Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 61
Bækur og líf
Gróa Finnsdóttir
Bækurnar í lífi mínu
Bækurnar í lífi mínu um
þessar mundir eru þrjár að
tölu og fjalla allar meira
eða minna um það sem
talið er að muni vonandi
einkenna nánustu framtíð
okkar - nema mannskepn-
an sé einhuga um að
tortíma sjálfri sér fljótt og
örugglega - nefnilega
mannrækt. Þær eru: Ljóða-
safn Snorra Hjartarsonar sem ég hef raunar alltaf við
hendina mér til sáluhjálpar og til að minna mig á
uppruna minn sem íslendingur, The Body Shop book of
wellbeing : mind, body and soul sem er heiðarlegasta og
dásamlegasta bók sem ég hef lesið varðandi listina að
láta sér þykja vænt um líkama sinn og sjálfa sig, yst
sem innst, og ekki síst sinnir hún rækt hugans, og að
síðustu bókin sem hér skal fjallað um, Amazon beam-
ing.
Þegar við stöldrum við og skoðum heiminn og
okkur mannskepnurnar í dag við aldaskil, þá sjáum
við hvað við höfum afrekað hingað til. Þrátt fyrir öll
vísindin og allar tækniframfarirnar, alla stærðfræði-
þekkinguna (sem fólk hér uppi á íslandi virðist halda
að sé rót hamingjunnar þótt ég hafi sjálf komist
ágætlega af í lífinu og í fjögurra ára háskólanámi með
þá stærðfræðiþekkingu eina sem ég aflaði mér fram
að 12 ára aldri) þá höfum við samt lítið lært hvað
varðar náungakærleika. Enn framleiðum við dráps-
tæki sem aldrei fyrr og erum enn einu dýr merkur-
innar sem drepum okkar eigin tegund okkur til
skemmtunar. Við þykjumst elska börnin okkar á
sama tíma sem við hömumst við að menga og
skemma umhverfi okkar sem afkomendur okkar eiga
að lifa í um ókomin ár. Við neitum að horfast í augu
við einfaldar lausnir sem ýmsar náttúruþjóðir hafa
komið fram með hvað þetta varðar, því þær eru
sennilega of einfaldar og kosta ekkert. Samt er það í
eðli hverrar hugsandi mannveru að leita nýrra leiða,
nýrra uppsprettna þroska og leiðsagnar úr þeim
vanda sem við erum í hverju sinni. Og þá er líkt og
æðri máttarvöld (aðrir segja tilviljanir, verði þeim að
góðu með það!) láti á vegi okkar verða ýmsar stiklur
okkur til bjargar, í mínu tilviki bækur.
Þannig var að góður frændi minn lánaði mér bók
sem hann sjálfur hafði keypt úti í Afríku sem heillaði
mig svo að ég keypti hana handa sjálfri mér eftir
ærna fyrirhöfn. Þessi bók er uppseld í bókabúðum
heimsins þegar þetta er skrifað og ekki hefur hún
fengist hérlendis enn sem komið er að minnsta kosti,
en vonandi fá íslenskir bókaunnendur að njóta henn-
ar ef hún verður endurprentuð. Bókin heitir Amazon
beaming og er rituð af Petru Popescu, rúmenskum
Bandaríkjamanni sem ritað hefur a.m.k. tvær
spennusögur. Bókin er hins vegar sannsöguleg og
byggð á frásögn og viðtölum við Loren Mclntyre,
þekktan bandarískan ljósmyndara og rithöfund sem
lengst af hefur starfað fyrir hið fræga tímarit National
Geographic Journal. Mclntyre er margreyndur ferða-
maður, ekki síst á þær slóðir sem ferðamenn sækja
yfirleitt ekki heim. Þekktasta ritverk Mclntyre auk
ótölulegs fjölda greina í National Geographic og víðar
er án efa The incredible Incas and their timeless iand,
útgefin af National Geographic Society 1975 og svo að
sjálfsögðu bókin sem hér um ræðir, því þótt hún sé
skráð af öðrum er hún frásögn hans.
Sagan greinir frá ferð Mclntyre inn í afskekktasta
og minnst þekkta hluta Amazonsvæðisins, upp með
þveránni Javari í leit sinni að þjóðflokki Mayoruna
indíána sem hafði aldrei komist í snertingu við
vestrænar manneskjur. Þeir voru einnig taldir vera
þeir einu sem vissu um hin raunverulegu upptök
Amazonfljótsins. Skemmst er frá því að segja að
Mclntyre finnur Mayoruna fólkið, eða öllu heldur
finnur það hann, og er hann þvingaður til að fylgja
þeim ætli hann að lifa af í þessum mesta frumskógi
veraldar.
Margar slíkar sögur hafa verið skrifaðar um
reynslu vestrænna manna meðal ýmissa náttúru-
þjóða en þessi er þó frábrugðin að því leyti að Mcln-
tyre sem var í eðli sínu mjög jarðbundinn og lítt hjá-
trúarfullur varð fyrir þeirri óvenjulegu reynslu að
geta skipst á hugsunum við þetta fólk eða það sem
hann kallaði „beaming". Mayoruna fólkið segir hon-
um þannig frá ákvörðun sinni að hverfa aftur til upp-
hafs síns, undan ágengni og spillingu hinna vestrænu
þjóða sem eru á góðri leið með að eyða þessu stærsta
„lunga“ jarðarinnar, sjálfu Amazonsvæðinu, í græðgi
sinni og skammsýni. Þó ber að geta þess að Mayoruna
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
59