Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 109
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 107
Fræði og bækur almenns efnisB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
G F
Núvitund
Leitaðu inn á við
Chade Meng-Tan
Þýð.: Guðni Kolbeinsson
Áhugi á núvitund (mindfulness) hefur
margfaldast á síðustu árum; með hug-
leiðslu má efla visku og æðruleysi og
takast á við vanlíðan. Hér flytur einn
af stjórnendum Google boðskap um
ný viðhorf sem á erindi við hvern og
einn og hjálpar til að gefa lífinu gildi
með því að leita inn á við.
276 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
E
Ofbeldi á heimili
Með augum barna
Ritstj.: Guðrún Kristinsdóttir
Þvegfagleg rannsókn á heimilis-
ofbeldi, vanrækslu og misnotkun á
börnum og mæðrum þeirra. Greint
er frá reynslu þeirra, hugmyndum og
vitneskju um þetta þjóðfélagsmein,
rýnt í einhæfa orðræðu prentmiðla
um heimilisofbeldi og rætt um að-
komu fagfólks og forvarnarhlutverk
grunnskólans.
265 bls.
Háskólaútgáfan
D
Orð að sönnu
Íslenskir málshættir og orðskviðir
Jón G. Friðjónsson
Málshættir og orðskviðir eru fjár-
sjóður kynslóðanna og í þeim er fólg-
in sígild speki. Hér er á ferð stærsta
safn íslenskra málshátta sem út hefur
komið, í senn hagnýtt uppsláttarrit og
vandað fræðirit. Fjallað er um aldur,
uppruna og merkingu um 12.500
málshátta, allt frá elstu heimildum til
nútímans.
736 bls.
Forlagið
E
Náðu tökum á kvíða,
fælni og áhyggjum
Sóley Dröfn Davíðsdóttir
Sjálfshjálparbók sem á erindi til allra
sem vilja læra hvernig sigrast megi á
algengustu formum kvíða, svo sem
kvíðaköstum, áhyggjum, þráhyggju og
áráttu, fælni og félagskvíða.
210 bls.
Edda útgáfa
D G
Náttúra ljóðsins
Umhverfi íslenskra skálda
Sveinn Yngvi Egilsson
Náttúra ljóðsins fjallar um róman-
tíska náttúrusýn og umhverfisvitund
frá 19. öld til nútímans. Meðal skálda
sem koma við sögu eru Jónas Hall-
grímsson, Steingrímur Thorsteins-
son, Matthías Jochumsson, Hulda,
Snorri Hjartarson, Hannes Pétursson
og Gyrðir Elíasson.
258 bls.
Háskólaútgáfan
E
Náttúrupælingar
Páll Skúlason
Á síðustu áratugum hefur Páll Skúla-
son unnið brautryðjendastarf í skipu-
legri hugsun um náttúruna. Í þeim
greinum og erindum sem hér birt-
ast veitir hann nýja sýn á samband
manns og náttúru og skýrir á frum-
legan hátt hugmyndir og hugtök sem
við þurfum til að skilja reynslu okkar
og stöðu í tilverunni.
142 bls.
Háskólaútgáfan
heimkaup.is
Allar bækurnar
í Bókatíðindum ...í einum smelli
Frí heimsending ef pantað er fyrir meira en 4.000 krónur. Afhendum sama kvöld á höfuðborgarsvæðinu og daginn eftir víðast hvar annarsstaðar!