Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 54
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa52
Skáldverk ÞÝDD B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Hinn litlausi Tsukuru Tazaki
og pílagrímsár hans
Haruki Murakami
Þýð.: Ingunn Snædal
Á menntaskólaárunum átti Tsukuru
fjóra bestu vini. Dag nokkurn tilkynntu
þau að þau vildu hvorki sjá hann né
heyra nokkurn tíma aftur. Þegar hann
kynnist Söru fyllist hann löngun til
þess að gera upp fortíðina og komast
að því hvað gerðist. Einn vinsælasti og
virtasti höfundur samtímans.
260 bls.
Bjartur
E F
Húsið við hafið
Nora Roberts
Þýð.: Ásdís Guðnadóttir
Hið dularfulla Kletthús er griða-
staður í huga stjörnulögfræðingsins
Elis Landon. Honum hefur gengið allt
í haginn en þegar kona hans finnst
myrt leitar hann skjóls á þessu ætt-
arsetri, bugaður á sál og líkama. Þar
kynnist hann nýrri konu en brátt fara
í gang undarlegir atburðir.
485 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
E F
Í innsta hring
Viveca Sten
Þýð.: Elín Guðmundsóttir
Völd, virðing og metnaður takast
á í skuggalegu ráðabruggi þegar
varaformaður konunglega sænska
lystisnekkjuklúbbsins er skotinn til
bana. Sögusviðið er ein af sumar-
leyfisparadísum sænska skerjagarðs-
ins. Sænskur gæðakrimmi eftir nýju
drottninguna á sænska glæpasagna-
himninum.
432 bls.
Ugla
E
Í leyfisleysi
Lena Andersson
Þýð.: Þórdís Gísladóttir
„Ég las hana í einni lotu, eins spennt-
ur og maður verður þegar skáldsaga
hittir gjörsamlega í mark. ... Hún er
hræðileg en líka hræðilega skemmti-
leg. Kristaltær greining á vonlausum
ástríðum og einsemd sálarinnar.“
Daniel Sandsström, Svenska Dagbla-
det. – NEON
204 bls.
Bjartur
D
Hátíð merkingarleysunnar
Milan Kundera
Þýð.: Friðrik Rafnsson
Hátíð merkingarleysunnar er ætlað
að varpa ljósi á grafalvarleg vandamál
án þess að segja eitt einasta orð af al-
vöru, heillast af samtímanum en forð-
ast raunsæislegar lýsingar. Lesendur
Kundera kannast við alvöruleysið
sem einkennir skáldsögur hans ...
Undraverð samantekt.
136 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Heiður
Elif Shafak
Þýð.: Ingunn Ásdísardóttir
Tvíburasysturnar Jamila og Pembe
eru fæddar og uppaldar í kúrdísku
þorpi. Pembe flytur til London, þar
sem sonur hennar Iskander fær
það hlutverk að verja heiður fjöl-
skyldunnar. Hann telur hægt að elska
manneskju af hug og hjarta en vera
jafnframt reiðubúinn til þess að gera
henni mein. – NEON
394 bls.
Bjartur
E
Hellisbúinn
Jørn Lier Horst
Þýð.: Örn Þ. Þorvarðarson
Ný glæpasaga eftir verðlaunahöf-
undinn Jørn Lier Horst einn fremsta
glæpasagnahöfund Noregs.
Nágranni yfirlögregluþjónsins
William Wisting finnst látinn á heim-
ili sínu. Skömmu síðar finnst lík á
skógarhöggssvæði. Líkfundurinn leið-
ir til mestu leitar í norskri glæpasögu.
351 bls.
Draumsýn ehf
E F
HHhH
Laurent Binet
Þýð.: Sigurður Pálsson
Prag 1942. Tveir menn eru komnir
frá London til að drepa þann þriðja,
Reinhard Heydrich, yfirmann
Gestapo, sem ýmist var kallaður Böð-
ullinn í Prag, Ljóshærða villidýrið eða
Hættulegasti maður Þriðja ríkisins.
Bókin hlaut Prix Gouncourt, helstu
bókmenntaverðlaun Frakka.
376 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
bokaforlagidbifrost@simnet.is
Sími 511 2400
Kate lá í rúm inu sínu og horfði
á móð ur sína. Hún var kom in í
rauð an kjól og bú in að setja á
sig rauðu há hæla skóna. Þá kom
pabbi inn í svefn her berg ið.
Þessa nótt fórst móð ir
henn ar í báts slys inu.
Ein magn að asta spennu saga
Mary Higg ins Clark.
Drottning spennusögunnar
Nú einnig
sem kilja