Bókasafnið - 01.01.2001, Side 30

Bókasafnið - 01.01.2001, Side 30
að fjárveitingum varðandi aðföng á rafrænum tíma- ritum og voru þær samþykktar af háskólasöfnum, rektorum og menntamálaráðuneyti. Rafrænum gögn- um er skipt í tvo flokka. Annars vegar er almennt og þverfaglegt efni og hins vegar efni sem tengist sér- stökum fræðasviðum. Framlag hins opinbera er mis- munandi eftir því í hvorum flokknum efnið er. Fjár- framlag vegna efnis í fyrsta flokknum kemur alger- lega frá hinu opinbera og er sá samningur tímabund- inn og verður tekinn til endurskoðunar eftir að hafa verið í gildi í tvö ár. Eftir það er talið að háskólarnir taki á sig 20% af kostnaði við þetta efni. Frá upphafi hafa söfnin sjálf fjármagnað 50% af kostnaði við inn- kaup á efni sem fellur innan mismunandi fræða- sviða. Hinn helmingurinn kemur úr sameiginlegum sjóðum. Það fjármagn sem menntamálaráðuneytið veitir til þróunar safnsins er að mestum hluta ætlað há- skólunum. Aðrar stofnanir geta þó verið með og alls eru um 50 stofnanir þátttakendur í FinELib. Sérstakur samningur er gerður við hverja slíka stofnun þar sem menn greiða fyrir þann aðgang sem þeir fá. Jafnframt eru starfandi mismunandi notendahópar. Stærsti notendahópurinn tengist efniskrá yfir tímarit (Periodical Contents Index) en alls eru yfir 100 aðilar í þeim notendahópi. Þátttaka almenningsbókasafnanna hefur verið nokkrum erfiðleikum bundin þar sem verkefnið var frá upphafi hugsað sem styrkur fyrir rannsóknir og æðri menntun í Finnlandi. Nú geta þó almennings- bókasöfn tekið þátt í einstökum notendahópum en þá með eigin fjárveitingum og þau taka ekki þátt í sameiginlegri ákvarðanatöku. Ávinningur Finnsk bókasöfn taka mikinn þátt í verkefnum á vegum Evrópusambandsins bæði varðandi rafræna útgáfu, yfirfærslu á gögnum í rafrænt form, og skrán- ingu á heimasíðum af Internetinu. Þróun fmnskra bókasafna er venjulega sett í sérstök verkefni, þeim gefið heiti, og síðan er markvisst unnið að því að koma verkefnunum í framkvæmd. Það má því segja að innan FinELib hafa verið mörkuð fjögur áherslu- svið: 1. Flutningur efnis í stafrænt form þar sem settar eru forgangsreglur um hvað eigi að gera stafrænt og í hvaða röð og á þessi þróun heima innan AURORA. Einkum er hér unnið að því að yfirfæra dagblaðaefni sem er óháð höfundarréttarlögum í stafrænt form. 2. Rafræn útgáfa á sér stað innan ELEKTRA. Þetta verkefni er unnið í samvinnu milli bókasafna, útgefenda, vísindafélaga og eig- enda höfundarréttar og unnið er að því að gera efni sem höfundarréttur nær yfir að- gengilegt á netinu. 3. Aðferðir varðandi varðveislu rafrænna gagna sem koma í skylduskilum eru þróað- ar innan EVA. Þar undir falla einnig mál er snerta varðveislu gagna sem keypt eru í áskrift eða með samningum af erlendum söluaðilum. 4. Finnska sýndarbókasafnið (Finnish virtual library) er heiti á söfnum af heimsíðum (Subject Based Information Gateways) á rúmlega 50 efnissviðum. Þessu verkefni er stjórnað frá Jyváskylá háskólanum. Heima- síða þessa safns er: 5. http://www.jyu.fi/~library/virtuaalikirjasto/ engvirli. htm Meðal norrænna verkefna sem Finnar hafa unnið ötullega að er TIDEN, þróunarverkefni varðandi yfir- færslu á efni af örfilmum yfir í stafrænt form en bókasöfn í fjórum löndum hafa tekið þátt í þessari tilraun. TIDEN hefur verið styrkt af NORDINFO og þykir hafa tekist mjög vel. Mikill sparnaður felst í því að yfirfæra efni af örfilmum þar sem tíminn sem það tekur er ekki nema örlítið brot af því sem það tekur að mynda efnið af frumriti. Ýmist er efnið þegar til á örfilmu eins og á við um mörg eldri tímarit og blöð eða að efnið er myndað og síðan yfirfært af filmun- um. Auðvelt er að renna filmunum í gegnum lesar- ana ef endurbæta þarf myndgæði rafrænu myndar- innar og varðveisla á örfilmu gildir bæði sem öryggisafrit og tæki til að nota ef endurnýja þarf staf- ræna formið. Framtíðin Unnið er af miklum krafti að ýmiss konar þróunar- verkefnum eins og nefnt hefur verið hér að ofan, t.d. er stefnt að því að tengja saman spjaldskrár og tíma- ritalykla við textagrunna þannig að notandinn geti farið beint í textann eftir að hafa fundið tilvísun í heimild. Einnig verður unnið að því að tengja betur rafræna safnið við prentaðar heimildir sem enn um ókomna tíð munu bera meginhluta vísindalegra upp- lýsinga. Eitt af aðalmarkmiðum Finnska rafræna bóka- safnsins var frá upphafi að hanna notendaviðmót sem gerði notandanum kleift að leita í alls kyns ólík- um heimildum með einni leit. Það á að leita í gegnum texta rafrænna tímarita, gagnasafna, bókasafnaskrár, efnisgreindar síður af Netinu og svo framvegis. Not- andinn á einnig að geta fengið upplýsingar um nýtt efni sem kemur inn í kerfið á hans sérsviði med árvekniþjónustu (SDI) sem verður einnig í boði. Þetta nýja notendaviðmót á að verða tilbúið árið 2001 en hönnun þess er í höndum nokkurra finnskra fyrir- 28 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.