Heima er bezt - 01.02.2006, Side 7
Fjölskyldan á Páfastöðum um 1965: Edda situr lengst
til vinstri með Sólveigu, Albert, Helga, Lovísa og Baldur
með Sigurð í fangi sér.
önnur böm en þá var það Steini sem bjargaði mér. Ég fæ
það aldrei rnetið hvað Steini var góður við mig, hann Steini
minn. Ég var alltaf með honum og hann kenndi mér á hesta
og hvaðeina, mikið prúðmenni hann Steini og góður við
skepnur og kenndi mér að umgangast þær. Hann var einstakur
maður. Afí hefði ekki getað búið ef Steini hefði ekki verið
á Páfastöðum.
Svo var það 1934 að til okkar kom kona vestan frá
Geitaskarði í Langadal. Ingibjörg Stefánsdóttir hét hún. Þá
var ég Ijögurra ára og hún fór aldrei frá Páfastöðum eftir
það, dó rétt fyrir 1980. Svo upp úr 1945 kom bróðir hennar,
Guðmundur Stefánsson, og hann var hér líka til æviloka.
Þetta voru systkini Sigurlínu sem gift var Sigurði Þorkelssyni
frá Ingveldarstöðum. Guðmundur var lengi í vegavinnu á
sumrin en heima á Páfastöðum á vetuma og hirti skepnumar.
Þetta voru óskaplega vænar manneskjur og vildu allt sem
best fyrir okkur gera. Ég veit ekki hvernig mamma hefði
komist af með inniverkin, svo nrikill sjúklingur sem hún var,
hefði Ingibjörg ekki hjálpað henni. Þau voru bæði ólæs og
óskrifandi þegar þau komu í Páfastaði en mamma kenndi
Ingibjörgu og afí lét Munda lesa fyrir sig blöðin og kenndi
honum þannig. Pabbi þeirra var kallaður Stebbi straumur.
Ég man hvað mér þótti hann leiðinlegur karlinn því hann
var alltaf að halda í höndina á mér og vildi vita hvort ég
fyndi ekki straum. Hann missti konuna frá mörgum bömum
karlanginn og fjölskyldan tvístraðist. Svo þegar ég eignaðist
mín fímm börn þá áttu þau engan afa eða ömmu en þá höfðu
þau Guðmund og Ingibjörgu.
Það var ekki mikið um leiki eða skemmtun í mínum uppvexti.
Ég hafði enga krakka að leika mér við og hjá afa var bara að
vinna og læra. Hann var mjög strangur og mamma var það
líka. Maður lék sér ekkert nálægt honum en hann kenndi mér
líka vel og var snillingur við það. T.d. tók hann mig stundum
út á kvöldin til að kenna mér á stjömumar. Ég er viss um
að hann hefði orðið vísindamaður hefði hann verið uppi nú
á dögum, langt á undan sinni samtíð um marga hluti, bæði
í hugsun og öðru. Þetta var gott heimili en þar ríkti alvara
og mikil reglusemi.
Edda á nýja Ferguson með sumarkrakka.
Farskóli hreppsins var úti á Hafsteinsstöðum eða uppi í
Sæmundarhlíð en ég fékk að fara í Hátún til Felixar og einnig
Gulla í Litlugröf þótt það væri í öðrum hreppi því þangað
var styst fyrir okkur að fara. Ég var bara tvo vetur í skóla,
tók fyrst próf 10 ára og var síðan tvo vetur til fullnaðarprófs
12 ára. Afí kenndi mér og hlýddi yfír. Hann var strangur en
mjög góður því hann skýrði svo vel út og hafði þolinmæði
til þess. En ég var góð í reikningi og tók alltaf tíu þar. Það
bjargaði mér á gagnfræðaprófínu.
Þegar ég hugsa til þessara uppvaxtarára þá leið manni í
raun og vem vel, þekkti ekkert annað en samt hefur þetta
oft verið hundleiðinlegt, strangt líf og vinnusamt. Það voru
lítil tækifæri til skemmtunar. Þegar ég var 12 ára setti Jón á
Hafsteinsstöðum upp blandaðan, stóran kór. Ég fékk að fara
í hann og það voru mínar dýrlegustu stundir því þá fór ég
ríðandi á æfíngar og fékk að syngja með þeim í Melsgilinu.
En mamma var ekkert ánægð með þetta.
Albert á Páfastöðum hafði verið vel stæður bóndi á sínum
tíma. Þegar ég var lítil var hann enn með gott bú, hafði alltaf
vinnumann á veturna því hann var mikið ljarverandi í ýmsum
embættiserindum, var t.d. endurskoðandi kaupfélagsins. Hans
blómatími var fyrir og eftir aldamótin 1900 en á efri árum,
árið 1937, réðst hann í að byggja stórt íbúðarhús og í það
fóru allir hans peningar, 22.000 krónur. Árið 1945 var ég
15 ára. Þá var afí áttræður að aldri, grannholda maður og
kvikur og teinréttur. Þá var hann að heija slátt með hestum
niðri á túni þegar hann skyndilega fékk heilablóðfall og datt
niður. Þá tók ég við sláttuvélinni og öllum heyskapnum. En
eftir að hann fékk áfallið minnkaði búið stöðugt því hann
gat auðvitað ekkert sinnt því. En Guðmundur var heima
og hirti. Eftir þetta lá afí rúmfastur þangað til hann dó um
áramótin 1953-1954.
Mér fannst hræðilega erfíður tími þegar verið var að
byggja húsið. Gamli bærinn var eiginlega rifínn jafnhliða
og nýbyggingin reis því hún stóð aðeins ofar en torfbærinn.
Þá var ég 7 ára. Þá þurftum við Hilmar að teyma kerruhesta
allan guðslangan daginn frá því kl sjö á morgnana fram á
kvöld því að moldum gamla bæjarins var mokað í hestakerrur
og fluttar upp á túnið skammt fyrir ofan. Þar tóku menn við
uppi á túni og jöfnuðu moldinni niður í dokk til að fylla hana
Heimaerbezt 55