Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 11
■".p-
Götupassi Sigurðar Skagfieldfrá 16.
apríl 1945, gefinn út fjórum dögum eftir
að hann losnaði úr fangabúðunum.
Sigurður Skagfield nýkominn
úr Osterode fangabúðunum, Leyfi frá herstjórninni, útgefið 30.
apríl 1945, um að Sigurður megi vitja
bóka sinna ogpersónulegra muna á
Friedlanderweg 61.
niðurbrotinn maður.
sín á Þjóðverjum og að hann skyldi aldrei segja neitt gegn
Þriðja ríkinu. Lögreglan í Oldenburg tilkynnti honum að
hann yrði undir strangasta eftirliti.
Arin 1943-1944 var hann ráðinn fyrsti tenór við þýska
óperuhúsið í Ósló ásamt óperusöngkonunni Ninu Hagen, sem
hafði þá um tíma verið sambýliskona hans. Þar var Sigurður
undir eftirliti því starfsfólk og stjórn leikhússins var flest
nasistar. Þá var honum skipað að tala aðeins þýsku við norska
embættismenn. Sigurður svaraði því til að í Noregi talaði
hann norsku við Norðmenn. Honum var þá tjáð að héldi hann
þessu til streitu yrði litið á hann sem óvin ríkisins. Sigurður
var skapmikill maður, reiddist mjög og kvaðst hata þýska
sósíalismann af öllu hjarta, væri sannfærður um að hinar
sameinuðu þjóðirynnu sigur. Forstjóri leikhússins hringdi þá
til lögreglunnar sem safnaði gögnum gegn Skagfield, m.a. lagði
hún fram vitnisburð dansks kórsöngvara, sem skrifaði undir
að Sigurður Skagfteld væri einn af verstu mótstöðumönnum
nasista sem hann hefði nokkum tímann þekkt. Þrátt fyrir
þetta gekk Sigurður enn laus en nú undir strangasta eftirliti
og var nánast í stofufangelsi á heimili sínu.
Að hrópa Heil Hitler tíu sinnum á dag
I janúar 1944 var Sigurður handtekinn og þau Nína
bæði og án nokkurra yftrheyrslna eða réttarhalda stungið
í Grinifangelsið. Þar fæddi Nína dóttur þeirra, sem Sigrid
heitir. „Mér leið vel þar“, sagði Sigurður, „vegna þess að ég
kynntist nokkrum ágætis Norðmönnum og mér líkaði betur
að vera í fangabúðunum með þessum Norðmönnum heldur en
að syngja í þýska óperuhúsinu.“ í apríl 1944 var hann flultur
til Þýskalands til að setjast þar í fangabúðir en vinum hans
nokkrum tókst að fá hann lausan. Til eru vottorð frá Vilhjálmi
Finsen sendiherra í Stokkhólmi, Jóni Helgasyni prófessor
í Kaupmannahöfn og Jakob Benediktssyni frá
Fjalli, þá bókaverði í Kaupmannahöfn, sem
öll vitna um hans íslenska ætterni og að hann
væri aríi. Seinni hluti bréfs Jakobs er þannig í
lauslegri þýðingu:
,,Hann er fœddur og alinn upp á bænum
Brautarholti á Norður-Islandi nálægt
fæðingarstað mínum. Hann er af gömlum
íslenskum bœndaættum, bæði í föður- og
móðurœtt. luppvexti mínum og við mörg tækifæri
eftir að við settumst að í útlandinu, hef ég
kynnst Sigurði Sigurðssyni sem ráðvöndum
og heiðarlegum manni og hæfileikaríkum
listamanni, sem ég hef ávallt fylgst með á
framabrautinni af áhuga. “
Sigurði var því sleppt skömmu eftir komuna til
Þýskalands en varð að undirgangast eftirfarandi
skilyrði: 1: Að hrópa Heil Hitler tíu sinnum á
dag. 2. Að segja engum það sem hann hefði
heyrt og séð. 3. Ekki skrifa bréf, nema póstkort.
4. Að fara ekki úr Þýskalandi.
Þau Nina og Sigurður voru nú ráðin að
borgarleikhúsinu í Göttingen leikárið 1944-1945. Svo kom að
því í september 1944 að leikhúsum í Þýskalandi var öllum lokað
en starfsliði þeirra skipað til vinnu við hergagnaframleiðslu.
Því neitaði Sigurður, kvaðst vera íslendingur frá hlutlausu
landi og mundi aldrei vinna að framleiðslu skotfæra og
sprengna. Hinn 3. febrúar kom Gestapomaður í heimsókn,
tilkynnti honum að hann væri óvinur ríkisins, síðan gerð
húsrannsókn, vegabréf hans og önnur plögg tekin og hann
fluttur í fangelsi. Þar sat hann fyrst í jámum í 24 tíma. Þau
járn voru með göddum, sem stungust inn í hömndið og varð
hann hálfmáttlaus í höndunum í á annað ár eftir þá meðferð.
Síðan var hann settur í fangabúðir.
Hinn 12. apríl 1945 var Sigurði svo bjargað úr fangabúðunum
Osterode af bandaríska herliðinu. Þá vó hann aðeins 48 kíló,
maður sem var 180 sm á hæð. Síðar kom í ljós að Sigurður
var kominn á dauðalista, þ.e. var á lista yfir þá menn sem
átti að taka af lífi en Þjóðverjum hafði ekki unnist tími til
þess áður en Bandaríkjamenn tóku búðimar.
Sigurður fluttist til Hamborgar sumarið 1945 og bjó þar
síðan næstu þrjú árin. Þar söng hann í óperuhúsum á vegum
setuliðsins en 1948 fluttist hann alfarinn heim til íslands.
Þar starfaði hann einkum við söngkennslu. Nína Hagen kom
einnig upp til Islands með Sigrid dóttur þeirra en var hér ekki
lengi. Hún fékk ekkert að gera við sitt hæfi og leiddist hér.
Þau skildu því um eða eftir áramótin 1950 og Nina fluttist
aftur til Þýskalands. Æviferill Sigurðar varð erfiður
síðustu árin á Islandi. Skapið var ofsafengið og hann aflaði
sér auðveldlega andstæðinga, gekk áreiðanlega ekki heill
til skógar eftir meðferðina hjá nasistum. Þegar hann lést
sumarið 1956 var hann eignalaus maður og einstæðingur í
Reykjavík.
Heima er bezt 59