Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 41
Ingibjörg
Sigurðardóttir:
Framhaldssaga
11. hluti
- Víst mátt þú það, en mamma þín hefur viljað lofa okkur
nöfnunum að hittast óvænt og var það ekki bara ágætt?
- Jú, jú, fyrst ég fékk að hitta þig, svarar Sverrir litli og brosir
ánægður ti! nafna síns. Sverrir Karlsson og drengurinn nema nú
staðar heima á hlaðinu í Nesi. Sigga og Sigrún sjá ferðamanninn
og drenginajafn snemma út um baðstofugluggann, þær brosa
hvor til annarrar.
- Jæja, Sigrún mín, þá er stóra stundin runnin upp, segir Sigga
sigurglöð, þær takast í hendur eins og á ungdómsárunum og
leiðast út úr bænum. Komumaður og húsfreyja heilsast fyrst
með hressilegu handabandi og hún býður hann hjartanlega
velkominn, en því fylgir bros fullt af glettni, sem minnir gestinn
þægilega á Siggu æskuáranna. Svo snýr Sverrir Karlsson
sér að hinni konunni á hlaðinu og réttir fram báðar hendur
en Sigga og drengimir hverfa hljóðlega inn í bæinn. Augu
elskendanna mætast, þau fallast í faðma og hjarta slær við
hjarta og tjá allt sem segja skal, orð eru óþörf og þögnin er
heilög.
Armlögin greiðast hægt í sundur. Sigrún gengur lengra
fram á hlaðið, þangað sem gæðingar ferðamannsins standa.
Hún nemur staðar hjá þeim. Er hún farin að sjá ofsjónir? Eða
hvað? Hún þekkir ekki betur en Fákur, gamli reiðskjótinn
hennar, standi þarna, söðlaður við hestasteininn. Sverrir
fylgist brosmildur með Sigrúnu og honum dylst ekki að
undrun hennar er mikil.
- Kennir þú hér gamlan vin, Sigrún mín, spyr hann og
gengur að hlið hennar.
- Já, þetta eru víst engar ofsjónir, svarar hún eilítið óstyrkum
rómi. - En hvernig komst hann í þínar hendur Sverrir?
- Það var stutt ferli. Pabbi keypti hestinn af Jóni héma
í Nesi. Eg falaðist eftir því að eignast hann í þeirri veiku
von að okkur auðnaðist einhvern tíma að ná endurfundum.
Pabbi gaf mér Fák. Frá þessari stundu er hann þín eign,
ástin mín.
- Mér fínnst þetta líkast fallegu ævintýri, verður Sigrúnu
að orði. Hún leggur hendumar um stinnan, mjúkan háls
gæðingsins kæra, hálsinn, sem eitt sinn var vættur heitum
tárum hennar eftir þungbærar fréttir á örlagaríku vetrarkvöldi
að lokinni kaupstaðaför út að Flúðum með þeim Siggu og
Jóni og óvæntum ferðafélaga þeirra á heimleiðinni. Nú vætir
hún hann með gleðitárum sem fylla augu hennar. Svo snýr
Sigrún sér að gefandanum og þakkar honum á verðugan hátt
þessa dýrmætu gjöf. Síðan segir hún rólega:
- Sverrir minn, Fákur, gjöfín frá þér er eina eign mín á þessari
stundu. Eg kem tii þín allslaus af öðrum veraldarauði. Eg er
búin að gefa íjölskyldu vestur í Lóni, sem missti aleiguna í
húsbruna fyrir skömmu, hús mitt og allt sem því fylgir. En
fjölskyldan hefur dvalið undir mínu þaki eftir að leiguhúsnæði
þeirra brann. Eg vildi segja þér frá þessu hér og nú.
- Þetta gleður mig sannarlega að heyra, svarar Sverrir
léttum rómi, - þannig vildi ég hafa hlutina Sigrún mín, að
fá þig og nafna minn til mín og ekkert annað úr fortíðinni
að vestan. En ertu búin að ganga löglega frá þessu, spyr
hann svo.
- Nei, ég ætlaði að biðja þig að gera það fyrir mig. Eg
treysti engum betur til þess en þér, svarar Sigrún einlægum
rómi.
- Og það skal líka veða gengið ffá lögskráðu gjafabréfi
þínu strax á morgun, svarar Sverrir og innsiglar loforð sitt
Heima er bezt 89