Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 24
Snemma á fimmta áratugnum sameinuðust Ferguson verksmiðjurnar kanadíska Massey-Harris fyrirtækinu, og framleiðir það fyrirtæki enn traktora. Reyndar hafa allir framleiðendur traktora tekið upp fyrirkomulag og tækjabúnað Fergusonsins, t.d. er þriggja arma dráttarbeislið löngu orðið staðalbúnaður á öllum traktorum. Og Harry Ferguson átti enn eftir að koma fram með ýmsar snjallar lausnir varðandi vélbúnað sinn. Eins og áður segir sameinuðu Massey-Harris og Harry Ferguson fyrirtæki sín árið 1953, og stofnuðu fyrirtækið Massey-Harris-Ferguson. Nafni þess var síðar breytt í heitið Massey-Ferguson. Arið 1958 keypti það F. Perkins verksmiðjumar í Englandi sem vom leiðandi vélaframleiðendur á þeim tíma. Það styrkti mjög stöðu MF með framleiðslu díselvéla. MF-35 traktorinn var fyrst framleiddur árið 1960 og var sá fyrsti hjá þeim framleiðanda, sem fáanlegur var með díselvél. Fleiri útgáfur fylgdu svo í kjölfarið, sem margar urðu afar vinsælar. Sérútgáfa af Ferguson. Meira en hálf milljón grárra Ferguson traktora var framleidd á árabilinu 1946-1956, og var framleiðslan á sínum tíma, sú langmesta af slíkum tækjum í Bretlandi. Ferguson dráttarvélar em enn í fullri framleiðslu og notkun um allan heim. Massey Harris. Massey-Ferguson, MF-275. Ein nýjasta útgáfan af Massey-F'erguson. 72 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.