Bókatíðindi - 01.12.2014, Side 14
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa12
Barnabækur ÍSLENSKAR B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Síðasti galdrameistarinn
Ármann Jakobsson
Myndir: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Þegar síðasta meðlimi Drekasér-
sveitarinnar mistekst að fella síðasta
drekann í ríkinu þarf Kári að glíma
við þrjár þrautir til að sanna galdra-
kunnáttu sína. Verst að hún er engin!
Spennandi ævintýrasaga um hugrekki
og vináttu, undirferli og svik, fyrir
lesendur frá níu ára aldri.
194 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
D
Skrímslakisi
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og
Rakel Helmsdal
Litla skrímslinu þykir ógurlega vænt
um litla kettlinginn sinn en dag einn
hverfur hann og litla skrímslið er
miður sín. Skrímslakisi er áttunda
bókin í flokki sem hefur verið þýddur
á fjölmörg tungumál og hlotið verð-
laun og viðurkenningar.
27 bls.
Forlagið – Mál og menning
C
Elfar Logi Hannesson les
Skrímslasögur
Uppl.: Elfar Logi Hannesson
Sögur af skrímslum á Íslandi hafa
gengið allt frá landnámi. Skrímsli
þessi eru margskonar, stór, lítil, ljót og
jafnvel lífshættuleg. Á þessari hljóð-
bók er að finna úrval skrímslasagna
úr þjóðsagnaheimi þjóðarinnar.
77 mín.
Kómedíuleikhúsið
D
Sóla og sólin
Ólöf Sverrisdóttir
Myndskr.: Rio Burton
Sóla er dóttir Grýlu og einu sinni var
hún lítið barn. Þá bjó hún í Grýlu-
helli ásamt jólasveinunum, Grýlu og
Leppalúða. Þessi saga fjallar um það
þegar sólin týndist og Sóla hélt af stað
til að finna hana. Hún hittir ýmsar
verur og dýr sem eru mishrifin af því
að fá aftur sólina og vorið …
30 bls.
Óðinsauga Útgáfa
D
Orkidea og ævintýri orðanna
Svanhvít Magnúsdóttir og Jóhanna Lan
Myndir: Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Bókin fjallar um það hvernig Orkidea
uppgötvar ævintýraheim orðanna
með móður sinni og lærir að lesa og
skrifa. Áhugaverð bók þar sem ritun
er stór þáttur í lestrarnáminu. Bókin
er skrifuð með það í huga að foreldrar
og börn lesi og læri saman.
www.facebook.com/orkideaogae-
vintyriordanna
31 bls.
Svanhvít Magnúsdóttir
D
Orri og Orca
(Háhyrningurinn)
Ida Surjani
Fyrir alla aldurshópa. Falleg & hug-
ljúf saga um átta ára íslenskan dreng
og draum hans um að byggja stórt
fiskabúr í stofunni heima hjá sér svo
hann geti haft vini sína háhyrningana
hjá sér. Fæst hjá Einhverfusamtök-
unum 8972682, Láki Tours 5466808,
Eldingu 8241081, Minnheimur@mail.
com, Hahyrningurinn@gmail.com
31 bls.
J-A-G BOOKS
D
Rambað á Reginfjall
Helgi Ingólfsson
Myndskr.: Vladimiro Rikowski
Í þorpi í Sæludal, friðsælli vin í mörk-
inni, búa Hlemmarnir, iðnir við kál-
rækt og múlkúabúskap, en áhugalaus-
ir um umheiminn. Uns einn góðan
veðurdag þegar tveir Hlemmastrákar,
Bjartur og Þórgnýr, álpast að heiman
knúnir forvitni og komast að því að
margt ævintýrið býr hér í heimi…
137 bls.
Óðinsauga Útgáfa
G
Risaeðlugeitungurinn
Árni Árnason
Myndskr.: Halldór Baldursson
Hér er fjallað um þær skepnur sem
ríktu á jörðinni löngu áður en maður-
inn birtist í þróunarsögunni. Varpað
er ljósi á þennan dularfulla tíma í
léttu máli og með skemmtilegum
myndum. Inn á milli eru verkefni sem
tengjast þessum furðuskepnum, bæði
til að teikna og lita, sem og krossgátur
eða orðarugl.
48 bls.
IÐNÚ útgáfa