Bókasafnið - 01.01.2001, Page 34

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 34
Raðað í hillur á nýjum stað. kastanna kom og er slíkt einmitt mikilvægur þáttur í áætlanageröinni, að vera viðbúinn breytingum og röskun á fyrstu skipulagsvinnunni. Ástæður þess að þessi fyrsta áætlun átti eftir að breytast voru fyrst og fremst tilhögun húsnæðisins og að ný og betri leið fannst varðandi pökkunina. í ljósi þess að kassarnir sem áætlað var að kaupa frá Kassa- gerðinni þóttu of dýrir var leitað nýrra leiða varðandi umbúðir. Nauðsynlegt var að ef ætti að fá stærri um- búðir yrðu þær að sama skapi að vera afar sterkar. Niðurstaðan varð sú að keyptar voru þrjár járngrind- ur á hjólum með lausum hliðum, svipaðar að grunn- fleti og flutningsbrettin, en mesta happið var þó að Þjóðminjasafni áskotnaðist fjöldinn allur af stórum og mjög sterkum kössum undan Playmobil leikfanga- kubbum í nákvæmlega sömu stærð og flutnings- brettin. Kassavandamálið leystist því farsællega og á ódýran hátt. í öðru lagi kom nú í ljós að væntanlegt bráða- birgðahúsnæði myndi ekki rúma það magn safn- gagna á sjálfbeina sem ætlað var í fyrstu, en að sama skapi yrði geymslurýmið þar talsvert meira og sömu- leiðis færi talsvert magn rita í framtíðargeymsluhús- næði í Kópavogi. Því var tíminn fram að flutningi óspart notaður til að grisja eldri rit og setja í kassa og merkja og var það gert samkvæmt hilluröð, þ.e. bækur voru grisjaðar beint úr hillunum, raðað í kassa skv. Dewey flokkunarkerfinu og þeir rækilega merktir. Miðað var við árið 1960 en öll frávik voru skráð. Sömuleiðis voru tímarit grisjuð en engu var hent nema ritum á slavneskum málum eingöngu og tvítök voru ýmis gefin burt eða hent. Að því búnu var gengið tryggilega frá geymslukössunum, bæði þeim sem fyrir voru í geymslu og hinum nýju. Þegar u.þ.b. mánuður var til áætlaðs flutningsdags bókasafnsins 22. okt. 1998 voru síðan öll rit sem ópökkuð voru sett í hina stóru leikfangakassa í hilluröð og þeir merktir vandlega. Að því búnu voru allar hillur teknar niður og þeim komið fyrir í hinum nýju húsakynn- um skv. fyrirfram ákveðnu skipulagi og nýjum hillum bætt við eftir þörfum. Því næst tóku flutnings- menn til óspilltra málanna við að flytja bókasafnið og tókst það í þremur ferðum sem lætur nærri upphaflegri áætlun. í þessum þrem- ur ferðum er þó ekki talinn sá bóka- kostur sem fór í geymsluhúsnæði Þjóðminjasafns í Kópavogi, eða u.þ.b. 100 meðalstórir bókakassar. Það eru gömul og ný sannindi að það kemur niður á seinna verkinu sem gert er í því fyrra. Það sannaðist vissulega í þessum flutningum því það gekk afar greiðlega að koma safnkostinum fyrir á nýjan leik vegna skipulegrar forvinnu og ekki síst vegna skýrra merkinga og skipulegrar niðurröðunar. Þó voru óhjákvæmilegar ákveðnar tilfæringar með kassana sem þó gekk mjög vel þar sem hentugir og liprir lyftarar voru til staðar til að smeygja undir brettin með kössunum á. Helstu vandkvæðin urðu við það að koma safngögnum, aðallega tímaritum, fyrir í þeim geymslum sem bókasafninu var úthlutað í húsnæðinu og þurfti endurskipulagningar við. Bóka- safnið var þó að lokum opnað með pompi og prakt með öllum búnaði 20. nóv. 1998. Með þessa flutningsreynslu mína í huga vil ég gefa þeim sem hyggjast flytja bókasöfn á næstunni eftirfarandi grundvallarheilræði: • Byrjið nógu snemma að huga að flutningi. • Gerið ítarlega áætlun, þó með það í huga að hún geti breyst, einkum ef bókasafnið er hluti af stærri stofnun. Endurnýjið áætlun- ina. jafnóðum út frá breytilegum ytri að- stæðum og fjárhag um leið og þið leitið að hagkvæmustu lausnum á sem flestum sviðum. • Verið samstíga öðrum deildum stofnunar- innar í áætlanagerð og samhæfið og sam- nýtið kraftana. • Reiknið allar stærðir út í hörgul (hillumetr- ar, kassastærðir, bretta/bílastærðir, flatar- mál húsnæðis, nýjar hillustærðir, allan kostnað...) • Áætlið tíma út frá mannafla: hve margir við pökkun, uppsetningu, flutning o.s.frv. Þótt það hafi verið tregablandið fyrir bókasafn Þjóð- minjasafnsins að flytja í annað bæjarfélag fyrir rúm- 32 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.