Bókasafnið - 01.01.2001, Page 52

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 52
bókasöfnum, athuga á hvaða formi þau eru og einnig til að kanna áhuga á að kaupa tímaritin á rafrænu formi með landsaðgang í huga. Þeirri vinnu þurfti að ljúka fyrir næsta fund með fulltrúum birgja og út- gefenda sem haldinn var í september síðastliðnum. 3. Könnun Könnun var send í tölvupósti til 37 bókasafna; 7 há- skólabókasafna og 30 rannsókna- og sérfræðibóka- safna ásamt bréfi sem skýrði aðdraganda hennar og tilgang. Ákveðið var að almenningsbókasöfn ogbóka- söfn grunn- og framhaldsskóla væru ekki með að þessu sinni. Könnunin var í tvennu lagi. í fyrsta lagi var sent spurningablað með eftirfarandi spurningum: 1. Heiti og aðsetur bókasafns 2. NotendaQöldi starfsfólk stofnunar/skóla Qöldi háskólamenntað starfsfólk starfsfólk í rannsóknastöðum sem stundar eingöngu rannsóknir aðrir starfsmenn nemar í BEd/BA/BS námi nemar í MA/MS námi nemar í doktorsnámi aðrir nemar heildarfjöldi 3. Á hvaða formi viltu kaupa tímarit sem til eru bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu? Merkið með x öll tímarit ákveðin/valin tímarit í prentaðri útgáfu í rafrænni útgáfu í prentaðri og rafrænni útgáfu 4. Telur þú mikilvægt að reynt sé að semja um lands- aðgang að rafrænum tímaritum? Merkið með x mjög mikilvægt frekar mikilvægt ekki mikilvægt 5. Myndi þitt safn taka þátt í samstarfi um landsað- gang að rafrænum tímaritum? já nei Þessum spurningum var ætlað að kanna og meta áhuga á aðgangi að rafrænum tímaritum á landsvísu. Svörin voru að sjálfsögðu á engan hátt bindandi um þátttöku í framtíðinni, enda um könnun að ræða. í öðru lagi var beðið um lista yfir tímarit í áskrift. Þar þurftu eftirfarandi upplýsingar að koma fram fyr- ir hvert tímarit: ISSN númer, titill, útgefandi og hvort tímaritið væri keypt í prentaðri útgáfu, rafrænni eða hvoru tveggja. Auk þessara atriða var beðið um sam- skrártákn viðkomandi safns. Eingöngu var verið að kanna þau rafrænu tímarit sem keypt eru í áskrift, en ekki þau sem söfnin hafa aðgang að í gagnagrunnum. Könnunin tók heldur ekki til tímarita sem söfnin fá að gjöf eða í skiptum. Ekki var ætlunin að gera tæmandi skrá yfir erlend tímarit sem keypt eru í landinu hjá þessum safnateg- undum heldur að fá nokkra yfirsýn og hafa aðgengi- legar á einum stað upplýsingar um helstu tímarit sem keypt eru í áskrift. Þrátt fyrir að könnunin væri send út um mitt sumar var svörunin mjög góð, eða rúmlega 90%, og starfsfólk safnanna yfirleitt mjög fúst til samstarfs eins og þátttakan sýnir. Af þeim 37 bókasöfnum sem fengu könnunina senda svöruðu 35 söfn henni en þar af var eitt safn sem sendi eingöngu lista yfir tímaritaáskriftir en svaraði ekki spurningunum. Tvö söfn höfðu ekki tök á að vera með í könnuninni að þessu sinni en sýndu verkefninu mikinn áhuga. Niðurstöður sýna að á langflestum söfnum er vilji til að kaupa áfram ákveðin tímarit í prentaðri útgáfu, önnur aðeins í rafrænni útgáfu og sum rit bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu. Hér mátti merkja við fleiri en einn möguleika. 50 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.