Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 54
mikill vilji er fyrir því að reynt sé að semja um lands-
aðgang að rafrænum tímaritum enda hefði slíkt í för
með sér mikla hagræðingu og sparnað.
Verkefnisstjórnin er að stíga fyrstu skrefin í samn-
ingum um aðgang að tímaritum fyrir landsmenn alla
og víst er að upplýsingarnar úr könnuninni munu
nýtast vel í þeim samningaviðræðum. í október 2000
var skrifað undir samning við fyrirtækið Bell&Howell
um landsaðgang að gagnasöfnunum Proquest 5000,
Literature Online og Literature Online for Schools.
Listinn úr könnuninni var notaður til að bera saman
hvaða tímarit eru í áskrift hér á landi af þeim tímarit-
um sem eru í áðurnefndum gagnasöfnum. Það kom í
Ijós að á þessum 35 söfnum eru keypt um 470 tímarit
sem eru aðgengileg með öllum texta í gagnasöfnun-
um frá Bell&Howell.
Nýgerður samningur við Bell&Howell markar tíma-
mót því um er að ræða landsaðgang að fjölda gagna-
grunna á ýmsum sviðum sem innihalda tilvísanir í
rúmlega 7000 tímarit og allan texta um 3500 tímarita.
Landsaðgangur þýðir að aðgangur er opinn fyrir allar
IP tölur á íslandi, en IP-tala er eins konar „kennitala"
nettengdrar tölvu. Því er aðgangur að gagnasöfnun-
um heimill fyrir allar tölvur sem hafa aðgang að
Internetinu í gegnum íslenska þjónustuaðila.
Með því að sameinast um kaup á gagnasöfnum og
tímaritaáskriftum ná bókasöfn meiri hagkvæmni í
innkaupum þannig að sameiginlegir fjármunir nýtast
betur og hagræðing hlýst af. Ljóst er að starf verk-
efnisstjórnarinnar er ákaflega brýnt og með samn-
ingum á landsvísu mun aðgangur landsmanna að
fjölþættum upplýsingum aukast stórlega.
Nánari upplýsingar: sjá slóðina
http://www.vhr.is/kennarar/solveigth/Annad.htm
Þióðskjalasafn íslands
Laugavegi 162- 105 Reykjavík
Lestrarsalurinn er opinn
kl. 10-18 mánudaga
kl. 10-19 þriðjudaga
kl. 10-18 miðvikudaga-föstudaga
Sími 562 3393
Summary:
Nationwide access to electronic journals : a study of
the attitude of libraries
A Project Group was appointed by the Icelandic
Ministry of Education in January 2000 to work
towards a nationwide access to electronic journals
and databases.
One of its’ tasks was to gather information on
current journal subscriptions in electronic and
printed form and also of the attitude of Icelandic
university and reasearch libraries to nationwide
access to electronic journals.
A study was carried out during the summer 2000,
where a questionnaire was sent to 37 libraries, of
which 35 responded.
The libraries subscribe to ca. 3900 journal titles, of
which 660 are both in electronic and printed format.
Only 14 are solely in electronic format. There was an
overwhelming support for the idea of negotiating
contracts with suppliers for nationwide access to
electronic journals, as it would mean great
rationalization and cutting of costs for the libraries.
In October 2000 a contract was made with
Bell&Howell for nationwide access to the databases
Proquest 5000, Literature Online and Literature
Online for Schools. A comparison of the journals
available there in full-text showed that 470 of them
are subscribed to by the libraries participating in the
study. D.H.
Vaka Helgafell
52
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001