Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 64

Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 64
ytra ef einhver áhugasamur gæfi sig að því verkefni. Þessi bók Koch er að mörgu leyti sérstætt verk. Ekki aðeins vegna þess hve þröngt þetta svið er heldur er yfirgripsmikil þekking hennar á íslenskri ættfræði og persónusögu afar óvenjuleg, sérstaklega þegar þess er gætt að hér er um að ræða konu af erlendum upp- runa. Bókin gagnast öllum þeim sem vilja rannsaka þýsku öldina á íslandi og þá sér í lagi tengsl íslend- inga við Hansakaupmenn frá Hamborg og ferðalög íslendinga þar. Þessi bók má þó ekki kallast uppfletti- rit, þótt oft sé henni þannig skipað niður, en hún er þó þeirrar gerðar að líklega er hún á náttborði fremur fárra lesenda. Helst að þessi bók sé ein þeirra sem gamli kennarinn minn hefði viljað að við læsum við skrifborð og fyrr var á minnst. Á BÓKASAFNINU Kristján Kristjánsson: Fjórða hæðin (Iðunn, 1993) Ég var altekinn af lestrarástríðu og gerðist fastagestur í Bókasafninu. í fyrstu valdi ég mér bækur af handahófi því ég las einfaldlega til að lesa. Engin bók var svo aum að ég gæti ekki gleymt mér yfir henni; ég geystist yfir síðurnar, orðin leystust upp og runnu saman í lifandi myndir. Ekkert hindraði leið mína að söguþræðinum sem ég rakti upp af síðunum líkt og ég væri að vinda upp á hnykil. Tvisvar til þrisvar í viku kom ég við á safninu og fékk lánaðar bækur. Lestrarhraðinn jókst jafnt og þétt og Eiríki var nógboóið einn daginn þegar ég skilaði fjórum bókum strax daginn eftir að ég fékk þær að láni. „Þú lest, Heimir minn.“ ,Já.“ „Eru örugglega búnn að lesa þessar bækur? Fékkstu þær ekki hjá mér í gær?“ spurói hann og virti tortrygginn fyrir sér bókastaflann sem ég hafði lagt á borðið fyrir framan hann. Hann leit upp og gerði tilraun til að hvessa döpur augun. Ég kinkaði kolli. „Við skulum sjá,“ sagði hann og greip efstu bókina úr bunkanum og byrjaði að fletta henni. Og síðan hlýddi hann mér yfir. Hvað hétu helstu persónurnar? Hvað gerðist þegar Kjartan kom í heimsókn? Hversvegnatýndisthundurinnífimmtándakafla? Ég svaraói skýrt og hiklaust. Þannig spurði hann mig útúr öllum fjórum bókunum og í ljós kom að ég hafði greinilega lesið þær allar. „Hvernig stendur á að höfundarnöfnin byrja öll á f?“ „Af því að ég er kominn að effunum.“ „Hvað áttu við?“ „Ég er núna í hillunni þar sem höfundarnir heita eff-eitthvað. Ég les þær í réttri röð. Eins og Edison gerði. Það er sagt frá þessu í ævisögunni. Fyrst a og svo b og svo...“ „Lestu bækurnar eftir stafrófsröð höfundanna?" „Já, eins og Edison,“ svaraði ég. „Það er best. Ég ætla hvort sem er að lesa þær allar.“ „Þú ert nú meiri maðurinn.“ „Nei,“ sagði ég. „Ég er bara níu ára.“ Eiríkur hóstaði frá sér einhverju sem minnti á hlátur og bandaði mér í burtu. „Þú ert ágætur. Haltu bara áfram að lesa.“ (bls. 73-74) 62 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.