Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 17
á höfðinu, haldandi á börnum eða
leiðandi. Karlar sitjandi eða liggjandi
í smáhópum á vegkantinum.
Mikil andstæða við fátæklega
mannabústaði voru moskurnar
ríkmannlega byggðar og mikið
skreyttar. Herstöðvar voru út um allt
og hermenn hvarvetna að æfingum eða
akandi eftir þjóðveginunr sitjandi uppi
á vörubílum.
Þegar nær dró Kaíró var landið á
parti algjör eyðimörk, gróðurlausar
sandhæðir.
Það fyrsta sem við sáum innan
borgarmarkanna rétt við flugvöllinn
voru nokkrar geitur á beit í hálfgerðu
gróðurleysi og sat svartklæddur
geitahirðir í hnipri yfir þeim.
Alheimslegu kassablokkirnar voru
yfirgnæfandi þegar litið var yfír
borgina úr íjarska. Fyrst lá leið okkar
í egypska safnið til að skoða muni úr
pýramídunum. Þarna var kæfandi hiti
og gífurleg mannþröng svo að varla
var hægt að greina sundur lýsingar
leiðsögumannanna. Litla leiðsögukonan
okkar, Hannah, gerði sitt besta til að halda
saman hópnum en var nokkuð fljótmælt.
Mikið var gullið og gersemamar. Allar
gullkisturnar voru alveg yfirþyrmandi.
Síðast gengum við framhjá konunglegri
múmíu eða a. m. k. gullhulstrinu utan
af henni. Þar var mikil þröng og vörður
rak á eftir mannkösinni með háværu
lófaklappi. Að þessari skoðunarferð
lokinni tókum við upp nestispakka
sem við fengum í skipinu en okkur
hafði verið bannað að neyta nokkurs
á veitingastöðum í landi.
Næst skoðuðum við framleiðslu
papýrusmynda. Myndirnar voru í einu
orði sagt yndislegar. Stúlka útskýrði
papýrusgerðina.
Nú lá leiðin í ilmvatnsgerð. Allir
voru smurðir með ýmsum tegundum
ilmvatns með hinum rómantískustu
nöfnum og varð af þessu nokkur verslun.
Þessi austurlensku ilmvatnsglös voru
ótrúlega skrautleg og fjölbreytt að lögun
og auðvelt að ímynda sér að þau pössuðu
vel inn í vistarverur egypskra dama.
Nú var komið að takmarki ferðar okkar
hjónanna: að sjá sjálfa pýramídana.
Þeir eru ótrúlega nálægt nýjasta
borgarhlutanum. Mig undraði mest
grófleiki og stærð steinblokkanna þegar
Kátur ökumaður.
Fátœkrahverfi í Kairó.
komið var fast að þeim. Mér fannst ég
horfa upp stórgrýtta fjallshlíð, þegar
ég horfði upp eftir þeim. Þarna var
um 30 stiga hiti en dálítill vindur og
hæfdega hlýtt í skugga þessara steinrisa.
En eitt setti strik í reikninginn. Það voru
ótrúlega frekir og ágengir sölumenn,
sem vildu bjóða manni á bak hestum
eða úlföldum.
Ekki hættum við okkur niður í iður
pýramídanna og það gerðu fáir enda
sagt að þar sé mjög loflaust og mönnum
hætti við yfírliði. En við fengum Hönnuh
til að taka mynd af okkur hjónunum
með pýramída í baksýn, svona til að
sanna að við hefðum komið á þennan
fræga stað.
Stórkostlegt var að sjá útyfir jaðar
sjálfrar Saharaeyðimerkurinnar með
endalausar gular sandöldur. Þar þeystu
um nokkrir menn, ýmist á hestum eða
úlföldum og ekki var laust við að nokkur
ævintýraþrá gripi um sig.
Eftir að hafa komið að hinum fræga
Svinxi og orðið fyrir vonbrigðum, þar
sem flestar útlínur andlitsins eru að mást
út, var farið á “basar” með austurlenskum
munum. í hróplegri andstæðu við hina
skrautlegu og ríkmannlegu hluti sem þar
sáust, var daunillt sýki fyrir dyrum úti,
Heima er bezt 65