Bókasafnið - 01.01.2001, Page 26

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 26
Sigrún Klara Hannesdóttir Rafrænt rannsóknarbókasafn Bókasafns- og upplýsingafræðingar nútímans standa á þröskuldi nýrra og spennandi tíma. Bókasafnið, þessi aldagamla stofnun, gengur nú í gegnum breytingar sem eiga ekki sinn líka í fjögur þúsund ára sögu safna. Rafrænt bókasafn er hugtak sem allar þessar breytingar snúast um og er lykilhugtak innan bókasafnsfræði og hvers konar upplýsingamiðlunar nútímans. Rafrænt bókasafn (e. electronic library), stafrænt bókasafn (e. digital library), sýndarbókasafn (e. virtual library) og jafnvel blend- ingssafn (e. hybrid library) eru allt hugtök sem notuð eru sem nokkurs konar samheiti og ekki er alltaf skýrt við hvað er átt. Stafrænt bókasafn hefur verið notað um safn heimilda sem eingöngu eru til í stafrænu formi en eiga sér ekki neina áþreifanlega samsvörun. Sýndar- safnið er af sama toga, nema hvað þar hefur efnið stundum verið skipulagt eins og um bókasafn væri að ræða, menn geta „gengið inn“ í safnið á vefnum og leitað upplýsinga eins og um alvörubókasafn væri að ræða. Gjarnan er talað um að rafræn bókasöfn - og í raun blendingssöfnin líka - veiti tölvuvæddan aðgang að safnkosti sínum hvort sem hann er á pappír eða stafrænu formi áskriftar að erlendum gagnasöfnum. í nútímanum eru því flest rannsóknarbókasöfn að meira eða minna leyti blendingssöfn. Þótt þessi tilraun hafi verið gerð til að greina á milli þessara hugtaka verður að undirstrika að öll eru þau notuð í bland og hugtakaruglingur er algengur. Blendingssafn nær einna best yfir þessa tegund upplýsingamiðstöðvar, en orðið sjálft er frekar óþjált á íslenskunni og því hafa menn hallast meir að því að nota annað hvort stafrænt safn eða rafrænt safn um þetta fyrirbrigði. í þessari grein verður notað hugtak- ið rafrænt bókasafn þar sem það er býsna þjált í mál- inu og samsvarar orðanotkun á þessu sviði (sbr. Orðabanka íslenskrar málstöðvar). Víða um heim er unnið að þróun á sviði rafrænna gagnaflutninga og á Norðurlöndunum er nú mark- visst unnið að því að skapa rafræn rannsóknarbóka- söfn á landsvísu þar sem aðgangur að sem flestum heimildum er opinn út fyrir veggi einstakra safna. Um leið er leitast við að ná fram sem mestri hag- kvæmni í gagnaflutningi frá safni til notanda. í þess- ari grein verður leitast við að lýsa hvernig tvær Norð- urlandaþjóðir, Finnar og Danir, hafa staðið að stefnu- mörkun og þróun rafræns rannsóknarbókasafns. Þessar tvær þjóðir hafa náð mjög langt í að skapa sitt rafræna rannsóknarbókasafn á landsvísu, en aðferð- irnar hafa verið ólíkar. Fjallað verður stuttlega um markmið og skipulagningu, stjórnun og fjármögnun og svolítið verður einnig nefnt af því sem þegar hefur áunnist. Einnig verður lauslega lýst þeim verkefnum sem NORDINFO, Norrænt ráð um vísindalegar upp- lýsingar, fjármagnar og stuðlar að því framtíðarmark- miði að einhvern tíma verði til Norrænt rafrænt rannsóknarbókasafn þar sem allir norrænir notendur geti án fyrirhafnar haft aðgang að gögnum hvar sem þau liggja í norrænum bókasöfnum. DEF- Danska rafrœna rannsóknarbókasafnið Markmið og skipulagning Danska rafræna rannsóknarbókasafnið, eða Dan- marks Elektroniske Forskningsbibliotek, var sett upp sem fimm ára þróunarverkefni og hófst árið 1998. Markmið þessa verkefnis er að veita fræði- og vís- indamönnum sem bestan aðgang að þeim upplýsing- um sem þeir þurfa á að halda í sambandi við rann- sóknar- og þróunarverkefni. Að mati Dana er mikið í húfi varðandi aðgang að upplýsingum ef Danmörk á að standa sig í samkeppni við aðrar þjóðir. Verkefnið er fjármagnað af þremur ráðuneytum, menningar- mála- , menntamála- og rannsóknarráðuneytinu og þróun rafræna safnsins er hluti af upplýsingastefnu dönsku ríkisstjórnarinnar ‘Info 2000’ varðandi upp- lýsingatækni. í upphafi voru þátttakendur í verkefninu 12 há- skólabókasöfn og hafa þau frá upphafi verið skil- greind sem hryggjarstykki þessa sameiginlega safns. Árið 1998 hlustaði ég á fyrirlestur í Danmarks bibl- ioteksskole um rök með og á móti því að hafa fleiri söfn með og héldu minni söfnin uppi sterkum rökum með því að þau ættu að fá að taka þátt. Þau töldu að notendur lítilla safna og fámennra vísindagreina þyrftu greiðan aðgang að heimildum ekki síður en aðrir. Þá var rætt um þann möguleika að stóru söfnin, hvert um sig, tækju að sér að vera eins konar móður- 24 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.