Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 43
sitt í hvora hönd drengsins og leiða hann á milli sín inn í húsið. En Sverrir Karlsson og Sigrún Björnsdóttir tengjast arm í arm og halda suður túnið að kirkjunni. Sverrir lýkur hljóðlega upp helgidóminum og þau leiðast inn að altari Drottins. I djúpri lotningu beygja þau kné sín og krjúpa hlið við hlið. Heit þakkargjörð stígur upp til himins frá tveim elskandi hjörtum sem Guð hefur gefið hinar dýmætustu gjafir lífsins eftir brim og boða meinlegra örlaga. Djúpur, heilagur friður fyllir kirkjuna og umvefur þau. Hljóð þakkargjörð er á enda. Þau tvö sem krjúpa við altari Drottins rísa á fætur og leiðast út úr helgidóminum heim á hreppsstjórasetrið. Þorgerður hefur búið heimili sonar síns hátíðaskarti í tilefni dagsins. Blómum skreytt veisluborð í vistlegri stofu bíður ferðafólksins, sem brátt er ásamt heimamönnum mætt þar. Og allir eiga nú saman ríkulega gleði- og hátíðarstund. * * * Fagurt er í þörðum vestur. Kvöldsólin gyllir, bláan lognkyrran sæ og há gnæfandi fjöll með grasigróna hlíðarslakka og allskonar kynjamyndir á hamrabrettum og gnípum. Hrífandi náttúra og hrikaleg í senn. I litlu sjávarþorpi við Lónsfjörð, sitja ung hjón í vistlegu húsi. Augu þeirra hvíla á fagurlega skrifuðu sendibréfi, sem liggur á borði fyrir framan þau. Bréfið kom með pósti síðla þessa dags og þau hafa nýlokið við að lesa það. Efni bréfsins er svo stórkostlegt í huga þeirra hjónanna að þau hafa varla enn áttað sig á því til hlítar; þau orðin húseigendur í einni svipan. Þeim fínnst þetta líkara fallegum draumi en bláköldum raunveruleika eins og þau hafa þekkt hann hingað til. Frá því að þau ung að árum stofnuðu heimili, hefur sár fátækt verið þeirra fylginautur, þau hafa hrakist úr einni leiguíbúóinni í aðra með börnin sín og sú síðasta varð svo eldinum að bráð ásamt aleigu þeirra. En sendibréfið sem liggur nú hér fyrir framan þau, ritað skýrum stöfum, villir engum sýn. Sigrún hefur gefíð þeim húsið sitt með öllu innandyra. Silla getur nú ekki lengur orða bundist. Hún lítur tárvotum augum á mann sinn og segir hrærðum rómi: - Mér var það fyrir löngu ljóst að Sigrún er góð kona, en að hún væri slíkur höfðingi sem raun ber vitni með þessu gjafabréfí, kom mér ekki til hugar. Fyrir mínum sjónum er þetta kraftaverki líkast, að við skulum með nokkrum pennadráttum vera búin að eignast öruggt húsaskjól til framtíðar fyrir börnin og okkur. Engin orð geta að fullu tjáð þakklæti mitt til þessarar einstöku gæðakonu, sem Sigrún er í raun og sannleika. - Hún er perla í mannhafínu, svarar maður Sillu heitri, tilfmningaþrunginni röddu. - Jú, vissulega og með þessu veit ég nú að Sigrún kemur ekki aftur til vera hingað vestur í Lón. Guð ætlar henni stærra og betra hlutskipti i framtíðinni, þar sem hún er núna, en það sem hún átti við að búa hér á þessum stað. Blessað sé hvert hennar ævispor, segir Silla innilegum rómi. Hún brýtur vandlega saman hið dýrmæta gjafabréf, það skal ekki glatast þótt annað lögskráð, vottfest og stimplað, sanni brátt fyrir opnum skjöldum eignarrétt þeirra á húsinu og öllu sem því fylgir, skrifað með Sigrúnar eigin hendi, skal varðveitt sem fagurt vitni um göfuga konu. Fréttin um gjöf Sigrúnar til hjónanna, sem hún tók inn á sitt heimili með þrjú börn eftir að þau höfðu misst aleiguna sína í húsbruna á síðastliðnu vori, berst út til íbúanna í Lónsfírði og vekur mikið umtal. Og þetta ágæta kærleiksverk sveipar nafn Sigrúnar Björnsdóttur dýpstu virðingu og aðdáun fólksins í þorpinu vestra, þar sem hún forðum háði sína hörðu baráttu við miskunnarlaus örlög, ókunnug og einmana. * * * Bjartur sunnudagsmorgunn vefur sveitina geisladýrð. Sóknarpresturinn, séra Steinn á Völlum, hefurþennan Drottins dag boðað til messugjörðar í kirkjunni á Hamraendum. En fleira er þessu samfara. Sverrir Karlsson og Sigrún Björasdóttir hafa óskað eftir því við prestinn, að hann gefí þau saman í þessari almennu Guðsþjónustu, sem opin er öllum sveitungum þeirra og öðrum er þiggja vilja en engum boðið sérstaklega til brúðkaupsins. Sá gamli, þjóðlegi siður, að bjóða kirkjugestum að þiggja veitingar að messu lokinni, hefur löngum verið í heiðri hafður á Hamraendum og eins verður nú. Hjónaefnin vilja í engu gera upp á milli viðstaddra á brúðkaupsdegi sínum, allir era jafn velkomnir að veisluborði þeirra. Karl verður svaramaður sonar síns, en Sigga í Nesi svaramaður brúðarinnar. Morgunninn líður. Messufólk tekur að streyma heim að Hamraendum. Brátt er kirkjan orðin þéttskipuð. Hátíðlegir orgeltónar berast frá sönglofti helgidómsins og kirkjugestir brýna röddina í kröftugum lofgjörðar- og sálmasöng. Sóknarpresturinn, gamall og virðulegur, flytur söfnuði sínum orð lífsins. Og djúpur helgiblær hvílir yfír öllu. Brátt er komið að hjónavíxlunni. Brúðhjónin leiðast samstillt upp að altari Drottins. Fyrri sálmurinn, tengdur víxlunni hljómar um helgidóminn, „Hve gott og fagurt og indælt er/ með ástvin kærum á samleið vera...” Aldrei hefur þessi brúðkaupssálmur hljómað fegurra en nú í kirkjunni á Hamraendum né fallegri brúðhjón staðið fyrir framan altarið. Presturinn flytur óvenju hjartnæma ræðu við þetta embættisverk eins og að honum sé bakgrunnurinn ekki með öllu ókunnur. Og það fer ekki fram hjá þeinr sem til þekkja. Séra Steinn leggur hinar hefðbundnu spurningar fyrir brúðhjónin og þau vinna heilög heit um ævilanga samfylgd í blíðu og stríðu, uns dauðinn aðskilur þau. Þar næst lýsir presturinn því yfír að Sverrir Karlsson og Sigrún Björnsdóttir, séu hjón og blessar einingu þeirra. Að lokum kemur hann því til skila að venju, að öllum kirkjugestum sé boðið að þiggja veitingar á Hamraendum. Nýgiftu hjónin snúa frá altarinu, Sverrir litli, sem setið hefur hjá gömlu hreppsstjórahjónunum á meðan giftingarathöfnin stóð yfír, rís úr sæti og gengur til móts við móður sína og nafna, þau fagna honum ástúðlega og leiða hann á milli sín fram kirkjugólfið. Margar hendur eru á lofti og brúðhjónin taka brosandi á móti hamingjuóskum sveitunga sinna og vina. Loks eru þau komin út úr mannþrönginni og stefna heim til bæjar. Þau hafa ekki gengið mörg skref er Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.