Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 28
skrám allra safnanna, yfirfærsla á gömlu efni í staf-
rænt form og aðgangur að þessu efni. Loks er hér
fengist við samninga um landsaðgang að rafrænum
tímaritum og öðru efni sem er á markaði og greiða
þarf fyrir afnot af, og eru þar með talin vandamál sem
snerta höfundarrétt.
Notendauiðmót er stór þáttur innan þessa þróunar-
verkefnis þar sem um er að ræða að hvert og eitt safn
verður að veita notendum sínum greiðan aðgang að
þessu rafræna safni og að hægt sé að tengja við það
bæði einkatölvur og prentara. í gegnum þennan sam-
eiginlega aðgang á að vera hægt að panta millisafna-
lán og fá heimildir bæði í rafrænu formi og á pappír
alls staðar í Danmörku. Þessi hluti verkefnisins hefur
að mestu leyti verið unninn í hverju safni fyrir sig.
Stjórnun
Eitt af stóru málunum í þróun DEF hefur verið
hvernig eigi að stjórna þessu sameiginlega safni.
Dönsk rannsóknarbókasöfn eru mjög sjálfstæð og því
hefur það reynst örðugt fyrir hvert og eitt safn að
beygja sig undir samþykktir einhvers utanaðkom-
andi meirihluta. í stjórn DEF sitja 10 aðilar, fulltrúar
frá ráðuneytunum þremur, fulltrúar frá notendum,
vísindamenn, fulltrúar háskóla og rannsóknabóka-
safna, en í upphafi voru sex af þessum tíu yfirmenn
rannsóknarbókasafna. Framkvæmdaaðili er Danska
bókasafnaembættið (Biblioteksstyrelsen) og þaðan er
verkefninu stjórnað. Embættið sér um úthlutanir á
styrkjum eftir að stjórnin hefur sett forgangsröðun og
ákveðið hverjir skuli hljóta styrki.
Fjármögnun
Þegar DEF hóf göngu sína lagði danska ríkisstjórnin
til 200 milljónir danskra króna (2.2 milljarða íslenskra
króna) sem dreifist á fimm ár. Þetta var álitið nauð-
synlegt til að flýta þróuninni og gera safnið að veru-
leika sem allra fyrst. Fjármagnið er notað í alls kyns
þróunarverkefni og kannanir sem eiga að gera
Danska rafræna rannsóknarbókasafnið að veruleika
sem allra fyrst. Eftir að þessu fimm ára þróunar-
tímabili lýkur eiga söfnin sjálf að taka yfir alla starf-
semina.
Ávinningur
Eins og gefur að skilja hefur mjög margt gerst á þessu
sviði frá því verkefnið hófst og unnið er af kappi við
þróunina. Bókasafnaembættið hefur hvatt söfn til að
sækja um styrki til ýmiss konar þróunarverkefna og
söfn hafa keppst við að ná til sín einhverju af styrkja-
fénu. Þriðjungur umsókna er fjárbeiðnir varðandi
yfirfærslu á efni í stafrænt form, en aðrar umsóknir
ná til verkefna um notendaviðmót, notendastjórn,
efnistengdar síður á netinu (Subject Based Informa-
tion Gateways), vinnslu á kennsluefni til fjarkennslu,
rafræna útgáfu og verkefni sem tengjast kennslu í
notkun Rafræna rannsóknarbókasafnsins. Búið er
einnig að skrifa undir fjölda samninga um lands-
aðgang þar á meðal við Academic Press, Springer,
Kluwer, ISI Web Of Science, HighWire, JSTOR og Else-
vier svo eitthvað sé nefnt.
Mörkuð hefur verið stefna og sett forgangsröð
varðandi yfirfærslu á eldra efni í stafrænt form þar
sem tillit er tekið til notagildis. Meðal þess sem sett er
á oddinn er að færa prentaðar skrár og lykla yfir í
stafrænt form þar sem slíkt efni gefur greiðari aðgang
að prentuðum heimildum. Ofarlega á listanum er
efni sem til er í fáum eintökum og jafnframt það efni
sem kemur mörgum notendum að gagni og mikill
áhugi er á að fá yfirfært. Sumt af þessu er fjármagnað
að fullu og á það einkum við um skrárnar, annað er
fjármagnað að einum eða tveimur þriðju hlutum.
Yfirfærslan í stafrænt form er gjarnan boðin út eftir
að búið er að velja hvað taka skuli til meðferðar.
Gagnasafn yfir danskar rannsóknir er í vinnslu.
Skráin á að tengjast við textagrunn þar sem hægt
verður að fá aðgang að þeim ritum sem tengjast
hverju rannsóknarverkefni. Vandamál í þessu tilviki
tengist einnig höfundarréttarmálum, en verið er að
semja um aðgang að niðurstöðum rannsókna sem
hafa verið unnar fyrir opinbert fé. Enn má nefna að
verið er að semja við danska háskóla og aðra útgef-
endur um nýja tegund samstarfs þar sem DEF verður
útgefandi kennsluefnis og rannsóknarniðurstaðna í
rafrænu formi og sér þá jafnframt um höfundar-
réttarmál og innheimtu afnotagjalda.
Framtíðin
Nýjasta þróunin er sú að þetta Rafræna bókasafn
verður ekki aðeins rannsóknarbókasafn heldur koma
almenningsbókasöfnin til með að njóta góðs af
þessum miklu „saumlausu" samskiptum. Á heimsíðu
DEF í janúar 2001 er búið að breyta heitinu úr DEF í
DEFF sem stendur fyrir „Danmarks Elektroniske
Folke- og Forskningsbibliotek11. Þetta er að þeirra sögn
gert þar sem miðbókasöfn sem eru miðstöðvar al-
menningsbókasafnskerfisins koma meira og meira
inn í þróunina og í framtíðinni sjá menn fram á eitt
allsherjar bókasafnakerfi fyrir alla dönsku þjóðina.
Heimasíða DEF: http://www.deflink.dk/
FinELib - Finnska rafrœna
rannsóknarbókasafnið
Markmið og skipulagning
Rafræna bókasafnið í Finnlandi kallast FinELib og
hefur verið skipulagt sem eitt af sameiginlegum verk-
efnum háskóla, tækniskóla og margra annarra rann-
26
BÓKASAFNIÐ 25. Arg. 2001