Bókasafnið - 01.01.2001, Page 25
5 Niðurstaða nefndarinnar
Þaö er samdóma álit nefndar um val á bókasafnskerfi
eftir ítarlega skoöun og samanburð á virkni þeirra
kerfa sem í boði voru að Aleph 500 kerfið uppfylli best
þær kröfur sem fram voru settar í útboðsgögnum.
Meginstyrkur kerfisins er að það hentar vel fram-
tíðaruppbyggingu landskerfis íslenskra bókasafna og
því samlagsumhverfi sem nefndin gerir tillögu um.
Af þeim kerfum sem tilboð bárust um uppfyllir Aleph
500 að mati nefndarinnar best margvíslegar kröfur
hinna ýmsu safnategunda.
Endanlegt val á nýju bókasafnskerfi byggðist á
eftirtöldum þáttum:
Virkni og viðmót kerfisins: þessir þættir vom metnir af
sex rýnihópum bókasafnsfræðinga. Aleph 500 hlaut
hæstu einkunn rýnihópanna með tilliti til þessara þátta.
Tæknileg högun kerfisins: Að mati sérfræðinga er
högun Aleph 500 kerfisins mjög fullkomin og fram-
sækin. Að þeirra áliti er kerfið mjög sveigjanlegt og
hægt er að aðlaga það breyttum kröfum í framtíðinni.
Þjónusta: Nefndin heimsótti skrifstofu ExLibris í
London sem þjóna mun íslandi. Þar var fulltrúum
nefndarinnar kynnt uppbygging þjónustunnar og
framtíðaráform. Það er mat nefndarinnar að skrif-
stofa ExLibris í Bretlandi sé í stakk búin að þjóna
landskerfi íslenskra bókasafna vel á komandi árum.
Verð: Þrátt fyrir að kostnaður við kaup á Aleph 500
kerfinu sé nokkuð meiri en nam lægsta tilboði sem
barst telur nefndin að gæði Aleph 500 kerfisins rétt-
læti verðmuninn.
6 Lokaorð
Þegar þetta er ritað er verið að leggja lokahönd á
samning við ExLibris um kaup á Aleph 500 og stefnt
að því að undirritun samningsins verði lokið þegar
blaðið kemur út. Ferlið allt hefur tekið miklu lengri
tíma en áætlað var í fyrstu og veldur því fyrst og
fremst reynsluleysi aðstandenda af svo viðamiklu og
margþættu verkefni. í samningnum eru m.a. ákvæði
um breytingar og viðbætur sem gera þarf til að kerfið
uppfylli að fullu kröfur útboðslýsingarinnar.
Samhliða samningsgerðinni hefur verið unnið að
því að ákveða skiptingu kostnaðar við kaup og rekst-
ur kerfisins og finna út hvert sé hagstæðasta rekstr-
arform þess. Sérstakur vinnuhópur skipaður fulltrú-
um frá menntamálaráðuneyti, Háskólabókasafni-
Landsbókasafni, Reykjavíkurborg og Sambandi sveit-
arfélaga hefur unnið að þessu máli og er ljóst að
kostnaður mun skiptast nokkuð jafnt milli ríkis og
sveitarfélaga og að höfðatala sveitarfélaga mun ráða
mestu um kostnaðarskiptingu innan þeirra. Stefnt er
að því að hýsing netþjóns og umsjón með tæknilegu
hliðinni á rekstri kerfisins verði boðin út.
í janúar 2001 var stofnaður tengla- og stuðnings-
hópur til að vera kerfisnefndinni til aðstoðar og ráð-
gjafar við innleiðingu á nýja kerfinu. í hópnum eru
nálægt 20 manns sem eru fulltrúar fyrir mismunandi
sérfræðiþekkingu, safnategundir og landshluta.
Helsta viðfangsefni tenglahópsins fram að þessu
hefur verið umfjöllun um skiptingu kerfisins í stjórn-
unareiningar (administrative units) og eru helstu for-
sendur hennar eftir landsvæðum og eðli starfsemi.
Einingarnar verða væntanlega 15-20 talsins og kalla
þær á talsverða samvinnu safna innan hverrar ein-
ingar.
Vinna við kerfisgreiningu (system analysis) stend-
ur yfir og hefur verkefnisstjóri frá ExLibris haldið tvo
fundi með kerfisnefndinni. Einnig hefur verið unnið
að verkefnisáætlun (project plan) og samkvæmt
henni munu fyrstu bókasöfnin taka kerfið í notkun
um mánaðamótin janúar-febrúar 2002. Háskólabóka-
safn - Landsbókasafn verður fyrst en önnur Gegnis-
söfn fylgja í kjölfarið. Borgarbókasafn Reykjavíkur
stefnir að því að taka kerfið í notkun í mars 2002.
Ljóst er að geysimikil vinna er framundan og eru
helstu þættir hennar yfirfærsla gagna, samræming
þeirra og leiðréttingar, menntun starfsmanna og
þýðing kerfisins á íslensku. Lykillinn að velgengni við
þetta umfangsmikla verkefni er samstarfvilji og
víðsýni þeirra sem hlut eiga að máli og það ríkir
bjartsýni innan kerfisnefndarinnar um að sameining
íslenskra bókasafna í eitt kerfi verði farsællega til
lykta leidd.
Grein þessi er að stœrstum hluta
byggð á greinargerð Kerfisnefndar til
Menntamálaráðuneytisins íjanúar 2001.
Nokkur netföng:
ExLibris
http://www.aleph.co.il/
Bristol University
http://mirak.lib.bris. as.uk:4505/ALEPH
Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn
http://rex.kb.dk:4505/ALEPH
Stavanger bibliotek
http://bokbase.stavanger.folkebibl.no/ALEPH
BiblioTech Review
http ://www.biblio - tech. com/
Summary:
Nationwide Library System
In March 1998 The Icelandic Ministry of Education
appointed a committee with the task of selecting a
library system suitable for all libraries in Iceland.The
main goal was to grant all Icelanders access to
22
BÓKASAFNIÐ 25. Arg. 2001
individual library collections or all collections of
Icelandic libraries as a unity. The committee reached
the conclusion that one database serving as a union
catalogue and also a single library system would be
the preferred alternative for Icelandic libraries. The
article touches on the history of cooperation on
library automation and the systems currently in use
in Iceland. A vision for a nationwide library system is
outlined and the work on tender specifications is
described. A tender was put out within the European
Economic Area in February 2000 and the opening of
tenders was on March 28th. There were 8 tenders, of
whom 7 were valid. The process of evaluating the
tenders went through three stages. First the seven
valid tenders were thoroughly compared and
weighted, resulting in five systems passing to second
stage, which was a study tour to USA where they
were scrutinized in various settings with focus on
consortia setup. After that, three systems were
shortlisted for in-depth evaluation: Aleph, Unicorn
and Horizon. The three systems were exhibited in
Reykjavik in Sept. 2000 and six Focal Groups of
librarians tested the various modules systematically.
The result of the committee is that Aleph meets the
tender specifications most completely and at the
time of writing, a contract with ExLibris is in its’ final
stages and will be signed shortly.
D.H.
FJÖLSKYLDUR VIÐ ALDAHVÖRF
I greinasafninu Fjölskyldur við aldahvörf kennir ýmissa grasa
en þau myndo öll hvirfingu um aðstæður fjölskyldno, nóin
tengsl og uppeldisskilyrði barna. Samnefnarinn er breytingar
og þau umskipti sem breyltar samfélagsaðstæður hafa haft
í för með sér fyrir fjölskyldur, fullorðna og börn, en einnig
fyrir fagfólk. Greinornar fela í sér boðskap um gildi mannlegra
tengsla og að innan fjölskyldu skapist sú undirstaða samkenndar,
umburðarlyndis og siðræns þroska sem mestu skiptir, bæði
fyrir einstaklinga og samfélag manna.
HASKOLAUTGAFUNNI
Afram
foreldrar
Rannsókn um sameiginlega forsjá og
velferð barna við skilnað foreldra
ÁFRAM FORELDRAR
Skilnaðarmál snerta á einhvern hátt nær
allar fjölskyldur í samfélagi okkar, frá-
skilda foreldra, systkin, afa og ömmur,
eigin börn og stjúpbörn. Bókin er brunnur
af upplýsingum og rannsóknarniður-
stöðum sem að gagni koma fyrir sér-
fræðinga sem stunda rannsóknir á sviði
bamaverndar- og fjölskyldumála.
VERÖLD STRÍÐ OG VIKURNÁM UNDIR JÖKLI
í þessari bók leiðir Kristinn Kristjánsson lesandann inn í veröld
sem var. Frásögn Kristins einkennist í senn af hógværð og
sannleiksást fræðimanns og Ijóðrænni skynjun þess skáldhuga
sem ann engu meira en æskuslóðum sínum þar sem Snæ-
fellsjökul ber við himin, land og haf bregða ótal litum og vind-
urinn þylur sögur sínar í sífellu.
Ólai vk ElImundarson
TÚK SAMAN
KIRKJUR UNDIR JÖKLI
Meðal elstu samtímaheimilda sem snerta sögu
þessara tveggja hreppa yst á Snæfellsnesi eru
máldagar og vísitasiur biskupa og prófasta.
Þær elstu eru frá 13. öld, í afritum frá þvi um
1600 og fyrri hluta 17. aldar. Vísitasíurnar, sem
eru fjölmargar i þessar sjö til átta aldir, lýsa
umhirðu kirknanna og ástandi á hverjum tíma,
munum þeirra og búnaði og ekki sist, kjörum
almennings og presta i fátækum sóknum.
BRYDDINGAR
Bryddingar er safn 14 greina um margvísleg
málefni svo sem orðræðugreiningar og ástar-
sambönd, afrakstur menntunar, fæðingarorlof
og skattamál svo fátt eitt sé nefnt. Samnefnari
greinanna er umræðan um jafnrétti karla otj
kvenna og samfélagið sem sköpun manna. I
nokkrum greinanna er orðum fyrst og fremst
beint til annarra fræðimanna, í öðrum er fræði-
legu sjónarhorni beitt í samfélagsgagnrýni sem
einnig á erindi út fyrir vísindasamfélagið.
PANTARNIR
Sími: 525 4003
Netfang: hu@hi.is
/eröld stríð
og vikurnám
undir Jökli
JÖKLA HIN NÝJA I
ÚR SOCl' BREIDUVlKUKHKEPPS OG NESHRtrfS utan Ennis
----------------» ..........—
KIRKJUR UNDIR JÖKLI
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
23