Bókatíðindi - 01.12.2014, Side 100
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa98
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Húsin í bænum – Ísafjörður
Sigurður Pétursson
Myndir: Sigurjón J. Sigurðsson
Þegar komið er til Ísafjarðar vekur
mikill fjöldi gamalla húsa strax at-
hygli. Gamla byggðin hefur varðveist
þar betur en víðast annars staðar á Ís-
landi. Í þessari bók er fjallað um þessi
hús í stuttu máli, uppruna þeirra og
sögu. Mynd fylgir hverju húsi. Bókin
er á þremur tungumálum, íslensku,
ensku og þýsku.
154 bls.
Skrudda
E
Hvar er Mómó?
Andrew Knapp
Hundurinn Mómó hefur unun af
feluleikjum. Það þarf að finna Mómó
á yfir 100 ljósmyndum, sem besti
vinur hans, Andrew Knapp, tók. Bók
sem ungir sem aldnir skemmta sér
yfir.
140 bls.
Bókafélagið (BF-útgáfa)
G
Hvernig veit ég að ég veit?
Félagsfræðikenningar og
rannsóknaraðferðir
Björn Bergsson
Kennslubók þar sem lögð er höfuð-
áhersla á skapandi hugsun og frum-
lega rannsóknarvinnu. Fjallað er um
megind- og eigindlegar rannsóknar-
aðferðir og kenningar. Efnið er sett
þannig fram að nemendur geti gert
sína eigin könnun eða vettvangsrann-
sókn með aðstoð kennara.
280 bls.
IÐNÚ útgáfa
E
Inquiring into Contemporary
Icelandic Philosophy
Gabriel Malenfant
Er íslensk heimspeki frábrugðin
heimspeki annarra þjóða? Er hægt að
tala um íslenska heimspekinga eða
íslenska heimspeki? Hér er reynt að
veita lesandanum vísbendingar um
svör við þessum spurningum í grein-
um sem skrifaðar eru aðallega af nýrri
kynslóð íslenskra heimspekinga.
160 bls.
Háskólaútgáfan
E
Hugsað með Vilhjálmi
Ritgerðir til heiðurs Vilhjálmi
Árnasyni sextugur
Ritstj.: Salvör Nordal og
Róbert H. Haraldsson
Erindi af málþingi sem haldið var til
heiðurs Vilhjálmi Árnasyni 2013 og
fjalla um heimspeki og hugðarefni
sem tengjast honum.
250 bls.
Háskólaútgáfan
E
Hugsmíðar
Um siðferði, stjórnmál og samfélag
Vilhjálmur Árnason
Höfundur reifar hugmyndir sínar um
brýnustu verkefni siðfræðinnar nú,
vanda og verkefni lýðræðis og greinir
nokkur siðferðileg úrlausnarefni s.s.
spurningar um einstaklingsfrelsi og
félagslegt réttlæti. Færð eru rök fyrir
því að íslenskt samfélag sé langt frá
því að tileinka sér vandaða stjórnsiði.
330 bls.
Háskólaútgáfan
E
Hugsunin stjórnar heiminum
Páll Skúlason
Hvaða erindi á hugsunin við heim-
inn? Ráðast athafnir okkar af sýn
okkar á heiminn? Til að skerpa hana
og bæta þurfum við á heimspeki að
halda. 14 greinar um hugmyndir
og álitamál heimspekinnar, gildi
hennar og forsendur og rýnt í kenn-
ingar heimspekinganna Heideggers,
Sartres, Ricæurs og Derrida.
224 bls.
Háskólaútgáfan
E
Hugur 25
Ritstj.: Jóhannes Dagsson
Yfirskrift heftis er „Listir, bókmenntir,
lýðræði.“ Greinar eftir Stefán Snæv-
arr, Geir Sigurðsson, Hlyn Helga-
son, Ingimar Ólafsson Waage o.fl. Í
heftinu er einnig að finna þýðingar á
greinum eftir Giorgio Agamben, Ólaf
Gíslason, Jean-Luc Nancy, Maurizio
Lazzarato og Helmuth Plessner.
162 bls.
Háskólaútgáfan
Þrjú ný öndvegisrit
Þekkingin beisluð
Nýsköpununarbók
Bókin fjallar um þróun nýsköpunar og
frumkvöðla starfsemi á Íslandi undanfarna
þrjá áratugi. Þrjátíu og tvær greinar eru
í bókinni eftir fræðimenn, frumkvöðla
og fagaðila um málefni sem rekja má til
nýsköpunar.
Áhrif bernskunnar
á líf kynslóðanna
Fátt skiptir meira máli en aðbúnaður
barna. Í þessari bók er gerð skipuleg
grein fyrir því sem vandkvæðum
er bundið í samskiptum barna við
uppalendur sína. Tryggvi Gíslason
þýddi og Sigrún Júlíusdóttir ritaði
inngang. Höfundur er Kari Killén.
Marteinn Lúther
Lúther er öflugasti og áhrifamesti gagnrýnandi
kaþólsku kirkjunnar. Hann var bannfærður og
fordæmdur um alla eilífð af kirkjulegum yfir-
völdum, dæmdur útlægur og réttdræpur.
Í bókinni er rýnt í samtíma Lúthers og áhrif
hans, meðal annars hér á landi. Höfundur er
Gunnar Kristjánsson.
Lærdómsritin
eru grundvallarrit
í iðkun fræða og
vísinda á Íslandi
– einn merkasti
bókaflokkur
á íslensku