Bókatíðindi - 01.12.2014, Side 75
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 73
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
Ævisögur og endurminningar
G
Afhjúpun
Leyndarmál og lífshlaup ritstjóra
Reynir Traustason
Sjómaðurinn Reynir Traustason varð
fréttaritari DV á Flateyri. Frétta-
ritarinn varð ritstjóri og eigandi DV.
Við sögu koma átök og hneyksli sem
skóku íslenskt samfélag. Mál Árna
Johnsen, Æsumálið, Landssímamálið
og nú síðast Lekamálið og átökin sem
kostuðu hann starfið. Þetta er frétta-
ævisaga.
300 bls.
Góður punktur ehf
E
Dægradvöl
Benedikt Gröndal
Ein þekktasta sjálfsævisaga íslenskra
bókmennta, einstakur gluggi að ís-
lensku samfélagi 19. aldar, rómuð
fyrir fyndni, lifandi mannlýsingar og
algjört hispursleysi höfundar sem
stígur upp af síðunum, stundum fúll
og stundum gáskafullur, stundum
angurvær og stundum stórlátur.
Gröndal var engum líkur.
444 bls.
ForlagiðEndur
útgáfa
D
Hallgrímur Pétursson
Karl Sigurbjörnsson
Með skáldskap sínum og andagift
ber Hallgrímur Pétursson höfuð og
herðar yfir aðra í sögu þjóðarinnar.
En hver var hann? Í þessari ríkulega
myndskreyttu bók leitast Karl Sigur-
björnsson biskup við að svara þeirri
spurningu í tilefni af því að 400 ár eru
frá fæðingu séra Hallgríms.
32 bls.
Ugla
E
Handan minninga
Hvers vegna heilabilun breytir öllu
Sally Magnusson
Þýð.: Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir
Bersögul, áleitin fjöldskyldusaga,
skrifuð af ást og virðingu. Gaman-
semi er þó ekki langt undan þrátt
fyrir erfiðar kringumstæður. Áhuga-
verð úttekt á sjúkdómi sem herjar á
milljónir manna um heim allan.
420 bls.
Salka
D
Hans Jónatan
Maðurinn sem stal sjálfum sér
Gísli Pálsson
Árið 1802 höguðu örlögin því þannig
að Hans Jónatan, ungur þeldökkur
maður, þræll og stríðshetja frá Jóm-
frúreyjum, settist að á Djúpavogi,
kvæntist og gerðist verslunarmaður
og bóndi. Sagan á brýnt erindi við
samtímann – enn er tekist á um sam-
skipti við þá sem eru öðruvísi en við.
279 bls.
Forlagið – Mál og menning
G C
Hljóðbók frá Hljóðbók.is
Björg Guðrún Gísladóttir les
Hljóðin í nóttinni
Björg Guðrún Gísladóttir
Átakanleg minningasaga úr Höfða-
borginni, hyldjúp sorg og óbilandi
lífskraftur. „[Björg] er svo vel skrif-
andi ... Gríðarlega sterk bók ... dáist
að henni hvað hún gerir þetta vel ...
snertir mann djúpt.“ Kolbrún Berg-
þórsdóttir, Kiljunni
252 bls./360 mín.
Veröld