Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Side 4

Heima er bezt - 01.02.2006, Side 4
Agætu lesendur. Það hefur gjarnan verið sagt að sagan endurtaki sig í sífellu, menn fari oft svipaðar leiðir í straumum og stefnum þó í öðrum tíðaranda sé. Þetta á kannski ekki síst við um tískubylgjumar, ný kynslóð sér allt í einu fegurð og nytsemd í því sem áar hennar tíðkuðu, þó næsta kynslóð eða kynslóðir á eftir hafi á sínum tíma talið það orðið úrelt og gamaldags. Fyrir skömmu rak ég augun í það að nú væm svuntur að komast í tísku aftur, a.m.k. meira en verið hefur, því um allnokkra hríð hafa þær ekki sést mikið sem tískuvara eða í daglegri brúkun, nema þá kannski helst hjá kjötiðnaðarmönnum, fisksölum og þ.h. starfsfólki. A fjórða og fímmta áratugnum birtist varla sú auglýsing í blaði eða tímariti, sem varðaði heimilisverk eða eldamennsku, að ekki væri í henni mynd af konu með svuntu. Svuntan var þannig á þeim tíma nokkurs konar einkennisbúningur húsmæðranna, sem þótti alveg sjálfsagður og enginn sá neitt athugavert við það. Svuntumar gegndu að sumu leyti sérstöku hlutverki í útliti auglýsingarinnar þegar selja skyldi t.d. straujám, eldhúsáhöld, matvæli og þess háttar. Og þetta speglaðist líka í afar mörgum sjónvarpsþáttum þess tíma, ef þeir tengdust fjölskyldulífí, þá vom konumar iðulega klæddar í svuntur. Einnig sést þetta á gömlum, íslenskum myndum, frá upphafi síðustu aldar, þar sem konur klæðast gjaman svuntum, oft hvítum, við störf sín, t.d. heyskapinn, og stundum las maður frásagnir af því að þær notuðu svuntumar til að bera taðið í, þegar því var dreift á túnin, eða safhað saman. Svuntan var þannig fastur liður í heimilishaldinu í meira en öld, eða allt fram á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og í byrjun þess áttunda. Þá verður einhver hugarfarsbreyting þannig að upp úr því er eins og að svuntur hafi að mestu verið notaðar af fólki sem starfaði við framleiðslu matvæla. Reyndar má ekki gleyma grillmeisturunum í þessu sambandi, því þegar kola- og síðar gasgrillin urðu vinsæl, má segja að varla hafi karl eða kona sést við grillið öðmvísi en með sérstaka grillsvuntu á sér. Kannski mætti færa rök að því að Hagkaups-sloppurinn frægi, sem afar margar húsmæður klæddust á tímabili, hafi að einhverju leyti tekið við hlutverki svuntunnar, því ef ég man rétt, þá var ímynd hans sú að hann væri nokkurs konar eldhússloppur, þó tæplega sé kannski rétt að kalla hann slopp, því einhvers konar treyja var hann, heill og hvorki með rennilási né tölum. Sumir segja að svuntur reki sögu sína allt aftur til Adams og Evu, þar sem segir eftirfarandi í sköpunarsögu fyrstu Mósebókar: „En er konan sá, að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og gimilegt til fróðleiks, þá tók hún af ávexti þess og át, og hún gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át. Þá lukust upp augu þeirra beggja, og þau urðu þess vör, að þau vom nakin, og þau festu saman fíkjuviðarblöð og gjörðu sér mittisskýlur." Ef fíkjuviðarblöðin í þessu tilfelli geta kallast svuntur, þá má segja að þau hafi um leið verið fyrsta tilraun til þess að gera sér föt til að skýla nekt sinni, en svuntur hafa reyndar í gegnum söguna að mestu leyti verið notaðar til hlífðar öðmm fatnaði, frekar en sérstakar skjólflíkur sem slíkar. Eins og kunnugt er hefúr svuntan verið ríkur þáttur í gerð íslenska kvenþjóðbúningsins og svo var almennt á öldum áður, t.d. á Viktoríu-tímanum, að svuntur vom notaðar sem fastur hluti klæðnaðar, og þá meira til skrauts en hlífðar. A þeim tímum þegar það var ekki til siðs, eða yfirleitt möguleiki á því að fara í hrein föt vikulega, svo ekki sé nú daglega, eins og gjaman tíðkast í dag, þá hefur svuntan verið mikilvægt hjálpartæki í því að halda aðalfatnaðinum hreinum og mun auðveldara var að þvo svuntumar, eftir eins eða tveggja daga notkun. En löngum hefur það fylgt þeim að vera ekki bara notaðar í praktískum tilgangi heldur mjög gjarnan til skrauts í leiðinni eins og fyrr segir. Upp úr 1960 þegar kvenréttindahreyfingar fara að láta á sér kræla, koma fram á sjónarsviðið svuntur með ýmsum áprentuðum skilaboðum, bæði alvarlegum og gamansömum, hver man ekki eftir svuntum með áletrunum eins og „Kysstu kokkinn,“ og „Ég fór í skóla fýrir þetta,“ og ýmsar aðrar áþekkar setningar. Og svunta er víst bara ekki svunta, þær eru til í ótal útfærslum, stærðum og gerðum. Aður voru algengastar heilar svuntur, sem náðu frá hálsi og næstum niður á tær, svuntur sem vom nær heilar aftur á bak, svo svuntur með smekk og bandi sem smeygt var yfir höfuðið og haft um hálsinn, mittissvuntur, stuttar og síðar, þjónasvuntur, slátrarasvuntur, sem flestar eru líklega úr plastefni, jámsmiðir vom oftast með leðursvuntur, og svona mætti líklega nokkuð lengi telja. Svuntur voru reyndar ekki alfarið tengdar kvenþjóðinni, menn í verslun og iðnaði notuðu gjaman svuntur, eins og fyrr greinir, svo sem slátrarar, bakarar, fisksalar, afgreiðslumenn, svo fáeinir séu nefndir. A fjórða áratugnum voru svuntumar oft með „sikksakk“ saumuðum borðum og vösum í öðrum litum en sjálf svuntan. Ég hygg að segja megi að flestir þeir sem komnir em á miðjan aldur eða yfir, muni mæður sínar og ömmur, íklæddar svuntum við störf sín í eldhúsinu, ýmist við bakstur eða matseld. Svuntan hefur þannig í gegnum tíðina verið nokkurs konar tákn fyrir heiðarleg störf, oft erfið, en alltaf mikilvæg. En það hefur stundum verið ítrekað að ekki sé hægt að líta á svuntuna eingöngu sem nytjahlut eða hlífðarflík, svuntur gærdagsins og dagsins í dag bera með sér mikilvæga vísun í sögu fólksins og menningu. Hvort hugsanleg endurkoma svuntunnar í fatatísku nútímafólksins í dag, verður jafn rík í sögu framtíðar eins og fortíðar, verður reynslan að skera úr um, en hætt er þó við að sjálf nytsemd hennar verði með nokkuð öðmm hætti en áður var, hún verði núna kannski meira til skrauts og skemmtunar í bland við upprifjun gamalla siða.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.