Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 123
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 121
Útivist, tómstundir og íþróttirB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Tíminn minn 2015
Björg Þórhallsdóttir
Myndskreytt dagbók eftir íslensku
listakonuna Björgu Þórhallsdóttur.
Hlý orð og frábærar myndir hennar
hafa gert hana að einum vinsælasta
listamanni Noregs. Persónuleg og
hlý dagbók. Kemur nú út annað árið
í röð.
120 bls.
Bókafélagið (BF-útgáfa)
D
Treflaprjón
53 uppskriftir á kríli,
krakka, konur og karla
Guðrún S. Magnúsdóttir
Myndir: Ýmir Jónsson
Einfaldar og skýrar uppskriftir að
treflum, krögum og vefjum fyrir
börn og fullorðna sem og gagnlegar
leiðbeiningar, góð ráð og kennsla í
því prjóni og hekli sem kemur fyrir í
uppskriftunum. Tilvalin bók fyrir alla
sem hafa áhuga á prjónaskap.
128 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
A
Tvöfalt prjón
Flott báðum megin
Guðrún María Guðmundsdóttir
Tvöfalt prjón er tækni sem er þekkt
víða um heim en hefur lítið verið
kynnt hér á landi. Í bókinni eru nær
40 fjölbreyttar og glæsilegar upp-
skriftir að fallegum flíkum, auk ítar-
legs leiðbeiningakafla.
140 bls.
Salka
D
Stóra heklbókin
Ritstj.: May Corfield
Þýð.: María Þorgeirsdóttir og
Sigrún Hermannsdóttir
Ítarleg handbók þar sem ótal aðferðir
við að hekla eru kenndar skref fyrir
skref og leiðbeint um áhöld og efni,
liti og litasamsetningar. Yfir 80 fjöl-
breyttar hekluppskriftir að flíkum
á börn og fullorðna, leikföngum og
nytjahlutum. Fyrir byrjendur og
lengra komna.
320 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
G
Strandstangaveiði á Íslandi
Ritstj.: Guðmundur Guðjónsson
Strandstangaveiði á vaxandi vin-
sældum að fagna á Íslandi, enda
gnótt fiskjar við strendur landsins.
Þó hefur vantað upp á upplýsingar
um veiðistaði, fiskitegundir, græjur
og aðferðafræðina. Hér er bætt úr því
með aðstoð Reynis Friðrikssonar sem
stundað hefur strandstangaveiðar um
árabil.
64 bls.
Litróf ehf
D
Flottu fótboltabækurnar
Suárez
Eitraði framherjinn
Illugi Jökulsson
Þessi markahrókur frá Úrúgvæ er
umdeildur en enginn neitar því að
hann er snillingur með boltann. Nú
þegar hann er að hefja nýjan feril með
Barcelona er frábært að rifja upp ævi
hans og glæsilegan feril með Úrúgvæ,
Ajax og Liverpool. Skemmtileg og
litrík bók.
64 bls.
Sögur útgáfa
heimkaup.is
Allar bækurnar
í Bókatíðindum ...í einum smelli
Frí heimsending ef pantað er fyrir meira en 4.000 krónur. Afhendum sama kvöld á höfuðborgarsvæðinu og daginn eftir víðast hvar annarsstaðar!