Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 45
áður. Kærleikur konunnar sem situr við hlið henni, hefur opnað hennar blinduðu sálarsjónir og hún sér líf sitt allt í nýju ljósi. - Guð almáttugur, fyrirgefðu mér, stynur Björg upp og tárin renna í stríðum straumum niður kinnar hennar. Sigrún skynjar að stór boðaföll mannlegra tilfmninga rísa og hníga í sál gömlu konunnar á þessari stundu og hún bíður hljóð. Öldurnar lægir smá saman og Björg svarar klökkum rómi: - Síst af öllu átti ég skilið þetta mikla miskunnarverk af ykkur hjónunum. Getið þið fyrirgefíð mér? - Já, er svarað að framan og í sömu andrá gengur Sverrir Karlsson inn í herbergið. - Við vörpum öllu því illa úr fortíðinni í ævarandi djúp gleymskunnar Björg. Eg vona að þér geti liðið sæmilega í nýju vistinni. Tekur þú ekki undir þetta með mér Sigrún mín, spyr hann og lítur á konu sína. - Jú, það er eins og talað út úr hjörtum okkar beggja, svarar hún að bragði. - Guð blessi ykkur hjónin bæði, líður af vörum gömlu konunnar, en jafnskjótt hnígur hún niður í rekkjuna örmagna og yfirkomin af þreytu. Sigrún rís þegar á fætur. - Viltu fara að sofa og hvíla þig Björg mín, spyr hún hlýjum rómi og strýkur tár af hrukkóttum kinnum gömlu konunnar. - Já, helst núna strax ef ég má, svarar Björg í bænarrómi. - Að sjálfsögðu máttu það, þú átt að hafa þetta herbergi til þinna nota og sofa í þessari rekkju, segir Sigrún og hjálpar Björgu að rísa upp af hvílunni á meðan hún hagræðir sængum og svæflum fyrir hana. Svo leggst Björg til hvíldar, býður hjónunum góða nótt og lokar þreyttum brám. Og hamingjuböm dagsins hverfa hljóðlega á brott. * * * Gömlu hreppsstjórahjónin ásamt Sverri litla, sitja inni í gestastofu og ræða saman. Hjá þeim hjónunum hefur vaknað óljós grunur um einhverja nýbreytni á heimilinu, sem þau vilja fá staðfestan eða kveðinn niður. Dyr gestastofunnar standa opnar og djúp kyrrð ríkir yfír öllu. Brátt leiðast þau Sverrir og Sigrún inn í stofuna og nema staðar á miðju gólfí. Þorgerður lýtur brosandi á son sinn og tengdadóttur og segir glöðum rómi: - Þá er þessi blessaður heilladagur senn á enda runninn, börnin mín. Framhald í nœsta blaði. m m Oryggishnappur Öryggi í hendi Með Öryggishnappnum þarf aldrei meira en EITT handtak til að kalla eftir aðstoð. 1. Þrýst er á Öryggishnappinn. 2. Boð berast til Öryggismiðstöðvarinnar. 3. Talsamband opnast í gegnum hljóðnema og hátalara. 4. Öryggisvörður með lykla er sendur á staðinn og/eða viðeigandi læknaþjónusta til aðstoðar. Hringdu núna! Við erum á vakt allan sólahringinn 530 2400 ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN BORGARTÚNI 31 • SÍMI 530 2400 • WWW.ORYGGI.IS

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.