Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 42

Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 42
Ljóst er af niðurstöðum könnunarinnar að mikill áhugi er fyrir því á íslenskum bókasöfnum að geta boðið viðskiptavinum sínum aðgang að þeim gagna- söfnum sem nauðsynleg eru íslensku rannsókna- og vísindasamfélagi, til eflingar þekkingar og nýsköp- unar í atvinnulífi. Einnig má í þessu sambandi ítreka þá sjálfsögðu skyldu menntakerfisins að kenna nem- endum í skólum landsins upplýsingalæsi og með hvaða hætti má hagnýta þekkingu mannkyns þjóð- inni til heilla. í lok málþingsins var eftirfarandi ályktun sam- þykkt einróma. í samræmi við stefnu ríkissljómar íslands í upplýsingamálum skorar málþing um Upp- lýsingar á Intemeti, haldið 11. september 1997, einróma á forsætisráðuneytið að skipa starfs- hóp er komi með tillögu um með hvaða hætti verði hægt að tryggja íslendingum aðgang að gagnasöfnum í gegnum Intemet. Starfshóp- urinn ljúki störfum fýrir lok mars 1998. Þarfir bókasafna Eftir að nefndin tók til starfa kannaði hún hvaða gagnasöfn væru í notkun hér á landi. Enginn samn- ingur hafði verið gerður á landsvísu um aðgang að gagnasöfnum en dæmi voru um samstarf. Heilbrigð- isþjónustan var, eins og áður hefur komið fram, með samning við fyrirtækið Ovid og tengdist gagnasöfn- um frá því á landsvísu um netþjón Landspítalans. Fjögur bókasöfn voru með sameiginlegan samning við fyrirtækið UMI um aðgang að gagnasafninu ABI- /inform. Auk þess voru nokkur bókasöfn með aðgang að gagnasöfnum samkvæmt sérsamningum. Nefndin stóð fýrir tveimur samráðsfundum bóka- varða á rannsókna- og sérfræðibókasöfnum og al- mennings- og skólabókasöfnum haustið 1998 til þess að kanna þörfina enn frekar. Var það hugsað sem viðbót við fyrrnefnda könnun frá árinu 1997 vegna málþingsins Upplýsingar á Interneti. Niðurstöður samráðsfundanna voru þær að þarfir eru misjafnar eftir skólastigum og fræðasviðum, en þörfin er þó mest hjá háskólabókasöfnum, sérfræði- og rann- sóknabókasöfnum og fyrirtækjum. Á fundinum kynntu fulltrúar framhaldsskólanna könnun sem þeir gerðu 1997 en samkvæmt niður- stöðum hennar vilja þeir leggja áherslu á að fram- haldsskólarnir hafi: • aðgang að íslenskum gagnasöfnum • aðgang að ýmsum almennum gagnasöfn- um, t.d. netáskrift að Britannica Online • aðgang að gagnasöfnum í helstu kennslu- greinum, t.d. á sviði umhverfismála Ekki hafði verið gerð könnun á vegum almennings- bókasafna en fulltrúar þeirra töldu brýnt að tryggja: • aðgang að sem flestum íslenskum gagna- söfnum • aðgang að erlendum gagnasöfnum með fullum texta • aðgang að gagnasöfnum sem nýtast í þágu atvinnulífsins • aðgang að alfræðiritum Fulltrúar grunnskólasafnanna töldu æskilegt að hafa: • aðgang að greinasafni Morgunblaðsins • aðgang að Britannica Online • aðgang að ERIC gagnasöfnunum • aðgang að ýmsum tölfræði- og landfræði- gagnasöfnum Eftirfarandi tafla sýnir erlend gagnasöfn sem komu fram í þessum tveimur könnunum auk gagnasafna sem nefndin valdi samkvæmt ýmsum ábendingum. Gagnasöfnin eru flokkuð samkvæmt fræðigreinum og er forgangsraðað samkvæmt þörfum ( 1, 2, 3). Merkt er við þau gagnasöfn sem eru nú þegar í áskrift með eftirfarandi skammstöfunum: HÍ Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn HA Háskólinn á Akureyri Bifr. Samvinnuháskólinn Bifröst VHR Viðskiptaháskólinn í Reykjavík Lsp Bókasafn Landspítalans Heilbr. Heilbrigðissviði Upplýsingamarkaðurinn og bókasöfnin Það er óumdeilanlegt hlutverk bókasafna landsins að safna, varðveita og miðla upplýsingum. Nú er svo komið að þau standa frammi fyrir þeim vanda að hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að greiða það verð sem erlendir seljendur gagnasafna setja upp. Bókasöfn geta því ekki boðið viðskiptavinum sínum þá þjónustu sem sjálfsögð þykir meðal nágranna- þjóða okkar. Sú aðstaða sem nú er að skapast gæti leitt til þess að íbúum landsins verði mismunað, þ.e. að allir hafi ekki sama aðgang að upplýsingum sem þeim eru nauðsynlegar vegna náms, kennslu, rann- sókna og þróunarstarfa, þar sem útilokað er að minni bókasöfn geti staðið ein undir kostnaði við áskriftir að gagnasöfnum. Vegna þess hve rannsóknasamfé- lagið hér á landi er lítið og þjóðin fámenn er jafnvel lægsta verð á gagnasöfnum mörgum bókasöfnum of- viða. Því verður að leita leiða til að tryggja að við njót- um hagkvæmni stærðarinnar og gerum landssamn- inga um aðgang að gagnasöfnum. 40 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.