar var
einnig að verðmunur þessara kerfa og hinna sem
eftir stóðu væri ekki réttlætanlegur.
4.5 Rýnihópar
Strax og hugmynd um landskerfi bókasafna var mót-
uð var ljóst að nauðsynlegt yrði að virkja bókasafns-
fræðinga úr sem fjölbreyttustu bókasafnsumhverfi
við valið. Þeir sem unnu við þarfagreininguna voru
kjarninn í þeim hópi sem valdist í rýnihópa en auk
Kennslustund. Smámyndfrá 13. öld.
20
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001