Bókasafnið - 01.01.2001, Side 55

Bókasafnið - 01.01.2001, Side 55
Guörún Karlsdóttir Slóvenía sótt heim - Afmðstefnu í Landsbókasafni Slóveníu - Háskólabókasafni, Ljubljana, í september 2000, um fjölþjóðlegt orðasafn í bókasafns- og upplýsingafræði - Sitthuað um bókasöfn í Slóveníu Um hugtök og heiti í bókasafns- og upplýsingafræði Fjölþjóðleg ráðstefna um evrópskt orðabókarverkefni á sviði bókasafns- og upplýsingafræði var haldin dagana 28.-29. september 2000 í Landsbókasafni Slóveníu - Háskólabókasafni (Narodna in Univer- zitetna knjiznica), í Ljubljana, og var heiti hennar Dic- tionaries of Library Terminology - Selection, Arrange- ment and Presentation of Lexicographic Material - International Conference. Orðabókarverkefnið sem var hvatinn að ráðstefnunni gengur á ensku undir vinnuheitinu Multilingual dictionary o/ library termino- logy - international project, en það mætti útleggja á ís- lensku sem Fjölþjóðlegt orðasafn í bókasafns- og upplýsingafræði. Orðasafnið kemur þó inn á fleiri svið sem segja má að skarist að nokkru, svo sem tölv- unarfræði og bókagerð. Þrátt fyrir þessa spanvídd verður orðasafnið þó varla tæmandi á kjarnasviðinu í fýrstu lotu, því að meiri áhersla verður lögð á að reyna að ljúka því fremur fyrr en síðar og þarf þá að setja því mörk, að auka ekki um of við orðaforðann sem ákveðinn var í upphafi og þenja það ekki út í þessari fýrstu gerð. Fjallað var á ráðstefnunni um sjálft orðasafnið og framvindu þess verks en einnig var talsvert komið inn á skyld svið í alþjóðlegu og þjóðlegu samhengi, einkum notkun hugtaka og nýyrðasmíð, og nauðsyn þess að halda þjóðtungunni við á upplýsingasviði sem og öðrum sviðum. Miklu skiptir að staðlar og handbækur á sviði bókasafns- og upplýsingafræði séu til á þjóðtungunum auk alþjóðamálsins sem í þessu tilviki er enska. Mikið er til af alþjóðlegum bók- fræðilegum stöðlum og handbókum. Flokkunarkerfi og efnisorðaskrár hafa fyrst og fremst stuðst við ensk-ameríska hefð. Kennslufræðilegt gildi þessara gagna er mikið fyrir kennara og nemendur í bókasafns- og upplýs- ingafræði og allt annað bókasafnsfólk. Ljóst er að þýðingar rita af þessu tagi yfir á þjóðtungur stuðla að því að orðaforða í bókasafns- og upplýsingafræði sé haldið við í hverju landi og ætti það jafnframt að styrkja þróun og nýsköpun í þessum geira. Sama gild- ir um þýðingar á aðgerðum, fyrirsögnum, skipunum og heitum valmynda í kerfisþáttum bókasafnskerfa, en þar verður óhjákvæmilega til mikill sérhæfður orðaforði sem þarf að komast á skrá. Ekki má gleyma því, að starf málnefnda í hinum ýmsu greinum og löndum er mikilvægt fyrir allt bókasafnsstarf, safn- notendur og bókasafnsfólk því að allur orðaforði nýt- ist á einhvern hátt sem lykill að höllum þekkingar og skemmtunar, m.a. sem undirstaða að stöðluðum efn- isorðaskrám, lyklun og endurheimt upplýsinga. Teningunum kastað Upphaf orðasafnsins sem hér hefur verið til umfjöllun- ar má rekja til Slóveníu. Þar hófst vinna við ensk- slóvenskt orðasafn í bókasafnsfræði á árinu 1986. Frá og með árinu 1996 var ákveðið færa út kvíarnar og gera verkefnið að samvinnuverkefni fleiri þjóða. Reynt var að fá sem flestar evrópskar þjóðir til að taka þátt í því orðasafninu og var því ætlað að spanna þorra þeirra tungumála sem töluð eru í álfunni. Leitað var til evr- ópskra landsbókasafna um þátttöku. Hátt í tuttugu stofnanir brugðust jákvætt við, sumar strax, aðrar síð- ar. Um mitt ár 1998 höfðu tekist samningar um þátt- töku þeirra flestra, þ.á m. var gerður samningur við Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, og einnig sérstakur samningur við þá sérfræðinga sem vinna áttu verkið. Þá var sett á fót vefsetur fyrir verkefnið hjá Landsbókasafni Slóveníu - Háskólabókasafni, í Ljubl- jana, en þaðan er þessu mikla verki stýrt. Samskipti við þátttakendur í hinum ýmsu löndum annast Ivan Kanic, forstöðumaður upplýsingadeildar safnsins. íslenski hlutinn er unninn af Auði Gestsdóttur og undirritaðri, Guðrúnu Karlsdóttur, sem hefur frá upp- hafi verksins verið hérlendur tengiliður þess við verk- efnisstjórnina fyrir hönd Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. Sótti hún ráðstefnuna í Ljubljana og flutti þar erindi sem nefnist The Icelandic Perspective on Library Terminology - Some Reflections on How a Small Language Can Suruiue in the Globai ViIIage ofToday. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 53

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.