Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 41
ur að bókfræðilegum gagnasöfnum á rafrænu formi,
en það hefur bókasöfnum landsins reynst erfitt.
Meginástæða þess er sú að þau fræðasvið sem stund-
uð eru í landinu eru fjölbreytt og er því þörf á fjöl-
breyttu úrvali gagnasafna sem hvert um sig er aðeins
notað af fáum aðilum samanborið við það sem gerist
meðal fjölmennari þjóða. Aðgangur að gagnasöfnum
hefur einnig reynst bókasöfnunum svo dýr að segja
má að hann sé þeim flestum ef ekki öllum um megn.
Bókaverðir sem hafa um nokkurt skeið fylgst með
þróun þessara mála óttast að samkeppnisstöðu þjóð-
arinnar sé ógnað og að framþróun í vísindum og
tækni verði ekki sem skyldi ef íslenskir vísinda- og
fræðimenn, svo og nemendur og kennarar í skólum
landsins, hafa ekki sama aðgang að upplýsingalind-
um samtímans og starfsbræður þeirra meðal annarra
þjóða. Með öðrum orðum gæti, ef svo fer fram sem
horfír, íslendingum verið skipað í sess með vanþró-
uðum þjóðum heims sem ekki hafa bolmagn til að
njóta þess sem upplýsingasamfélagið hefur að bjóða,
þó ekki sakir fátæktar heldur vegna smæðar þjóðar-
innar.
Málþingið Upplýsingar á Interneti
Haustið 1997 var haldið málþing undir yfirskriftinni
Upplýsingar á Interneti - málþing um aðgang atvinnulífs
og vísindasamfélags að upplýsingum. Að málþinginu
stóðu Félag bókavarða í rannsóknabókasöfnum og
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Málþingið
var vel sótt og til þess voru boðaðir sérstaklega aðilar
úr stjórnkerfinu, menntakerfinu, atvinnulífinu og
rannsókna- og vísindasamfélaginu í landinu. Tilgang-
urinn með því að efna til umræðu um þessi mál var
að fá fram hver þörf íslensks samfélags væri fyrir að-
gang að upplýsingum úr gagnasöfnum. Til að kynna
hvað gert hefur verið erlendis á þessu sviði var dr.
Leslie Campbell Rampey frá Georgíuríki í Bandaríkj-
unum boðið að kynna GALILEO (http://galileo.
gsu.edu/Homepage.cgi) sem er skammstöfun á Geor-
gia Library Learning Online. GALILEO er samstarfs-
verkefni bókasafna í Georgíuríki um aðgang allra íbúa
fylkisins að gagnasöfnum. Frumkvæðið kom frá
nefnd um upplýsingamál í háskólasamfélagi Geor-
gíuríkis, sem fékk árið 1995 styrk til að vinna að verk-
efni sem kallað var A Vision for One Statewide Library.
Markmið verkefnisins var að leggja áherslu á að nota
upplýsingatækni á sem hagkvæmastan hátt til að
tengja bókasöfn og stofnanir þannig að sameiginlega
mætti nýta gagnasöfn til að efla menntun, vísindi og
rannsóknir í ríkinu. Leiðir að þessu markmiði voru
m.a. þær að koma á samstarfi og samráði í samning-
um við framleiðendur, útgefendur og seljendur gagna-
safna og upplýsingabanka svo að ná mætti hag-
kvæmari áskriftaskilmálum en orðið hefði ef hvert og
eitt bókasafn hefði samið fyrir sig.
Til undirbúnings málþinginu var að frumkvæði
nokkurra bókavarða ákveðið að gera könnun á því
hvaða tilvísanarit og gagnasöfn íslensk bókasöfn
keyptu og í hvaða formi þau væru, þ.e. prentuðu eða
rafrænu. Einnig var kannað hvort áhugi væri fyrir því
að vera með í sameiginlegum kaupum á áskriftum að
gagnasöfnum í rafrænu formi þar sem ljóst þótti að
það gæti verið hagkvæmt fýrir bókasöfn til tryggja
þannig aðgang að fjölbreyttum gagnasöfnum. Spurn-
ingablöð voru send til allra stærstu rannsókna- og
sérfræðibókasafnanna, en einnig til stærstu almenn-
ings- og framhaldsskólasafnanna, auk nokkurra val-
inna fýrirtækja og stofnana, þó að ekki væru starf-
andi þar bókasafnsfræðingar eða þar rekin sérstök
bókasöfn. Að tilskildum tíma liðnum var hringt í þá
sem ekki höfðu skilað í fyrstu umferð og fengust
þannig upplýsingar frá 50 bókasöfnum, þ.e. 7 há-
skólabókasöfnum, 32 sérfræðibókasöfnum, 7 almenn-
ingsbókasöfnum og 4 framhaldsskólasöfnum.
Meðal þess sem könnunin leiddi í ljós var að 17
bókasöfn höfðu aðgang að gagnasöfnum á geisladisk-
um, þ.e. 5 háskólabókasöfn, 11 sérfræðibókasöfn og 1
framhaldsskólasafn, en ekkert þeirra hafði aðgang-
inn beint af Internetinu eða innanhússnetþjóni sem
náði til allra starfsmanna eða viðskiptavina safn-
anna. Læknisfræðisafn Landspítalans svaraði ekki
könnuninni en þar hafa gagnasöfn frá Ovid, m.a.
Medline, verið aðgengileg á staðarneti bæði fyrir
starfsmenn Landspítalans og annarra stærstu sjúkra-
húsa landsins. Greinilegt var á niðurstöðum könnun-
arinnar að mikill áhugi er fyrir sameiginlegum kaup-
um á aðgangi að gagnasöfnum því 41 bókasafn lýsti
yfir áhuga á því, eöa 7 háskólabókasöfn, 24 sérfræði-
bókasöfn, 7 almenningsbókasöfn og 3 bókasöfn fram-
haldsskóla.
Gagnasöfn sem áhugi var fýrir voru 46 talsins og
eru, eins og gera má ráð fyrir, fjölbreytt að viðfangs-
efni þar sem bókasöfnin sem tóku þátt í könnuninni
starfa á mismunandi fræðasviðum. Eftirtalin gagna-
söfn voru oftast nefnd:
Nafn gagnasafns Hve oft
nefnt
CAB (Colorado Alliance in Bioengineering) 9
ABI/inform 6
ERIC (Educational Resources Information Center) 6
Current Contents 5
Medline 5
CINAHL (Cumulative Index to Nursing 4
and Allied Health) PsychlNFO 3
Biosis 3
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
39