Heima er bezt - 01.02.2006, Side 16
Höfundur og
eiginmadur vió
pýramídana.
Einn dagur í
Egyptalandi
Við vorum komin á fætur kl. 5 um
morguninn og stóðum uppi á þilfari
þegar lagt var að landi. Sólin var að
koma upp en tunglið skein líka næstum
fullt. Flest húsin sem við sáum, voru
þessir alheimslegu blokkakassar, en þó
sáust nokkur gömul brúnbleik hús niðri
við höfnina.
Morgunverður var kl. 'A 6 um borð
í skipinu og lagt var af stað áleiðis til
Kaíró kl. 8 eftir að við höfðum beðið í
rútunum í klukkutíma. Ég notaði tímann
til að virða fyrir mér umhverfíð. Þama
voru karlar með hestakerrur, bíðandi
eftir túristum, skítugir og skrýtnir,
spýtandi í allar áttir, ýmist að rífast eða
glettast. Ungur maður kom með konu
sína slæðuklædda og fór í göngu eftir
hafnarbakkanum þar sem dátar voru
á verði. Seinna kom fjölskylda sömu
Við „sigldum “ með
túristaskipinu Queen Vergin
frá Limasol á Kýpur til
Port Said. Ferðin suðuryfir
Miðjarðarhafið tók hálfan
dag og eina nótt.
erinda, karlinn vestrænt klæddur, konan
með slæðu og tvær litlar stelpur með
kolsvartar fléttur og hvítar slaufur í
gráum pilsum og hvítum blússum, líklega
Anna María
Þórisdóttir
skólabúningi. Á leiðinni út úr borginni
ókum við gegnum arabahverfi og þar var
mjög litríkt og fjöragt mannlíf, karlar
margir í kjólum og konur með slæður,
verslun í fullum gangi.
I fyrstu lá leiðin meðfram Súesskurð-
inum og sáum við ofan á nokkur skip
sem okkur virtust sigla á þurru landi.
Vegurinn milli borganna tveggja er
næstum þráðbeinn, malbikaður og tvær
akreinar sitt hvoru megin við trjábelti
pálma og fleiri trjáa. Kofar og skúrar
næstum óslitið meðfram veginum. Það
tók mig nokkum tíma að átta mig á
að þessar hrörlegu vistarverur voru
mannabústaðir.
Allstaðar var fólk á ferli við veginn,
gangandi, ríðandi á ösnum eða bíðandi
eftir bílum. Karlar langflestir í kjólum,
konur oft berandi litskrúðugar plastkörfur
64 Heima er bezt