Bókasafnið - 01.01.2001, Page 66

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 66
AUGLÝSING Andrés Erlingsson , ráögjafi Rafræn skjalavarsla, ný sýn á nýrri öld Gífurlegar breytingar hafa orðið á starfi skjalavarða og annarra sem sinna skjalavörslu á fáum árum og eru þær breytingar á á öllum sviðum skjalavörslu. Hæst ber þar náttúrulega að geta, þróun upplýs- ingatækninnar sem hefur leitt til margvíslegra nýjunga s.s. á sviði tölvutækni, bæði hugbúnaðar og vélbúnaðar. Þetta hefur leitt til þess að enn fleiri nýta sér nú gögn á rafrænu formi. Þá hefur verald- arvefurinn (Internetið) margfaldað aðgengi fólks að upplýsingum og gögnum. Þróun fjarskiptatækninn- ar (GSM/WAP nettengingastaðallinn) hefur einnig gert fólki kleift að nálgast ýmsar upplýsingar óháð því hvar það er statt hverju sinni. Þessar breytingar hafa einnig kallað á nýjar stjórnunaraðferðir (til dæmis þekkingarstjórnun/- skjalastjórn) þar sem horft er á virði upplýsinga (upplýsingar sem auðlind). Þessar breyttu áherslur í þjóðfélaginu og atvinnulífinu hafa einnig kallað á nýja hugsun og nýja starfshætti. Skjalaverðir nú- tímans hafa þurft að tileinka sér þekkingu á sviði tölvunotkunar, hugbúnaðar, fjarupplýsinga og ann- arra tæknisviða sem í dag mynda þann grunn nýrra upplýsinga sem eru víðast hvar í notkun í dag. En um leið og eðli upplýsinganna hefur breyst hafa þær dreifst líka til muna innan hvers vinnustaðar. Áður fyrr varðveittu skjalaverðir fmmrit af inn- komnum og útsendum skjölum í málamöppum á skjalasafni og starfsfólk fékk aðeins afrit af þeim til að vinna með. Alltaf átti að vera hægt að ganga að fmm- skjölunum vísum. í dag horfir öðmvísi við. Hver starfs- maður geymir mikið magn skjala á sinni tölvu sem ekki em aðgengileg öðm starfsfólki t.d. ef viðkomandi er í leyfi eða veikur. Þetta skapar þær aðstæður að upp- lýsingaflæði innan vinnustaðarins er alltof oft ekki nógu gott og aðgengi að gögnum takmarkað. En hvað er til ráða kunna einhverjir að spyrja? Mjög margir opinberir aðilar og einkafyrirtæki hafa fjárfest í í hugbúnaði sem heldur utan um skjöl vinnustaðana. GoProCase er slíkur hugbúnaður. Það kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1993 þegar Hugvit hannaði í samvinnu við Stjórnarráð íslands og ráðuneyti þess skjalavistunarkerfi sem að varðveitir öll skjöl þessara stofnana eftir fýrirfram ákveðnu skráningar- og vistunarkerfi. Þetta kerfi hefur verið í stöðugri þróun síðan og í dag hafa fjöldamargar aðrar stofnanir og fyrirtæki tekið þetta kerfi upp. Bæði er hægt að stýra skjalaferli vinnustaðana í gegnum málaskrá og einnig býður það upp á að skjölum er raðað eftir viðskiptavinum eða samskiptaaðilum og vistuð í málamöppur tengdar þeim. Þá býður kerfið upp á það að öll skjöl sem mynd- ast innan vinnustaðarins eru gerð í kerfinu undir viðkomandi viðskiptavini og vistast beint undir þá. Hægt er að leita að viðskiptavinum, málum og skjölum eftir hinum ýmsu leitarskilyrðum auk þess býður kerfið upp á það að þau gögn sem í því eru geymd séu skráð samkvæmt bréfalykli og hvaða málaflokkum þau tilheyra. Þetta gerir það að verk- um að öll leit í GoPro er afar öflug og fljótleg. GoPro er keyrt á sameiginlegum miðlara sem gerir öllum starfsmönnum kleift að nálgast þau gögn sem eru í notkun hjá vinnustaðnum sem og eldri gögn. Þannig stuðlar GoPro að öflugu upplýsingaflæði innan vinnustaðarins um leið og það sinnir allri skjalastýringu þess. Á síðasta ári kom út ný viðbót við GoPro, svoköll- uð Thin Client þar sem hægt er að vinna í kerfmu óháð staðsetningu, þ.e. í gegnum vefmn og þannig tryggt að öll skjölun fari fram í kerfinu og vistis á miðlara vinnustaðarins. Þá eru margs konar við- bætur til við kerfið s.s. e-statistics sem býður upp á margvígslega tölfræðiúrvinnslu úr GoPro, GoPro Archive sem flytur óvirk gögn úr kerfinu yfir á geymslubrunn eftir fýrirfram ákveðnum skilgreind- um ferlum, GoPro Geymsluskrá sem er sérhannað með þarfir skjalavistunar í huga en hugbúnaðurinn vinnur geymsluskrár og límmiða á öskjur úr GoPro Case í samræmi við kröfur Þjóðskjalasafns íslands um frágang og skráningu óvirkra gagna, og að lokum má nefna bókasafnsbrunn sem að heldur utan um skráningu og útlán prentaðs efnis. Lesendur eru hvattir til að kynna sér nánar hvað er í boði varðandi skjalavistun og skjalastjórn er bent á að skoða heimasíðu Hugvits en vefslóðin er www.hugvit.is 64 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.