Bókasafnið - 01.01.2001, Page 39

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 39
áfanga gæti orðið um það bil 50 milljóni króna. í fyrsta áfanga var lagt til að samið yrði um áskriftir að gagnasöfnum sem samkvæmt þarfagreiningu voru mikilvægust og ná jafnframt yfir flest fræðasvið. í öðrum áfanga lagði nefndin til að reynt yrði að ná hagstæðum samningum um dýr gagnasöfn sem nýtast þröngum hópi, t.d. í læknavísindum og raun- greinum. Einnig yrði í þessum áfanga könnuð þörf bókasafna fyrir aðgang að rafrænum tímaritum og samið um hann á landsvísu. í þriðja áfanga var lagt til að samið yrði um áskriftir að gagna- söfnum sem minni þörf er fyrir. Nefndin lagði til að kostnaður við fyrsta áfanga, 10,8 milljónir króna, yrði fjármagnaður með fjárveitingum frá hinu opinbera í þrjú ár. í áfanga tvö var lagt til að þátttökusöfnin greiddu afnotagjald að upphæð 7 milljón- ir króna en hið opin- bera greiddi kostnað við samningagerð og framkvæmdir. Þriðji áfangi er framtíðar- verkefni sem þarf að skoða nánar en laus- lega áætlaður kostn- aður við hann var um 10 milljónir króna. Lagt var til að stofnað yrði til tíma- bundins verkefnis um framkvæmdina, t.d. til 3ja ára, en að þeim tíma liðnum yrði málið endurskoðað. Nefndin lagði til að framkvæmdin yrði í höndum verktaka og verkefnis- stjórnar sem menntamálaráðherra skipar. Verkefni verkefnisstjórnar og verktaka yrði m.a. þarfagreining, val á gagnasöfnum, samningagerð, markaðsfærsla, kynningarstarf og þjónusta við notendur. Lagt var til að aðgengi að gagnasöfnunum yrði um Internetið þar sem aðgengi að því væri til staðar, að öðrum kosti yrði samið um kaup á geisladiskum. Lagt var til að samningagerðin yrði í höndum sérfræðinga, lögfræðiaðstoð yrði aðkeypt og var lögð áhersla á að njóta þjónustu lögfræðinga sem hefðu sérhæft sig á þessu sviði. Taldi nefndin nauðsynlegt að skilgreind- ar yrðu helstu kröfur og forsendur íslensku bókasafn- anna og hafinn undirbúningur að gerð leyfissamn- inga hið fyrsta. Einnig að stöðugt eftirlit yrði með framkvæmd samninganna og þeir metnir með hlið- sjón af reynslu ogbreyttum aðstæðum. Lagt var til að verkefnisstjórnin skilaði að loknu þriggja ára tímabili skýrslu til menntamálaráðuneytisins þar sem fram kæmi hvernig gagnasöfnin hafi nýst og hvort verk- efnið hefði skilað tilætluðum árangri. Staða upplýsingamála 1999 Hröð þróun upplýsingatækni á undanförnum árum hefur valdið miklum breytingum á starfsumhverfi bókasafna. Hún hefur skapað þeim ýmis tækifæri til aukinnar fjölbreytni og þróunar þjónustu en jafnframt má sjá teikn á lofti sem gefa þarf gaum. Bókaverð- ir íslenskra rann- sókna- og sérfræði- bókasafna hafa um nokkurt skeið lagt á ráðin um með hvaða hætti megi tryggja ís- lensku mennta-, fræða- og rannsóknasamfé- lagi aðgang að nauð- synlegum gagnasöfn- um á rafrænu formi samkvæmt kröfu tím- ans. Hér er átt við gagnasöfn sem eru aðgengileg annað- hvort af geisladiskum á staðarneti eða af Internetinu, þannig að hver og einn geti leitað frá sinni starfs- stöð. Við fyrstu sýn gæti svo virst sem hér væri ekki vandamál á ferðinni, tæknin er til stað- ar og því ekkert því til fyrirstöðu að taka hana í þjón- ustu sína, enda eru íslendingar hátæknivædd þjóð sem vill standa jafnfætis öðrum þjóðum á sem flest- um sviðum. Vandinn sem við er að etja er hins vegar það háa verð sem greiða þarf fyrir aðgang að þeim gagnasöfnum sem æskilegt og jafnvel nauðsynlegt er að geta boðið afnot af. í yfirmarkmiði Framtíðarsýnar ríkisstjórnar ís- lands um upplýsingasamfélagið segir: íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mann- lífs og aukinnar hagsældar. (Framtíðarsýn rífeisstjórnar Islands um upplýsingasamfélagið, 1996, bls. 15) Ein af forsendum þess að íslendingar geti náð ofan- greindu markmiði er að þeim verði tryggður aðgang- Heilagur Hieronymus ritskoðar texta. Útskurður ífílabeinfrá 8. öld. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 37

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.